Einkunnir Íslands: Glódís best í vonbrigðunum í Laugardalnum 4. september 2018 16:58 Glódís Perla mætir á æfingu með íslenska liðinu. vísir/vilhelm HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma. HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
HM-draumur stelpnanna okkar er dáinn eftir 1-1 jafntefli á móti Tékklandi í Laugardalnum í dag. Stelpurnar þurftu sigur til að komast í umspilið eftir tap á móti Þýskalandi á laugardaginn en því miður tókst það ekki. Mikið svekkelsi hjá stelpunum sem fengu tækifæri til að vinna leikinn í uppbótartíma. Sara Björk Gunnarsdóttir klúðraði víti á ögurstundu og jafntefli niðurstaðan. Stelpurnar áttu alls ekki sinn besta dag eins og einkunnir dagsins endurspegla.Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 4 Var örugg í flestu sem að hún gerði en gaf mark með afskaplega klaufalegri vörslu ef vörslu skyldi kalla. Verður að taka það á sig.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Varðist fimlega eins og alltaf og var öflug í sóknarleiknum í fyrri hálfleik þar sem að hún átti nokkrar góðar fyrirgjafir sem að skiluðu tveimur góðum færum.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Traust eins og alltaf í vörninni og skoraði markið sem að gaf okkur von.Elín Metta var felld í teignum en ekkert dæmt í fyrri hálfelik.vísri/vilhelmSif Atladóttir, miðvörður 6 Út um allt að verjast og þær tékknesku fengu svo sem ekki mörg færi. Innköstin inn á teig Tékkana flest nokkuð góð.Hallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður 4 Ekki góður leikur hjá bakverðinum. Hitti varla samherja lengi vel í leiknum og spilaði allan sóknarher Tékka réttstæðan í sigurmarkinu.Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður 6 Hljóp og hljóp inn á miðjunni en vantaði að vinna fleiri bolta og návígi í loftinu. Var áræðin í fyrri hálfelik í sóknarleiknum en hvarf í þeim síðari með íslenska liðinu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 5 Fyrirliðinn átti alls ekki nógu góðan leik þegar að mest á reyndi. Vann fáa bolta inn á miðjunni sem varð til þess að ekkert var um skyndisóknir af viti. Skilaði boltanum ekki vel frá sér og klúðraði víti á ögurstundu. Við þurftum meira frá okkar bestu konu í dag.Sigríður Lára var fín inn á miðjunni.vísir/vilhelmGunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Kraftur í Gunnhildi í fyrri hálfleik þar sem að hún átti skalla í innanverða stöngina. Var meira í baráttunni í þessum leik sem hentaði henni betur en á móti Þýskalandi.Selma Sól Magnúsdóttir, hægri kantmaður 5 Kópavogsmærin fékk annað tækifæri á hægri kantinum en var frekar týnd og var tekin út af fyrst allra í liðinu.Fanndís Friðriksdóttir, vinstri kantmaður 6 Alltaf að reyna og reyna og taka spretti með boltann þegar að hún gat en lítið sem ekkert kom upp úr því. Því miður. Keyrði sig aftur í gang undir lokin.Elín Metta Jensen, framherji 6 Var ansi lífleg, sérstaklega í fyrri hálfleik og átti að fá pjúra vítaspyrnu en ekkert var dæmt. Fiskaði svo víti í seinni hálfleik þrátt fyrir að hún hefði mátt sjást meira í þeim síðari.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 68. mínútu) 5 Hafði lítið upp á að bjóða eftir að hún kom inn á.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur á 74. mínútu) - 4 Snerti varla boltann og klúðraði færi í uppbótartíma.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 1-1 | Stelpurnar sjálfum sér verstar og HM-draumurinn dáinn Stelpurnar okkar munu ekki fara á HM og ekki einu sinni í umspil um laust sæti á HM eftir vonbrigðajafntefli gegn Tékkum í Dalnum í kvöld. Stelpurnar geta sjálfum sér um kennt því þær fengu færin en nýttu þau ekki. 4. september 2018 17:00