„Ég undirbjó mig eins vel og ég gat. Hitti fólk, las mér til, horfði á heimildarmyndir og reyndi virkilega að setja mig inn í þennan heim. Kristín Júlla er auðvitað séní. Við vorum saman um 90 mínútur til tvo tíma. Það þurfti að breyta tönnunum og ég reyndi nú að hjálpa til með því að þrífa ekki á mér andlitið,“ segir hún og hlær. „Þetta heppnaðist vel í þessu tilviki en hún Kristín Júlla er auðvitað töfrakona. Ég reyndi að gera mitt en hún gerði töfra og það gerði Eva Vala búningahönnuður líka, þær eru magnaðar.”
Kristín og aðrir leikarar og leikstjórinn flugu til Toronto í gær þar sem myndin verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í dag. Hún verður sýnd hér á landi á morgun.
„Það var krefjandi að leika hlutverk Magneu en á sama tíma mikill heiður að taka þátt í að segja þessa sögu og vinna með svona ótrúlega hæfileikaríku og mögnuðu fólki.“
Kristín Þóra verður í Þjóðleikhúsinu í vetur, í tveimur sýningum. Samþykki sem verður sýnd í lok október og Loddaranum eftir Molière sem sýnd verður í apríl.

