Freyr um dómarann: „Ekkert sem kemur mér á óvart hjá UEFA lengur“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 4. september 2018 17:19 Freyr kallar skipanir til leikmannanna á vellinum á laugardaginn vísir/vilhelm Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjá meira
Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í síðasta skipti. Draumurinn um HM er úr sögunni eftir jafntefli við Tékka á Laugardalsvelli í dag. Fyrir leikinn var ljóst að Ísland þurfti helst sigur til þess að komast í umspilið, jafntefli þýddi að við þyrftum að treysta á önnur úrslit. Ísland fékk næg tækifæri til þess að skora í dag en 1- 1 jafntefli niðurstaðan. „Ótrúleg vonbrigði,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn. Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðs var svarið einfalt. „Við skoruðum ekki úr færunum okkar.“ Ísland átti að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik þegar markvörður Tékka felldi Elínu Mettu Jensen í vítateignum en ekkert var dæmt. Það var ekki eina atvikið þar sem setja mátti spurningamerki við dómara leiksins, hina makedónísku Ivana Projkovska. „Það er ekkert sem kemur mér lengur á óvart hjá UEFA. Leikur þar sem er allt undir og þeir setja dómara frá Makedóníu. Hefur þú séð makedóníska landsliðið spila? Nei, það kemur mér ekki á óvart.“ „Stórir dómar, en við fáum annað víti til þess að klára þetta, svona er þetta.“ Freyr gerði sóknarsinnaða skiptingu, tók Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur út af og setti Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur inn, á 74. mínútu. Hefði sú skipting mátt koma fyrr? „Nei, við fengum alveg nógu mörg færi sama hvaða leikmenn voru inni hverju sinni og hvar þær voru staðsettar á vellinum. Við fengum það mörg færi að við hefðum átt að loka þessum leik. Það er það sem fer með þetta.“ Freyr er tekinn við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins, var þetta kveðjustund hans með kvennaliðið? „Já, þetta var minn seinasti leikur,“ sagði Freyr Alexandersson.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fleiri fréttir „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjá meira