Haustveiðin að komast í gang í Stóru Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 4. september 2018 12:05 Stórlax úr Stóru Laxá í Hreppum Mynd: Árni Baldursson FB Stóra Laxá í Hreppum er alveg einstök á að veiða og ólíkt mörgum ám þá er oft besti tíminn í henni september. Það sem útskýrir þessa einkennilegu hegðun í ánni er að hún verður oft ansi vatnslítil á sumrin og þá bíður laxinn á Iðu þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá þangað til vatnshæðin nær þeim mörkum að laxinn gangi upp. Rigningar síðustu daga hafa lyft ánni vel upp og er hún líklega komin í 12-14 rúmmetra sem eru ákjósanleg skilyrði fyrir laxinn að ganga upp í Stóru Laxá. Af fréttum að dæma er klárlega að færast aukið líf í ána en Árni Baldursson hjá Lax-Á er þar við veiðar núna og í gærkvöldi landaði hann sjö löxum úr Bergsnös sem er einn besti staðurinn á Svæði I-II og það aðeins á einum og hálfum tíma. Þeir sem eiga daga fraumundan í Stóru Laxá gætu því lent í skemmtilegri veiði því þegar hún loksins fer í gang þá gerir hún það yfirleitt með látum. Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði
Stóra Laxá í Hreppum er alveg einstök á að veiða og ólíkt mörgum ám þá er oft besti tíminn í henni september. Það sem útskýrir þessa einkennilegu hegðun í ánni er að hún verður oft ansi vatnslítil á sumrin og þá bíður laxinn á Iðu þar sem Stóra Laxá rennur í Hvítá þangað til vatnshæðin nær þeim mörkum að laxinn gangi upp. Rigningar síðustu daga hafa lyft ánni vel upp og er hún líklega komin í 12-14 rúmmetra sem eru ákjósanleg skilyrði fyrir laxinn að ganga upp í Stóru Laxá. Af fréttum að dæma er klárlega að færast aukið líf í ána en Árni Baldursson hjá Lax-Á er þar við veiðar núna og í gærkvöldi landaði hann sjö löxum úr Bergsnös sem er einn besti staðurinn á Svæði I-II og það aðeins á einum og hálfum tíma. Þeir sem eiga daga fraumundan í Stóru Laxá gætu því lent í skemmtilegri veiði því þegar hún loksins fer í gang þá gerir hún það yfirleitt með látum.
Mest lesið Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Ennþá verið að kroppa laxa úr Ytri Rangá Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Hafa fengið 1,4 milljarð króna í arð Veiði Laxinn mættur í Langá á Mýrum Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Morgunfundur um virði lax og silungsveiða Veiði Stórlaxaveiði á Bíldsfelli Veiði