Viðskipti erlent

Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Vísir/EPA
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að fyrirtækið Apple ætti að framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum ef það vill forðast tolla á innfluttar vörur frá Kína.

Trump lét þessi ummæli falla á Twitter en Apple hafði sent bandarískum yfirvöldum bréf þar sem fyrirhuguðum tollum var mótmælt. Fyrirtækið heldur því fram að tollarnir muni hækka verð til muna á mörgum Apple-vörum og var þar Apple-úrið nefnt sérstaklega en ekki minnst á iPhone.

Sagðist forsetinn gera sér fullkomlega grein fyrir því að verð á Apple vörum myndi hækka en bætti við að það væri einföld lausn við því. Fyrirtækið myndi framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum og fengi á móti undanþágur frá skatti.

„Framleiðið vörurnar í Bandaríkjunum í stað þess að gera það í Kína. Reisið verksmiðjur nú þegar.“

Fréttaveita Reuters bar þessi ummæli undir forsvarsmenn Apple sem neituðu að tjá sig.

Reuters tekur fram að tæknigeirinn muni finna mest fyrir fyrirhuguðum tollum Bandaríkjastjórnar á innfluttar vörur.

Hélt Apple því fram að þessir tollar muni bitna mun meira á Bandaríkjunum en Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×