Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 0-3 | Blikar gulltryggðu Evrópusætið Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 19. september 2018 22:45 Blikarnir fara í Evrópu næsta sumar vísir/bára Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta sumar með sigur í Árbænum. Fylkir þarf hins vegar að ná sér í stig í loka leikjunum ef þeir ætla að halda sér í deild þeirra bestu. Blikar beittu gríðarlega hættulegum skyndisóknum allan leikinn sem Fylkismenn réðu ekkert við. Fylkismenn voru öflugir fyrstu tíu mínútur leiksins, pressuðu Blika vel og héldu boltanum. Eftir þessar fyrstu mínútur gátu Fylkismenn hinsvegar ekki mikið. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir á 27. mínútu með vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd á Ara Leifsson fyrir að verja boltann með hendi í teignum eftir fyrirgjöf frá Damir Muminovic. Á 40. mínútu fengu Blikar frábært færi úr skyndisókn þar sem Aron Bjarnason var nánast kominn einn á móti markmanni. Ásgeir Eyþórsson náði þó einhvern veginn að taka boltann áður en Aron náði að skjóta og Árbæingarnir náðu síðan að hreinsa. Blikar voru þó ekki lengi að svekkja sig á þessu klúðri en einungis þremur mínútum seinna skoraði Jonathan Hendrickx úr skyndisókn, eftir sendingu frá Aroni Bjarnasyni. Strax í upphafi seinni hálfleiks varð allt brjálað í stúkunni þegar heimamenn vildu fá víti. Ragnar Bragi Sveinsson var með boltann í teig Blika og vildu leikmenn og stuðningsmenn Fylkis meina að hann hafi verið tekinn niður. Oddur Ingi fékk fínt færi þegar hann var nýkominn inná, hann fékk boltann beint fyrir framan mark Blika en skaut framhjá. Annars var ekki mikið um færi hjá Fylki fyrr en í uppbótartíma. Aron Bjarnason kom Blikum í 3-0 á 57. mínútu, annars var ekki mikið um dauðafæri hjá Blikum þrátt fyrir að skyndisóknirnar hafi alltaf verið ógnandi. Í uppbótartíma slapp Ragnar Bragi einn í gegn, Gunnleifur Gunnleifsson markmaður Blika tók hann niður nokkrum sentimetrum fyrir utan teig og fékk í kjölfarið rautt spjald. Blikar voru búnir með skiptingarnar sínar þegar Gunnleifur var rekinn útaf og þá þurfti að setja útileikmann í markið. Aron Gauti Ragnarsson tók á sig markmannstreyjuna seinustu mínúturnar og varði vel aukaspyrnu frá Daði Ólafssyni. Heimamenn náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn því of skammt var til leiksloka. Lokatölur urðu 0-3 sigur Breiðabliks.Afhverju vann Breiðablik? Gæðin í Blikaliðinu eru einfaldlega meiri. Í hvert einasta skipti sem kantmenn Blika fengu boltann með smá pláss þurftu Fylkismenn að hafa áhyggjur en sama má ekki segja í hina áttina. Vörnin hjá Breiðabliki var líka mjög örugg í kvöld en Damir og Elfar áttu alla skallabolta í Blikateignum í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Kolbeinn Þórðarson og Aron Bjarnason voru báðir frábærir á köntunum hjá Blikum í kvöld en þeir voru alltaf hættulegir. Jonathan Hendrickx átti einnig virkilega góðan leik í dag en skilaði sínu bæði í vörn og sókn.Hvað gekk illa? Það er svo mikið sem er hægt að skrifa um Fylkis-liðið hérna.Hvað gerist næst? Fylkir fer í Vesturbæinn á sunnudaginn þar sem Árbæingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Blikar fara í Grafarvoginn á sama tíma og geta í þeim leik gert Fylki stóran greiða með því að vinna Fjölni.Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki fyrir tímabiliðvísir/báraGústi Gylfa: Það yrði mjög erfitt „Við töpuðum náttúrulega bikarúrslitaleik á laugardaginn og vorum sannfærðir um það að koma hingað á Fylkis-völl og sýna okkar bestu hliðar. Mér fannst við gera það, frábær fótbolti og við uppskárum þrjú stig og 3-0 sigur,” sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir leik kvöldsins. Var auðvelt að mótívera strákana eftir tapið í bikarúrslitum á laugardaginn? „Maður vissi ekki alveg hvar menn voru staddir í leiknum og fyrir leikinn, hvernig hvatninginn var en þeir voru tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu. Einsog ég segi þá spiluðum við frábæran leik og uppskárum frábær þrjú stig sem gefa okkur Evrópusæti, sem að við erum hrikalega ánægðir með.” Ágúst sagði Fjölnismenn ekki hafa ákveðið fyrir fram að Arnór Gauti færi í markið, hann hafi viljað taka hlutverkið að sér. „Hann steig bara upp og vildi fara í markið. Fór þangað og varði glæsilega, hélt núllinu fyrir okkur sem var líka kærkomið.” „Það yrði mjög erfitt, við sjáum til bara. Það er leikur á sunnudaginn á móti og það verður gaman að heimsækja þá á Extra-völlinn þannig að mig hlakkar bara mikið til að hitta mína gömlu félaga,” sagði Ágúst aðspurður hvort það yrði erfitt fyrir hann að fella Fjölni í næstu umferð. Ef Blikar vinna á sunnudaginn, þá nægir fyrir Víking og Fylki að gera jafntefli í sínum leikjum til að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu. Fjölnir situr í 11. sæti deildarinnar og væru þá fallnir niður í Inkasso-deildina. Ágúst þjálfaði Fjölni á síðasta tímabili og á því eflaust marga góða félaga þar.Helgi Sigurðsson.vísir/BáraHelgi Sig: Getum miklu betur en þetta „Við vorum bara ekki nógu góðir í dag. Blikarnir voru betri, það er eiginlega einfalda svarið. Við vorum að gefa of mikið af svæðum á vellinum, þeir eru góðir í fótbolta, við náðum ekki að klukka þá og við vorum að gera þetta heldur auðvelt fyrir þá og því fór sem fór,” sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis um leik kvöldsins. Er hægt að taka eitthvað jákvætt úr þessum leik? „Nei það var ekki margt jákvætt í þessum leik, við mættum bara ekki nógu vel stemmdir inni í þetta og við vitum uppá okkur sökina þar. Það þýðir ekkert að vera að velta sér uppúr þessu, við eigum erfiðan leik á sunnudaginn, mikilvægan leik og það er enginn tími til að velta þessu fyrir sér. Við þurfum bara að mæta betur stemmdir til leiks þar sem við vitum alveg að við getum miklu betur en þetta.” Verður Fylkir í Pepsi-deildinni sumarið 2019? „Já við verðum þar en auðvitað verðum að bæta okkur leik í næstu tveim leikjum.”Kolbeinn hefur staðið sig vel í Blikaliðinu í sumarKolbeinn: Spiluðum vel frá fyrstu mínútu„Frábær sigur hjá okkur, við spiluðum vel frá fyrstu mínútu fannst mér. Frábær fyrri hálfleikur, við byrjuðum sterkt í seinni hálfleik og svo sigldum við þessu bara heim fannst mér” sagði Kolbeinn Þórðarson leikmaður Breiðabliks um leik kvöldsins. „Við fengum fullt af svæði til að keyra í og við nýttum það vel. Við erum með leikmenn sem geta keyrt á varnir andstæðingana og við gerðum það vel í dag,” sagði Kolbeinn um skyndisóknir Blika í kvöld. Hver eru þín markmið fyrir restina af tímabilinu Kolbeinn? „Að nýta þau tækifæri sem ég fæ og vonandi spila sem best” Pepsi Max-deild karla
Breiðablik tryggði sér í kvöld sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta sumar með sigur í Árbænum. Fylkir þarf hins vegar að ná sér í stig í loka leikjunum ef þeir ætla að halda sér í deild þeirra bestu. Blikar beittu gríðarlega hættulegum skyndisóknum allan leikinn sem Fylkismenn réðu ekkert við. Fylkismenn voru öflugir fyrstu tíu mínútur leiksins, pressuðu Blika vel og héldu boltanum. Eftir þessar fyrstu mínútur gátu Fylkismenn hinsvegar ekki mikið. Thomas Mikkelsen kom Blikum yfir á 27. mínútu með vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd á Ara Leifsson fyrir að verja boltann með hendi í teignum eftir fyrirgjöf frá Damir Muminovic. Á 40. mínútu fengu Blikar frábært færi úr skyndisókn þar sem Aron Bjarnason var nánast kominn einn á móti markmanni. Ásgeir Eyþórsson náði þó einhvern veginn að taka boltann áður en Aron náði að skjóta og Árbæingarnir náðu síðan að hreinsa. Blikar voru þó ekki lengi að svekkja sig á þessu klúðri en einungis þremur mínútum seinna skoraði Jonathan Hendrickx úr skyndisókn, eftir sendingu frá Aroni Bjarnasyni. Strax í upphafi seinni hálfleiks varð allt brjálað í stúkunni þegar heimamenn vildu fá víti. Ragnar Bragi Sveinsson var með boltann í teig Blika og vildu leikmenn og stuðningsmenn Fylkis meina að hann hafi verið tekinn niður. Oddur Ingi fékk fínt færi þegar hann var nýkominn inná, hann fékk boltann beint fyrir framan mark Blika en skaut framhjá. Annars var ekki mikið um færi hjá Fylki fyrr en í uppbótartíma. Aron Bjarnason kom Blikum í 3-0 á 57. mínútu, annars var ekki mikið um dauðafæri hjá Blikum þrátt fyrir að skyndisóknirnar hafi alltaf verið ógnandi. Í uppbótartíma slapp Ragnar Bragi einn í gegn, Gunnleifur Gunnleifsson markmaður Blika tók hann niður nokkrum sentimetrum fyrir utan teig og fékk í kjölfarið rautt spjald. Blikar voru búnir með skiptingarnar sínar þegar Gunnleifur var rekinn útaf og þá þurfti að setja útileikmann í markið. Aron Gauti Ragnarsson tók á sig markmannstreyjuna seinustu mínúturnar og varði vel aukaspyrnu frá Daði Ólafssyni. Heimamenn náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn því of skammt var til leiksloka. Lokatölur urðu 0-3 sigur Breiðabliks.Afhverju vann Breiðablik? Gæðin í Blikaliðinu eru einfaldlega meiri. Í hvert einasta skipti sem kantmenn Blika fengu boltann með smá pláss þurftu Fylkismenn að hafa áhyggjur en sama má ekki segja í hina áttina. Vörnin hjá Breiðabliki var líka mjög örugg í kvöld en Damir og Elfar áttu alla skallabolta í Blikateignum í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Kolbeinn Þórðarson og Aron Bjarnason voru báðir frábærir á köntunum hjá Blikum í kvöld en þeir voru alltaf hættulegir. Jonathan Hendrickx átti einnig virkilega góðan leik í dag en skilaði sínu bæði í vörn og sókn.Hvað gekk illa? Það er svo mikið sem er hægt að skrifa um Fylkis-liðið hérna.Hvað gerist næst? Fylkir fer í Vesturbæinn á sunnudaginn þar sem Árbæingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Blikar fara í Grafarvoginn á sama tíma og geta í þeim leik gert Fylki stóran greiða með því að vinna Fjölni.Ágúst Gylfason tók við Breiðabliki fyrir tímabiliðvísir/báraGústi Gylfa: Það yrði mjög erfitt „Við töpuðum náttúrulega bikarúrslitaleik á laugardaginn og vorum sannfærðir um það að koma hingað á Fylkis-völl og sýna okkar bestu hliðar. Mér fannst við gera það, frábær fótbolti og við uppskárum þrjú stig og 3-0 sigur,” sagði Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir leik kvöldsins. Var auðvelt að mótívera strákana eftir tapið í bikarúrslitum á laugardaginn? „Maður vissi ekki alveg hvar menn voru staddir í leiknum og fyrir leikinn, hvernig hvatninginn var en þeir voru tilbúnir alveg frá fyrstu mínútu. Einsog ég segi þá spiluðum við frábæran leik og uppskárum frábær þrjú stig sem gefa okkur Evrópusæti, sem að við erum hrikalega ánægðir með.” Ágúst sagði Fjölnismenn ekki hafa ákveðið fyrir fram að Arnór Gauti færi í markið, hann hafi viljað taka hlutverkið að sér. „Hann steig bara upp og vildi fara í markið. Fór þangað og varði glæsilega, hélt núllinu fyrir okkur sem var líka kærkomið.” „Það yrði mjög erfitt, við sjáum til bara. Það er leikur á sunnudaginn á móti og það verður gaman að heimsækja þá á Extra-völlinn þannig að mig hlakkar bara mikið til að hitta mína gömlu félaga,” sagði Ágúst aðspurður hvort það yrði erfitt fyrir hann að fella Fjölni í næstu umferð. Ef Blikar vinna á sunnudaginn, þá nægir fyrir Víking og Fylki að gera jafntefli í sínum leikjum til að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu. Fjölnir situr í 11. sæti deildarinnar og væru þá fallnir niður í Inkasso-deildina. Ágúst þjálfaði Fjölni á síðasta tímabili og á því eflaust marga góða félaga þar.Helgi Sigurðsson.vísir/BáraHelgi Sig: Getum miklu betur en þetta „Við vorum bara ekki nógu góðir í dag. Blikarnir voru betri, það er eiginlega einfalda svarið. Við vorum að gefa of mikið af svæðum á vellinum, þeir eru góðir í fótbolta, við náðum ekki að klukka þá og við vorum að gera þetta heldur auðvelt fyrir þá og því fór sem fór,” sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis um leik kvöldsins. Er hægt að taka eitthvað jákvætt úr þessum leik? „Nei það var ekki margt jákvætt í þessum leik, við mættum bara ekki nógu vel stemmdir inni í þetta og við vitum uppá okkur sökina þar. Það þýðir ekkert að vera að velta sér uppúr þessu, við eigum erfiðan leik á sunnudaginn, mikilvægan leik og það er enginn tími til að velta þessu fyrir sér. Við þurfum bara að mæta betur stemmdir til leiks þar sem við vitum alveg að við getum miklu betur en þetta.” Verður Fylkir í Pepsi-deildinni sumarið 2019? „Já við verðum þar en auðvitað verðum að bæta okkur leik í næstu tveim leikjum.”Kolbeinn hefur staðið sig vel í Blikaliðinu í sumarKolbeinn: Spiluðum vel frá fyrstu mínútu„Frábær sigur hjá okkur, við spiluðum vel frá fyrstu mínútu fannst mér. Frábær fyrri hálfleikur, við byrjuðum sterkt í seinni hálfleik og svo sigldum við þessu bara heim fannst mér” sagði Kolbeinn Þórðarson leikmaður Breiðabliks um leik kvöldsins. „Við fengum fullt af svæði til að keyra í og við nýttum það vel. Við erum með leikmenn sem geta keyrt á varnir andstæðingana og við gerðum það vel í dag,” sagði Kolbeinn um skyndisóknir Blika í kvöld. Hver eru þín markmið fyrir restina af tímabilinu Kolbeinn? „Að nýta þau tækifæri sem ég fæ og vonandi spila sem best”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti