Umfjöllun: ÍBV - Víkingur 1-1 | Liðin skiptu stigunum á milli sín í Eyjum Einar Kristinn Kárason á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum skrifar 2. september 2018 16:45 vísir/bára Það var mikið undir þegar ÍBV tók á móti Víkingum á Hásteinsvelli í dag. 2 stig skildu liðin að en Eyjamenn voru í því 8. með 20 stig en Víkingar í því 10. með 20 stig. Heimaliðið hóf leikinn af miklum krafti og fengu hornspyrnu strax eftir nokkrar sekúndur sem gaf tóninn. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti svo góða fyrirgjöf frá vinstri ætlaða Kaj Leo í Bartalstovu en Andreas Larssen, markvörður Víkinga náði að handsama boltann. Þrátt fyrir öfluga byrjun voru það Víkingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Rick Ten Voorde átti frábæra fyrirgjöf frá hægri, milli varnar og markmanns, þar sem Geoffrey Castillion var mættur til að koma boltanum í netið. Gestirnir komnir yfir. Markið stuðaði Eyjamenn eilítið en þeir náðu fljótlega áttum og héldu sóknartilraunum sínum áfram. Það var svo eftir tæplega hálftíma leik að boltinn barst til Sindra Snæs Magnússonar inni í teig Víkinga. Sindri snéri vel á varnarmenn gestanna og náði fínu skoti að marki sem Andreas réð ekki við. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiks en það markverðasta sem gerðist var miður skemmtilegt. Aron Már Brynjarsson elti þá langa sendingu inn fyrir vörn ÍBV og lenti þar í samstuði við Halldór Pál Geirsson, markvörð Eyjamanna sem varð til þess að Aron lá eftir óvígur og kalla þurfti á lækni og börur. Hann fór svo með sjúkrabíl upp á spítala en líðan hans var ágæt skv. Loga Ólafssyni, þjálfara Víkinga. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þá bauð sá síðari ekki upp á sömu skemmtun. Eyjamenn voru þó ívið sterkari og Yvan Erichot átti tilraun sem fór rétt framhjá stönginni fjær eftir um 60.mínútna leik. Víðir Þorvarðarson var svo nálægt því að skora mark eftir sofandagang í vörn Víkinga en Andreas bjargaði vel. Hættulegasta færi Víkinga í síðari hálfleik var þegar Alex Freyr Hilmarsson átti skot sem varið var á línu þegar um 10.mínútur eftir lifðu leiks. Castillion fylgdi eftir en skot hans fór einnig af varnarmanni og heimamenn bægðu hættunni frá. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og stig á lið. Pepsi Max-deild karla
Það var mikið undir þegar ÍBV tók á móti Víkingum á Hásteinsvelli í dag. 2 stig skildu liðin að en Eyjamenn voru í því 8. með 20 stig en Víkingar í því 10. með 20 stig. Heimaliðið hóf leikinn af miklum krafti og fengu hornspyrnu strax eftir nokkrar sekúndur sem gaf tóninn. Gunnar Heiðar Þorvaldsson átti svo góða fyrirgjöf frá vinstri ætlaða Kaj Leo í Bartalstovu en Andreas Larssen, markvörður Víkinga náði að handsama boltann. Þrátt fyrir öfluga byrjun voru það Víkingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Rick Ten Voorde átti frábæra fyrirgjöf frá hægri, milli varnar og markmanns, þar sem Geoffrey Castillion var mættur til að koma boltanum í netið. Gestirnir komnir yfir. Markið stuðaði Eyjamenn eilítið en þeir náðu fljótlega áttum og héldu sóknartilraunum sínum áfram. Það var svo eftir tæplega hálftíma leik að boltinn barst til Sindra Snæs Magnússonar inni í teig Víkinga. Sindri snéri vel á varnarmenn gestanna og náði fínu skoti að marki sem Andreas réð ekki við. Jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði hálfleiks en það markverðasta sem gerðist var miður skemmtilegt. Aron Már Brynjarsson elti þá langa sendingu inn fyrir vörn ÍBV og lenti þar í samstuði við Halldór Pál Geirsson, markvörð Eyjamanna sem varð til þess að Aron lá eftir óvígur og kalla þurfti á lækni og börur. Hann fór svo með sjúkrabíl upp á spítala en líðan hans var ágæt skv. Loga Ólafssyni, þjálfara Víkinga. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þá bauð sá síðari ekki upp á sömu skemmtun. Eyjamenn voru þó ívið sterkari og Yvan Erichot átti tilraun sem fór rétt framhjá stönginni fjær eftir um 60.mínútna leik. Víðir Þorvarðarson var svo nálægt því að skora mark eftir sofandagang í vörn Víkinga en Andreas bjargaði vel. Hættulegasta færi Víkinga í síðari hálfleik var þegar Alex Freyr Hilmarsson átti skot sem varið var á línu þegar um 10.mínútur eftir lifðu leiks. Castillion fylgdi eftir en skot hans fór einnig af varnarmanni og heimamenn bægðu hættunni frá. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og stig á lið.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti