Leiksigur og margra stjörnu viðtökur Benedikt Bóas skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ólafur Arnalds segir að á plötunni sé steypt saman alls kyns ólíkum áhrifum, t.d. frá elektróník og hipphoppi en einnig hafi hann langað að fanga gleðina sem fyllti áhorfendur þegar rafsveit hans, Kiasmos, spilaði á tónleikum. Benjamin Hardman „Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
„Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira