Biskupinn biður Grande afsökunar Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2018 16:07 Biskupinn Ellis hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa haldið um brjóst söngkonunnar Ariönu Grande Vísir/AP Biskupinn Charles H Ellis III ,sem stýrði útför söngkonunnar Arethu Franklin í heimaborg hennar Detroit í gær, hefur nú beðið söngkonuna Ariönu Grande afsökunar á því að hann hafi þuklað á henni. Jarðarför Franklin var með glæsilegasta móti, athöfnin var sjö klukkutímar að lengd og fluttu til dæmis Chaka Khan, Stevie Wonder og Jennifer Hudson lög auk Ariönu Grande. Ellis tók á móti Grande á sviðinu eftir að hún hafði lokið flutningi sínum á laginu (You Make Me Feel Like) A Natural Woman. Sjáanlegt er á myndum að biskupinn greip ofarlega um líkama söngkonunnar og þrýsti fingrunum að brjósti Grande. Fjölmargir netnotendur birtu myndir af atvikinu á Twitter með myllumerkinu #respectAriana. Sjá má nokkrar færslur neðst í fréttinni.Segist kannski hafa farið yfir strikið.Í viðtali við fréttaveituna AP sagði Ellis að það hafi aldrei verið ásetningur hans að snerta brjóst nokkurrar konu. „Kannski fór ég yfir strikið, kannski var ég of vinalegur en ég biðst afsökunar.“ Einnig sagði Ellis að hann hafi tekið utan um alla flytjendurna sem stigu á svið í athöfninni. „Ég faðmaði alla kvenflytjendurna og alla karlflytjendurna, allir sem fóru á sviðið, ég tók í hendina á þeim og faðmaði þau,“ sagði Ellis og bætti við „Það síðasta sem ég vil er að skyggja á daginn, dagurinn er alfarið um Arethu Franklin.“ Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.Baðst einnig afsökunar á brandara. Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.I think every woman can look at Ariana Grande's face and body language and viscerally feel what she's feeling. The tension. The nervous laughter. Not wanting to make a scene or make him angry. Every woman knows this feeling. But google her and everyone's talking about her dress. https://t.co/VYikD43RnM — Maggie Astor (@MaggieAstor) September 1, 2018What was up with that pastors hand? pic.twitter.com/M8Ypgm7fQB — Trevor Noah (@Trevornoah) August 31, 2018 Tónlist Tengdar fréttir Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Biskupinn Charles H Ellis III ,sem stýrði útför söngkonunnar Arethu Franklin í heimaborg hennar Detroit í gær, hefur nú beðið söngkonuna Ariönu Grande afsökunar á því að hann hafi þuklað á henni. Jarðarför Franklin var með glæsilegasta móti, athöfnin var sjö klukkutímar að lengd og fluttu til dæmis Chaka Khan, Stevie Wonder og Jennifer Hudson lög auk Ariönu Grande. Ellis tók á móti Grande á sviðinu eftir að hún hafði lokið flutningi sínum á laginu (You Make Me Feel Like) A Natural Woman. Sjáanlegt er á myndum að biskupinn greip ofarlega um líkama söngkonunnar og þrýsti fingrunum að brjósti Grande. Fjölmargir netnotendur birtu myndir af atvikinu á Twitter með myllumerkinu #respectAriana. Sjá má nokkrar færslur neðst í fréttinni.Segist kannski hafa farið yfir strikið.Í viðtali við fréttaveituna AP sagði Ellis að það hafi aldrei verið ásetningur hans að snerta brjóst nokkurrar konu. „Kannski fór ég yfir strikið, kannski var ég of vinalegur en ég biðst afsökunar.“ Einnig sagði Ellis að hann hafi tekið utan um alla flytjendurna sem stigu á svið í athöfninni. „Ég faðmaði alla kvenflytjendurna og alla karlflytjendurna, allir sem fóru á sviðið, ég tók í hendina á þeim og faðmaði þau,“ sagði Ellis og bætti við „Það síðasta sem ég vil er að skyggja á daginn, dagurinn er alfarið um Arethu Franklin.“ Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.Baðst einnig afsökunar á brandara. Ellis var einnig gagnrýndur fyrir brandara sem hann sagði við Grande en hann sagði henni að nafnið hennar minnti á eitthvað af matseðlinum á Taco Bell. Ellis bað Grande auk allra frá Rómönsku-Ameríku afsökunar á brandaranum og sagði að í svo langri athöfn yrði maður að reyna nokkra brandara við og við.I think every woman can look at Ariana Grande's face and body language and viscerally feel what she's feeling. The tension. The nervous laughter. Not wanting to make a scene or make him angry. Every woman knows this feeling. But google her and everyone's talking about her dress. https://t.co/VYikD43RnM — Maggie Astor (@MaggieAstor) September 1, 2018What was up with that pastors hand? pic.twitter.com/M8Ypgm7fQB — Trevor Noah (@Trevornoah) August 31, 2018
Tónlist Tengdar fréttir Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Sjá meira
Stjörnum prýdd jarðarför sálardrottningarinnar Jarðarför sálardrottningarinnar Arethu Franklin fór fram í Detroit í gær. Aretha lést 16. ágúst síðastliðin 76 ára gömul eftir erfiða baráttu við briskrabbamein. 1. september 2018 11:06