Fótbolti

Gervigrasið kemur í veg fyrir að Valencia spili í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Antonio Valencia verður ekki með í kvöld.
Antonio Valencia verður ekki með í kvöld. vísir/afp
Antonio Valencia, bakvörður Manchester United, verður ekki með liðinu í kvöld þegar að það mætir svissnesku meisturunum í Young Boys í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Young Boys spilar á gervigrasi og þar sem að Ekvadorinn er að koma til baka eftir hnémeiðsli ætlar Mourinho ekki að taka áhættu með bakvörðinn. Hann hvílir í því í kvöld.

„Við ákváðum að taka Valencia ekki með því hnéð á honum er ekki hné sem þarf á því að halda að spila á gervigrasi,“ sagði José Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Í sama riðli mætast CSKA Moskva og Real Madrid en þar gæti Skagamaðurinn ungi Arnór Sigurðsson spilað sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni. Hörður Björgvin Magnússon verður ekki með rússneska liðinu vegna meiðsla.

Leikurinn í Bern hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en fylgst verður með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×