Rapparinn Birnir hélt hlustunarpartý í harðfisksverksmiðju Bergþór Másson skrifar 20. ágúst 2018 20:45 Birnir og boðsgestir. Vignir Daði Valtýsson Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu, Matador, á Spotify í dag. Í gær fyllti hann tvær rútur af vinum og vandamönnum og flutti þá í gamla harðfisksverksmiðju í nágrenni við Krísuvík til þess að hlusta á hana áður en hún kæmi út. Hlustunarpartýinu var síðan streymt í beinni á Facebook. Fréttamaður Vísis var á svæðinu.Tvær rútur lögðu af stað frá Kjarvalsstöðum klukkan 20:00 og var staðsetningu viðburðarins leynt fyrir boðsgestum þangað til að í verksmiðjuna var komið.Um það bil 100 manns voru á svæðinu og var platan spiluð tvisvar sinnum í gegn við góðar undirtektir boðsgesta ásamt stuttum ræðuhöldum frá Birni sjálfum. Birnir þakkaði umboðsmanni sínum, Alexis Garcia, sérstaklega fyrir að skipuleggja viðburðinn í ræðu sinni ásamt því að bjóða gesti innilega velkomna og þakka þeim fyrir komuna. Eftir um það bil þrjár klukkustundir í verksmiðjunni flykktust gestirnir aftur í rúturnar og er óhætt að segja að langflestir hafi verið sáttir og sælir eftir ánægjulega kvöldstund í harðfisksverksmiðjunni. Vignir Daði Valtýsson, meðleikstjóri og upptökumaður OMG myndbandsins, tók allar myndirnar hér að neðan. Fólk kemur úr rútunum yfir í veisluhöldin. Tónlistarmennirnir JóiPé og Huginn ganga þarna fremstir í flokki.Vignir Daði Valtýsson Egill Ástráðsson, Arnar Ingi, Birnir, Alexis Garcia og Joey Christ.Vignir Daði Valtýsson Glatt á hjalla hjá Birni og Aron Can.Vignir Daði Valtýsson Tengdar fréttir Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01 Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu, Matador, á Instagram síðu sinni. 11. ágúst 2018 16:45 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu, Matador, á Spotify í dag. Í gær fyllti hann tvær rútur af vinum og vandamönnum og flutti þá í gamla harðfisksverksmiðju í nágrenni við Krísuvík til þess að hlusta á hana áður en hún kæmi út. Hlustunarpartýinu var síðan streymt í beinni á Facebook. Fréttamaður Vísis var á svæðinu.Tvær rútur lögðu af stað frá Kjarvalsstöðum klukkan 20:00 og var staðsetningu viðburðarins leynt fyrir boðsgestum þangað til að í verksmiðjuna var komið.Um það bil 100 manns voru á svæðinu og var platan spiluð tvisvar sinnum í gegn við góðar undirtektir boðsgesta ásamt stuttum ræðuhöldum frá Birni sjálfum. Birnir þakkaði umboðsmanni sínum, Alexis Garcia, sérstaklega fyrir að skipuleggja viðburðinn í ræðu sinni ásamt því að bjóða gesti innilega velkomna og þakka þeim fyrir komuna. Eftir um það bil þrjár klukkustundir í verksmiðjunni flykktust gestirnir aftur í rúturnar og er óhætt að segja að langflestir hafi verið sáttir og sælir eftir ánægjulega kvöldstund í harðfisksverksmiðjunni. Vignir Daði Valtýsson, meðleikstjóri og upptökumaður OMG myndbandsins, tók allar myndirnar hér að neðan. Fólk kemur úr rútunum yfir í veisluhöldin. Tónlistarmennirnir JóiPé og Huginn ganga þarna fremstir í flokki.Vignir Daði Valtýsson Egill Ástráðsson, Arnar Ingi, Birnir, Alexis Garcia og Joey Christ.Vignir Daði Valtýsson Glatt á hjalla hjá Birni og Aron Can.Vignir Daði Valtýsson
Tengdar fréttir Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01 Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu, Matador, á Instagram síðu sinni. 11. ágúst 2018 16:45 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30
Birnir gefur út plötuna Matador Rapparinn Birnir gaf út sína fyrstu plötu í nótt. 20. ágúst 2018 16:01
Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu, Matador, á Instagram síðu sinni. 11. ágúst 2018 16:45
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“