Sara væri til í að stríða liðsfélögum sínum á morgun en bíður með yfirlýsingarnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 15:00 Freyr Alexandersson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefði ekkert á móti því að stríða liðsfélögum sínum í Wolfsburg aðeins á morgun þegar að Ísland og Þýskaland mætast í undankeppni HM 2019. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM en Þýskaland þarf að fara í umspilið. Með Þýskalandi spila nokkrar vinkonur Söru úr þýska stórveldinu WfL Wolfsburg. „Það kitlar svolítið. Það myndi vera mjög skemmtilegt. Eftir fyrri leikinn var ekki mikið sagt. Það var hljótt í búningsklefanum. Við skulum bíða með yfirlýsingar samt," sagði Sara en hefur þessi leikur verið mikið ræddur á undirbúningstímabilinu hjá Wolfsburg? „Við höfum ekki rætt leikinn mikið. Við höfum meira rætt um veðrið og annað svona á léttu nótunum. Við höfum ekki sagt of mikið,“ sagði Sara. Miklar væntingar voru gerðar til stelpnanna á EM á síðasta ári en ekki gekk það eftir. Telur Sara að pressan og fjölmiðlafárið í kringum það mót hjálpi í þessum stórleik á morgun? „Það voru miklar kröfur settar á okkur fyrir EM og sjálfar settum við kröfur á okkur sem við stóðum ekki undir. Það var smá sjokk fyrir okkur. Við höfum samt spilað vel í undankeppninni, erum í frábærri stöðu og eigum það skilið,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir. Textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum má sjá hér að neðan.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefði ekkert á móti því að stríða liðsfélögum sínum í Wolfsburg aðeins á morgun þegar að Ísland og Þýskaland mætast í undankeppni HM 2019. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn á HM en Þýskaland þarf að fara í umspilið. Með Þýskalandi spila nokkrar vinkonur Söru úr þýska stórveldinu WfL Wolfsburg. „Það kitlar svolítið. Það myndi vera mjög skemmtilegt. Eftir fyrri leikinn var ekki mikið sagt. Það var hljótt í búningsklefanum. Við skulum bíða með yfirlýsingar samt," sagði Sara en hefur þessi leikur verið mikið ræddur á undirbúningstímabilinu hjá Wolfsburg? „Við höfum ekki rætt leikinn mikið. Við höfum meira rætt um veðrið og annað svona á léttu nótunum. Við höfum ekki sagt of mikið,“ sagði Sara. Miklar væntingar voru gerðar til stelpnanna á EM á síðasta ári en ekki gekk það eftir. Telur Sara að pressan og fjölmiðlafárið í kringum það mót hjálpi í þessum stórleik á morgun? „Það voru miklar kröfur settar á okkur fyrir EM og sjálfar settum við kröfur á okkur sem við stóðum ekki undir. Það var smá sjokk fyrir okkur. Við höfum samt spilað vel í undankeppninni, erum í frábærri stöðu og eigum það skilið,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir. Textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00 Fór fyrst í gallabuxur í 10. bekk og vildi fermast í HK-gallanum Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir getur ekki beðið eftir morgundeginum þegar að stelpurnar okkar mæta Þýskalandi fyrir fullu húsi. 31. ágúst 2018 12:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira
Við erum á góðri vegferð Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur tryggt sér sæti á HM með sigri á Þýskalandi á morgun. Hallbera Guðný Gísladóttir segir tilhlökkunina í íslenska hópnum fyrir leiknum mikla en veit að verkefnið er ærið. 31. ágúst 2018 08:00
Fór fyrst í gallabuxur í 10. bekk og vildi fermast í HK-gallanum Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir getur ekki beðið eftir morgundeginum þegar að stelpurnar okkar mæta Þýskalandi fyrir fullu húsi. 31. ágúst 2018 12:00
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn