Vilja vekja fólk til umhugsunar Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 3. september 2018 08:00 Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ, og Birkir Steinn Erlingsson, formaður Vegan samtakanna. Á myndina vantar Valgerði Árnadóttur, framkvæmdastjóra SGÍ, og Ragnar Frey sem koma einnig að sýningu myndarinnar. fréttablaðið/ernir „Helsta markmið okkar með því að sýna myndina er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða afleiðingar venjur þess, og þá sérstaklega matarvenjur, hafa fyrir dýrin sem alla jafna eru hulin augum okkar og huga,“ segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ. Dominion verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis. „Í myndinni er notast við dróna og leynilegar upptökur sem sýna það svart á hvítu hvað er í raun og veru að gerast á bæjum og í sláturhúsum.“ Reglulega eru heimildarmyndir á borð við Dominion sýndar í Bíói Paradís og alltaf í Veganúar sem í ár var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Má þar nefna Cowspiracy og Earthlings. Cowspiracy kemur inn á umhverfisáhrif í kjölfar dýralandbúnaðar en mikil metanlosun er af dýrunum og þau taka mikið svæði.Margir sem breyta um lífsstíl „Það er ákveðin ósjálfbærni að rækta mat ofan í dýrin og svo ofan í okkur í stað þess að rækta bara beint ofan í okkur.“ Earthlings, líkt og Dominion, fjallar um siðferðið í kringum kjötneyslu og segir Benjamín að heimildarmyndir á borð við þessar hafi augljóslega áhrif á fólk. Margir gerast vegan, eða grænkerar, og breyta lífsstíl sínum eftir áhorf. „Það er rosalega mikil vakning í gangi í dag og þeir sem horfa á þessar myndir með opnum huga, verða vissulega fyrir áhrifum. Margir hafa jafnvel breytt um lífsstíl eftir að hafa horft á svona heimildarmyndir enda segja þær sannleikann blákalt,“ segir hann. „Einnig viljum við sjá aukningu á neyslu grænmetis meðal Íslendinga og því fylgir að neysla dýra minnki. Á Íslandi í dag eru drepin um eða yfir sex milljón landdýr á hverju ári og væri óskandi að við værum til fyrirmyndar og dræpum færri dýr. Einnig eru dýr og dýraafurðir svona yfirleitt alla jafna fremur óholl fæða og sumir breyta um lífsstíl á þeim forsendum.“Víða hræðilegar aðstæður Benjamín segir aðstæður á Íslandi því miður ekki skárri en annars staðar í heiminum, líkt og víða hefur verið reynt að halda fram. „Fyrir marga snýst þetta líka um að vernda dýrin og aðstæður sem dýrin eru í í dag. Þær eru vægast sagt hræðilegar. Sagt er að aðstæður séu betri á Íslandi en því miður á það ekki alltaf við rök að styðjast, sérstaklega ekki hjá svínum og kjúklingum. Sú framleiðsla er eins í öllum heiminum. Ég hvet alla til að mæta og horfa á myndina.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24 Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
„Helsta markmið okkar með því að sýna myndina er að vekja fólk til umhugsunar um hvaða afleiðingar venjur þess, og þá sérstaklega matarvenjur, hafa fyrir dýrin sem alla jafna eru hulin augum okkar og huga,“ segir Benjamín Sigurgeirsson, formaður SGÍ. Dominion verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis. „Í myndinni er notast við dróna og leynilegar upptökur sem sýna það svart á hvítu hvað er í raun og veru að gerast á bæjum og í sláturhúsum.“ Reglulega eru heimildarmyndir á borð við Dominion sýndar í Bíói Paradís og alltaf í Veganúar sem í ár var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn. Má þar nefna Cowspiracy og Earthlings. Cowspiracy kemur inn á umhverfisáhrif í kjölfar dýralandbúnaðar en mikil metanlosun er af dýrunum og þau taka mikið svæði.Margir sem breyta um lífsstíl „Það er ákveðin ósjálfbærni að rækta mat ofan í dýrin og svo ofan í okkur í stað þess að rækta bara beint ofan í okkur.“ Earthlings, líkt og Dominion, fjallar um siðferðið í kringum kjötneyslu og segir Benjamín að heimildarmyndir á borð við þessar hafi augljóslega áhrif á fólk. Margir gerast vegan, eða grænkerar, og breyta lífsstíl sínum eftir áhorf. „Það er rosalega mikil vakning í gangi í dag og þeir sem horfa á þessar myndir með opnum huga, verða vissulega fyrir áhrifum. Margir hafa jafnvel breytt um lífsstíl eftir að hafa horft á svona heimildarmyndir enda segja þær sannleikann blákalt,“ segir hann. „Einnig viljum við sjá aukningu á neyslu grænmetis meðal Íslendinga og því fylgir að neysla dýra minnki. Á Íslandi í dag eru drepin um eða yfir sex milljón landdýr á hverju ári og væri óskandi að við værum til fyrirmyndar og dræpum færri dýr. Einnig eru dýr og dýraafurðir svona yfirleitt alla jafna fremur óholl fæða og sumir breyta um lífsstíl á þeim forsendum.“Víða hræðilegar aðstæður Benjamín segir aðstæður á Íslandi því miður ekki skárri en annars staðar í heiminum, líkt og víða hefur verið reynt að halda fram. „Fyrir marga snýst þetta líka um að vernda dýrin og aðstæður sem dýrin eru í í dag. Þær eru vægast sagt hræðilegar. Sagt er að aðstæður séu betri á Íslandi en því miður á það ekki alltaf við rök að styðjast, sérstaklega ekki hjá svínum og kjúklingum. Sú framleiðsla er eins í öllum heiminum. Ég hvet alla til að mæta og horfa á myndina.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14 Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24 Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Sveppi og Pétur gerðust vegan með Guðrúnu Sóleyju Í þriðja þætti seríunnar Tveir á teini fetuðu Pétur og Sveppi nokkuð ótroðnar slóðir, að minnsta kosti frá þeirra bæjardyrum séð, og grilluðu veganrétt. 9. júlí 2018 14:14
Opnar eftir langan undirbúning Vegan "dænerinn“ Veganæs opnar á morgun, Aðstandendur söfnuðu 2 milljónum króna til að láta drauminn rætast. 8. júlí 2018 16:24