Alonso prófar Indycar í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 13:30 Alonso í Indianapolis í fyrra. Hann tók sér frí frá Formúlu 1 til þess að keppa í þessum stærsta kappakstri heims. Vísir/Getty McLaren-liðið hefur staðfest að tvöfaldi Formúlu 1-meistarinn Fernando Alonso ætli að prófa Indycar-bíl í Bandaríkjunum í næstu viku. Stutt er síðan Alonso tilkynnti um að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið og mikið hefur verið rætt um að hann gæti haldið vestur um haf í Indycar-mótaröðina. Alonso mun prófa núverandi útgáfu Indycar-bíls Andretti Autosport liðsins á Barber-brautinni í Alabama á miðvikudag. Motorsport.com segir að prófunin verði lokuð fjölmiðlum og almenningi. Ekkert hefur verið staðfest um hvar Alonso ekur á næsta tímabili. Spánverjinn er þó sagður áhugasamur um að sigra í Indy 500-kappakstrinum og fullkomna þar með svonefnda „þrefalda kórónu“ aksturíþrótta: sigur í Indy, Mónakó og Les Mans. Vangaveltur hafa verið um að Alonso gæti að minnsta kosti keppt í Indy 500-kappakstrinum á næsta ári líkt og hann gerði í fyrra. Hann er þó talinn vilja keppa heilt tímabil vestanhafs til þess að auka möguleika sína á sigri í Indianapolis.McLaren boss @ZBrownCEO confirms that @alo_oficial will test an Indycar next week, as he looks at 2019 — Andrew Benson (@andrewbensonf1) August 31, 2018Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Indycar-kappaksturinn sem fór fram á Barber-brautinni í apríl. Formúla Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
McLaren-liðið hefur staðfest að tvöfaldi Formúlu 1-meistarinn Fernando Alonso ætli að prófa Indycar-bíl í Bandaríkjunum í næstu viku. Stutt er síðan Alonso tilkynnti um að hann ætlaði að hætta í Formúlu 1 eftir tímabilið og mikið hefur verið rætt um að hann gæti haldið vestur um haf í Indycar-mótaröðina. Alonso mun prófa núverandi útgáfu Indycar-bíls Andretti Autosport liðsins á Barber-brautinni í Alabama á miðvikudag. Motorsport.com segir að prófunin verði lokuð fjölmiðlum og almenningi. Ekkert hefur verið staðfest um hvar Alonso ekur á næsta tímabili. Spánverjinn er þó sagður áhugasamur um að sigra í Indy 500-kappakstrinum og fullkomna þar með svonefnda „þrefalda kórónu“ aksturíþrótta: sigur í Indy, Mónakó og Les Mans. Vangaveltur hafa verið um að Alonso gæti að minnsta kosti keppt í Indy 500-kappakstrinum á næsta ári líkt og hann gerði í fyrra. Hann er þó talinn vilja keppa heilt tímabil vestanhafs til þess að auka möguleika sína á sigri í Indianapolis.McLaren boss @ZBrownCEO confirms that @alo_oficial will test an Indycar next week, as he looks at 2019 — Andrew Benson (@andrewbensonf1) August 31, 2018Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá Indycar-kappaksturinn sem fór fram á Barber-brautinni í apríl.
Formúla Tengdar fréttir Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45 Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Alonso hættir í Formúlu 1 Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur gefið það út að hann muni hætta þátttöku í Formúlu 1 að keppnistímabilinu loknu. 14. ágúst 2018 15:45
Mikil spenna Indycar-aðdáenda fyrir tilkynningu Alonso Fernando Alonso ætlar að senda frá sér tilkynningu í dag. Margir spyrja sig hvort að hann ætli að söðla um og halda til Bandaríkjanna. 14. ágúst 2018 09:20