Landsliðskonurnar geta ekki fengið sér ís án þess að Phil viti af því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 15:30 Phil Neville aðstoðar leikmann í miðjum leik en aðstoðardómarinn er ekki alveg sáttur við hann. Visir/Getty Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, ætlar sér að fylgjast mjög vel með lífi leikmanna sinna á meðan hann er landsliðsþjálfari. Neville hefur meðal annar stofnað 30 WhatsApp samtalshópa eða einn við hvern leikmann og ætlar með því að fá að vita um allt sem er í gangi hjá stelpunum utan vallar. Hinn 41 árs gamli Phil tók við enska landsliðinu í janúar og getur komið enska liðinu á HM í Frakklandi 2019 með sigri á Wales í dag. Markmið hans með þessari miklu virkni á samfélagsmiðlum er að byggja upp gott samband við leikmenn sína en hann er í bandi við þær á hverjum degi. „Mín stærsta áskorun er að vera ekki í sambandi við leikmenn. Við erum með 30 WhatsApp hópa, einn fyrir hvern leikmann, en ég sendi þeim líka einkaskilaboð,“ sagði Phil Neville við BBC."If they have an ice cream, I know about it." Phil Neville has set up 30 (thirty!) WhatsApp chats to keep tabs on his England players.https://t.co/bohF53GLMkpic.twitter.com/j4qHDBlR8b — BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2018„Þetta er eina leiðin til að vera í stöðugu sambandi við þær. Það er mikilvægt fyrir mig að vita um allt sem er í gangi hjá þeim. Þú verður að byggja upp gott samband við leikmennina þína,“ sagði Neville. „Fyrsta mánuðinn þá var ég kannski að senda eitt til tvö skilaboð á viku en núna tala ég við hvern einasta leikmann á hverjum einasta degi,“ sagði Neville. „Við erum búin að búa til þennan nýja kúltur innan liðsins og nú eru leikmennirnir meira að segja farnar að senda mér skilaboð af fyrra bragði,“ sagði Neville. Ensku landsliðskonunar komast heldur ekki upp með neinn feluleik. „Ég veit allt um þeirra líf. Ég þekki nöfn hundanna þeirra, ég þekki maka þeirra og ég veit ef þær fara í bíó. Ég veit að þetta er mikið að vera með 30 WhatsApp samtalshópa en fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvað er í gangi. Ef þær fá sér ís þá mun ég vita af því,“ sagði Neville.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira