Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Maccabi Tel Aviv er liðið tapaði 3-1 gegn norska liðinu Sarpsborg í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Sarpsborg, sem sló út ÍBV í fyrstu umferð keppninnar, komst í 2-0 á fyrstu sjö mínútunum áður en Viðar Örn minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 13. mínútu.
Sarpsborg fékk svo vítaspyrnu á 56. mínútu og eru í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram í Ísrael eftir viku. Liðið sem vinnur þessa viðureign fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 71. mínútu er Malmö gerði 2-2 jafntefli við Midtjylland á heimavelli. Síðari leikurinn fer fram í Danmörku í næstu viku.
Hannes Þór Halldórsson var ekki í leikmannahópi Qarbag vegna meiðsla er liðið tapaði 1-0 fyrir Vals-bönunum í Sheriff á útivelli. Leikið verður í Bakú í næstu viku en óvíst er hvort Hannes verði klár fyrir þann leik.
