Fótbolti

Enginn Ronaldo, enginn áhugi, engir áhorfendur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það voru mörg auð sæti á Santiago Bernabeu í gærkvöldi.Hér fagna Real Madrid leikmennirnir marki.
Það voru mörg auð sæti á Santiago Bernabeu í gærkvöldi.Hér fagna Real Madrid leikmennirnir marki. Vísir/Getty
Það var „tómlegt“ í stúkunni á Santiago Bernabeu í gærkvöldi þegar Real Madrid lék sinn fyrsta deildarleik eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus.

Stefna Real Madrid undanfarin ár hefur verið að safna til sín súperstjörnum og engin þeirra var stærri en Portúgalinn Cristiano Ronaldo.

Ronaldo sagði bless við Madrid í haust og spænska stórliðið er ekki búinn að finna neina súperstjörnu í staðinn. Það eru vissulega fullt af þreföldum Evrópumeisturum ennþá í liðinu en það sakna margir Cristiano Ronaldo.





Þetta kom vel í ljós á áhorfendatölunum á Santiago Bernabeu í gærkvöldi þar sem „aðeins“ 48.466 manns létu sjá sig á leikvangi sem tekur yfir 81 þúsund manns í sæti.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo skoðaði áhorfendatölur á Santiago Bernabeu undanfarin tímabil og komst að mjög athyglisverði staðreynd.

Síðustu tveir heimaleikir Real Madrid sem hafa fengið minna en 50 þúsund áhorfendur eiga eitt sameiginlegt. Það var enginn Cristiano Ronaldo í félaginu.





Leikirnir eru síðasti leikur Real Madrid fyrir komu Cristiano Ronaldo (24. maí 2009) og fyrsti leikur Real Madrid eftir að félagið seldi Cristiano Ronaldo (19. ágúst 2018).

Það komu „aðeins“ 44.270 áhorfendur á síðasta deildarleik Real Madrid tímabilið 2008-09. Forráðamenn Real Madrid keyptu Ronaldo frá Manchester United um sumarið og hann átti mögnuð níu tímabil með félaginu.

Á þessum níu tímabilum skoraði Cristiano Ronaldo 450 mörk í 438 leikjum í öllum keppnum og vann alls fimmtán titla þar af Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina tvisvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×