Húðflúr er list líkamans Elín Albertsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 08:15 Svala er afar glæsileg kona og líkaminn fagurlega skreyttur. einkasafn Svala Björgvins söngkona er með fallega skreyttan líkama. Hún velur húðflúr gaumgæfilega. Svala er flutt heim til Íslands og hefur nóg að gera, er meðal annars að gefa út nýtt lag og myndband. Svala segir margt spennandi að gerast hjá sér þessa dagana. Ekki bara er hún flutt heim heldur hefur hún tekið að sér ýmis skemmtileg verkefni. „Nýja lagið mitt heitir For the Night en það er Sony í Danmörku sem dreifir því. Einnig var að koma út myndband við nýja lagið með mér og Reykjavíkurdætrum sem heitir Ekkert drama. Í haust og vetur kemur út fullt af nýrri tónlist með mér og alls konar spennandi verkefni eru framundan,“ segir hún. Svala var annars spurð út í áhuga sinn á húðflúri sem margir taka eftir þegar hún kemur fram. Svala var tvítug þegar fyrsta húðflúrið var hannað fyrir hana. „Það var dreki sem ég er með á maganum. Fjölnir hannaði það og flúraði á mig. Ég er fædd á ári drekans og þess vegna varð dreki fyrir valinu,“ segir hún. „Mig var búið að langa lengi að fá mér tattú, fannst það fallegt að safna list á líkamann. Ég hef verið að bæta við mig smátt og smátt. Mér finnst húðflúr æðislega fallegt á líkama fólks.“ Svala segist ekki vera hætt að fá sér tattú þótt hún sé þegar komin með nokkuð mörg. Svala segist vera fyrir alls konar hönnun. „Það eru svo geggjaðir listamenn sem eru að flúra og gera alls konar stíla. Ég get eiginlega ekki nefnt eitthvað eitt sem mér finnst flottara en annað. Síðan fer það líka eftir því hvernig týpa manneskjan er hvað fer henni best.“ Þegar Svala er spurð hvort hún fái innblástur eða fari bara eftir eigin hugviti þegar hún velur húðflúr, svarar hún: „Það er misjafnt. Ég fékk mér til dæmis ugluna og einhyrninginn úr Blade Runner, fyrstu myndinni því hún er ein af mínum uppáhaldsbíómyndum. Síðan fengum við mamma okkur sams konar tattú um daginn sem er „eternity triangle“. Rosa fallegt og mínímalískt. Þegar ég tók þátt í Eurovision í fyrra fékk ég mér stórt verk á bringuna eftir geggjaðan listamann frá Barcelona sem var að flúra á Memoria Collective en þangað fer ég alltaf í flúr á Íslandi. Fékk mér „sacred geometry tree of life“ sem ég er afar hrifin af,“ segir Svala sem er með flúr út um allt, eins og hún orðar það. „Á báðum handleggjum, maganum, á mjóbakinu og bringunni og ég er alls ekki hætt. Er að fara fá mér rosalega fallegt tattú á lærið sem Haukur á Memoria er að hanna fyrir mig. Ég er rosalega spennt fyrir því.Svala segir að maður þurfi að velja húðflúr eftir því hvernig týpan er.Það er endalaust hægt að finna falleg verk til að láta flúra á sig. Það getur líka farið eftir því hvar maður er staddur í lífinu hverju sinni.“En er einhver saga á bak við hvert flúr?„Það kemur fyrir. Ég er með japanskt „full sleeve“ á hægri handlegg og ég fékk mér það akkúrat ári eftir að ég lenti í mjög alvarlegu bílslysi. Ég vildi fá mér þetta „full sleeve“ til að fagna lífinu og hafa enga eftirsjá. Mjög góð vinkona mín, Sofia, hannaði það flúr á mig og það var virkilega eftirminnileg stund. Þurfti samt að fara fjórum sinnum til að láta klára allt verkið. Hver sessjón tók 5-6 klukkutíma. Þetta tók á en ég er samt furðu góð þegar það er verið að flúra mig. Þoli sársauka bara vel,“ viðurkennir söngkonan.Sannarlega kona með stíl.Hún segist vera mjög ánægð með öll húðflúrin. „Ég elska svarta stóra pardusinn sem ég er með á mjóbakinu. Hann er æðislegur. Ég elska kisur, stórar og litlar, og ég er sérstaklega ánægð með pardusinn,“ segir Svala sem er vinsæl á Instagram og vill fá fleiri fylgjendur með sér. „Þar kemur fram það helsta sem ég er að fást við,“ segir hún en Svala er með slóðina instagram.com/svalakali.Uglan sem Svala tók sér undir áhrifum frá kvikmyndinni úr Blade Runner. Birtist í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira
Svala Björgvins söngkona er með fallega skreyttan líkama. Hún velur húðflúr gaumgæfilega. Svala er flutt heim til Íslands og hefur nóg að gera, er meðal annars að gefa út nýtt lag og myndband. Svala segir margt spennandi að gerast hjá sér þessa dagana. Ekki bara er hún flutt heim heldur hefur hún tekið að sér ýmis skemmtileg verkefni. „Nýja lagið mitt heitir For the Night en það er Sony í Danmörku sem dreifir því. Einnig var að koma út myndband við nýja lagið með mér og Reykjavíkurdætrum sem heitir Ekkert drama. Í haust og vetur kemur út fullt af nýrri tónlist með mér og alls konar spennandi verkefni eru framundan,“ segir hún. Svala var annars spurð út í áhuga sinn á húðflúri sem margir taka eftir þegar hún kemur fram. Svala var tvítug þegar fyrsta húðflúrið var hannað fyrir hana. „Það var dreki sem ég er með á maganum. Fjölnir hannaði það og flúraði á mig. Ég er fædd á ári drekans og þess vegna varð dreki fyrir valinu,“ segir hún. „Mig var búið að langa lengi að fá mér tattú, fannst það fallegt að safna list á líkamann. Ég hef verið að bæta við mig smátt og smátt. Mér finnst húðflúr æðislega fallegt á líkama fólks.“ Svala segist ekki vera hætt að fá sér tattú þótt hún sé þegar komin með nokkuð mörg. Svala segist vera fyrir alls konar hönnun. „Það eru svo geggjaðir listamenn sem eru að flúra og gera alls konar stíla. Ég get eiginlega ekki nefnt eitthvað eitt sem mér finnst flottara en annað. Síðan fer það líka eftir því hvernig týpa manneskjan er hvað fer henni best.“ Þegar Svala er spurð hvort hún fái innblástur eða fari bara eftir eigin hugviti þegar hún velur húðflúr, svarar hún: „Það er misjafnt. Ég fékk mér til dæmis ugluna og einhyrninginn úr Blade Runner, fyrstu myndinni því hún er ein af mínum uppáhaldsbíómyndum. Síðan fengum við mamma okkur sams konar tattú um daginn sem er „eternity triangle“. Rosa fallegt og mínímalískt. Þegar ég tók þátt í Eurovision í fyrra fékk ég mér stórt verk á bringuna eftir geggjaðan listamann frá Barcelona sem var að flúra á Memoria Collective en þangað fer ég alltaf í flúr á Íslandi. Fékk mér „sacred geometry tree of life“ sem ég er afar hrifin af,“ segir Svala sem er með flúr út um allt, eins og hún orðar það. „Á báðum handleggjum, maganum, á mjóbakinu og bringunni og ég er alls ekki hætt. Er að fara fá mér rosalega fallegt tattú á lærið sem Haukur á Memoria er að hanna fyrir mig. Ég er rosalega spennt fyrir því.Svala segir að maður þurfi að velja húðflúr eftir því hvernig týpan er.Það er endalaust hægt að finna falleg verk til að láta flúra á sig. Það getur líka farið eftir því hvar maður er staddur í lífinu hverju sinni.“En er einhver saga á bak við hvert flúr?„Það kemur fyrir. Ég er með japanskt „full sleeve“ á hægri handlegg og ég fékk mér það akkúrat ári eftir að ég lenti í mjög alvarlegu bílslysi. Ég vildi fá mér þetta „full sleeve“ til að fagna lífinu og hafa enga eftirsjá. Mjög góð vinkona mín, Sofia, hannaði það flúr á mig og það var virkilega eftirminnileg stund. Þurfti samt að fara fjórum sinnum til að láta klára allt verkið. Hver sessjón tók 5-6 klukkutíma. Þetta tók á en ég er samt furðu góð þegar það er verið að flúra mig. Þoli sársauka bara vel,“ viðurkennir söngkonan.Sannarlega kona með stíl.Hún segist vera mjög ánægð með öll húðflúrin. „Ég elska svarta stóra pardusinn sem ég er með á mjóbakinu. Hann er æðislegur. Ég elska kisur, stórar og litlar, og ég er sérstaklega ánægð með pardusinn,“ segir Svala sem er vinsæl á Instagram og vill fá fleiri fylgjendur með sér. „Þar kemur fram það helsta sem ég er að fást við,“ segir hún en Svala er með slóðina instagram.com/svalakali.Uglan sem Svala tók sér undir áhrifum frá kvikmyndinni úr Blade Runner.
Birtist í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Fleiri fréttir „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Sjá meira