Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 4-1 | KR ætlar sér í Evrópu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 26. ágúst 2018 17:45 Pálmi Rafn Pálmason setti tvö mörk í dag vísir/bára KR vann mikilvægan sigur í baráttunni um Evrópusæti þegar þeir unnu ÍBV 4-1 á Alvogen-vellinum í dag. Vesturbæingarnir voru töluvert betra liðið í dag eins og staðan gefur til kynna. Kennie Chopart var frábær allan leikinn og var ekki lengi að koma KR yfir þegar hann skoraði á 10. mínútu. KR-ingar voru miklu betra liðið í fyrri hálfleik og voru miklu meira með boltann. Næsta mark kom á 31. mínútu þegar Pálmi Rafn Pálmason skoraði úr vítaspyrnu fyrir KR, KR fékk vítaspyrnuna eftir að Kennie Chopart var tekinn niður í vítateignum. Á 36. mínútu var það aftur Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum, í þetta skipti var það líka Kennie Chopart sem fiskaði vítaspyrnuna. Eyjamenn fengu sitt eina alvöru færi í fyrri hálfleik í stöðunni 1-0 fyrir KR þegar Atli Arnarsson fékk boltann í frábærri stöðu en rann áður en hann gat sparkað boltanum í markið. Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð rólega og var lítið um færi fyrr en Finnur Orri Margeirsson skoraði fjórða mark KR á 63. mínútu. Sindri Snær Magnússon fyrirliði Eyjamanna minnkaði muninn í 4-1 á 74. mínútu með laglegri aukaspyrnu. KRingar héldu áfram að sækja alveg fram að seinustu mínútu og hefðu alveg getað skorað fleiri mörk í þessum leik.Afhverju vann KR? KR var bara miklu betra liðið í alla staði. Eyjamenn gátu ekkert haldið boltanum þegar Vesturbæingarnir pressuðu eitthvað á þá og svo var varnarleikur Eyjamanna ekki í lagi.Hverjir stóðu upp úr? Kennie Chopart framherji KR var frábær í leiknum og á stóran hlut í öllum mörkunum. Annars voru eiginlega bara allir leikmenn KR góðir í þessum leik, Óskar Örn og Björgvin Stefáns alltaf hættulegir, Pálmi kláraði vítin sín. Atli Sigurjóns var gríðarlega sprækur eftir að hann kom inná. Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV varði oft vel þrátt fyrir að fá á sig 4 mörk í þessum leik. Tvö af mörkunum voru víti og hin tvö voru frákast mörk. Hvað gekk illa? Allt hjá ÍBV eiginlega bara, komu sér nánast aldrei í færi. Eyjamenn áttu gríðarlega erfitt með að halda boltanum.Hvað gerist næst? KR-ingar fara í Hafnarfjörðinn og spila gríðarlega mikilvægan leik gegn FH í baráttunni um Evrópusæti. Eyjamenn fá Víking Reykjavík í heimsókn og geta í þeim leik tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu með 3 umferðir eftir. Rúnar Kristinssonvísir/ernirRúnar: Spiluðum góðan fótbolta „Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins, við spiluðum góðan fótbolta, við lögðum á okkur mikla vinnu því það þarf til til að vinna Eyjamennina. Þeir eru búnir að vera á mikilli siglingu, eru með gott lið. Það þarf alltaf að geta barist í gegnum fyrstu tæklingarnar og vinna boltann áður en þú getur farið að spila honum og við gerðum það vel,” sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leik liðsins hér í dag en KR var betra liðið allan leikinn. „Já já, það er erfitt fyrir þessa ungu stráka að koma inn, ég gaf þeim eins margar mínútur og ég gat í dag og það er gaman fyrir þá að fá mínútur og þeir verða að reyna að nýta þær vel og læra og þetta þarf bara að gerast oftar þannig að þeir svona vaxi aðeins inn í þetta. Þeir voru dálítið feimnir í byrjun og þorðu kannski ekki að spila fram á við eða sóla þeir voru hræddir og spila oft tilbaka, það er oft eðli ungra drengja þegar þeir fá sénsinn en það er markmiðið með þessu að venju þá við það að koma inná og venja þá við það að spila á meðal þeirra bestu í Pepsi,” sagði Rúnar um frammistöðu Hjalta Sigurðssonar og Stefáns Árna Geirssonar sem eru báðir fæddir árið 2000 og komu inná fyrir KR í dag. „Já ég sé það ekki héðan en þetta var innanfótarspyrna sem fór beint í markið og varla snúningur á boltanum þannig að þetta hefur verið illa uppstiltur veggur eða menn hafa verið að færa sig eitthvað til í veggnum, hlutur sem gerist og maður er ósáttur við það, ég hefði viljað halda hreinu. Úr því að við vorum búnir að skora fjögur þá var þetta svo sem ekki mikil hætta,” sagði Rúnar aðspurður hvort veggurinn hafi verið eitthvað rangt uppstilltur þegar Sindri Snær Magnússon skoraði eina mark Eyjamanna úr aukaspyrnu. „Nei það eru fjórir leikir eftir fyrir okkur og það eru fullt af stigum í pottinum þannig að þetta verður ekkert úrslitaleikur en auðvitað getur hann hjálpað okkur að nálgast okkar markmið að vera í topp fjórum og ná Evrópusæti. Við förum bara þangað með bjartsýni í huga og trú um að við getum tekið allavega stig af þeim og vonandi þrjú eins og við reynum alltaf, en FH er með gott lið líka og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik,” sagði Rúnar aðspurður hvort næsti leikur sem er gegn FH sé úrslitaleikur um að komast í Evrópudeildina á næsta ári.Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.vísir/báraKristján: Svolítið þreyttir á þessum skiptidílum „Við bara sýndum veikleikamerki í byrjun leiksins sem að KRingarnir gengu bara á lagið og tóku okkur bara í gegn,” hafði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV að segja um hvað fór úrskeiðis hjá sínum mönnum í dag. „Já mun öðruvísi, við erum orðnir svolítið þreyttir á þessum skiptidílum það má alveg fara að sleppa þessu,” sagði Kristján aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir mun á dómaranum frá Wales og þeim íslensku. „Nei nei, það eru fjórir leikir eftir þannig að við höfum alveg markmið sem við förum alveg eftir og við þurfum bara fyrst og fremst að skoða okkur hver og einn hvernig við nálguðumst þennan leik í dag og sjá svona hvort við getum ekki unnið okkur tilbaka úr þessu,” sagði Kristján þegar hann var spurður hvort að honum næsti leikur gegn Víking væri lykilleikur til að tryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni. „Erfiðar spurningar maður. Ekki eins og er, veðrið, það var fínt,” sagði Kristján um hvort það mætti taka eitthvað jákvætt úr leiknum í dag.Finnur Orri Margeirsson skoraði fyrsta deildarmark sitt í sínum 199. A-deildarleikvísir/báraFinnur Orri: Mjög ánægður með þennan leik „Já ég er mjög ánægður þennan leik, við héldum áfram, við vorum mjög aggresívir þótt að við hefðum verið komnir þrjú og fjögur núll yfir og börðum vel á þeim. Vorum þéttir og bara spiluðum þetta mjög þroskað eins og við höfum verið að gera undanfarið,” sagði Finnur Orri Margeirsson leikmaður KR aðspurður hvort hann væri ánægður leikinn hér í dag. „Það var bara helvíti fínt sko, alvöru slútt og gott að vera búinn að koma þessu frá,” sagði KR um hvernig það hefði verið að skora sitt fyrsta Pepsi-deildar mark í dag. „Kannski svona þegar maður pælir í því, en eins og ég sagði ekkert þannig kannski, hann bara svona hélt sinni línu, flautaði kannski aðeins öðruvísi en íslensku dómararnir en eins og ég sagði hélt sinni línu svona meira og minna held ég,” sagði Finnur um Rob Jenkins dómara leiksins en hann kemur frá Wales og var að dæma hérna sem hluti af samstarfsverkefni sem KSÍ tekur þátt í. Pepsi Max-deild karla
KR vann mikilvægan sigur í baráttunni um Evrópusæti þegar þeir unnu ÍBV 4-1 á Alvogen-vellinum í dag. Vesturbæingarnir voru töluvert betra liðið í dag eins og staðan gefur til kynna. Kennie Chopart var frábær allan leikinn og var ekki lengi að koma KR yfir þegar hann skoraði á 10. mínútu. KR-ingar voru miklu betra liðið í fyrri hálfleik og voru miklu meira með boltann. Næsta mark kom á 31. mínútu þegar Pálmi Rafn Pálmason skoraði úr vítaspyrnu fyrir KR, KR fékk vítaspyrnuna eftir að Kennie Chopart var tekinn niður í vítateignum. Á 36. mínútu var það aftur Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum, í þetta skipti var það líka Kennie Chopart sem fiskaði vítaspyrnuna. Eyjamenn fengu sitt eina alvöru færi í fyrri hálfleik í stöðunni 1-0 fyrir KR þegar Atli Arnarsson fékk boltann í frábærri stöðu en rann áður en hann gat sparkað boltanum í markið. Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð rólega og var lítið um færi fyrr en Finnur Orri Margeirsson skoraði fjórða mark KR á 63. mínútu. Sindri Snær Magnússon fyrirliði Eyjamanna minnkaði muninn í 4-1 á 74. mínútu með laglegri aukaspyrnu. KRingar héldu áfram að sækja alveg fram að seinustu mínútu og hefðu alveg getað skorað fleiri mörk í þessum leik.Afhverju vann KR? KR var bara miklu betra liðið í alla staði. Eyjamenn gátu ekkert haldið boltanum þegar Vesturbæingarnir pressuðu eitthvað á þá og svo var varnarleikur Eyjamanna ekki í lagi.Hverjir stóðu upp úr? Kennie Chopart framherji KR var frábær í leiknum og á stóran hlut í öllum mörkunum. Annars voru eiginlega bara allir leikmenn KR góðir í þessum leik, Óskar Örn og Björgvin Stefáns alltaf hættulegir, Pálmi kláraði vítin sín. Atli Sigurjóns var gríðarlega sprækur eftir að hann kom inná. Halldór Páll Geirsson markvörður ÍBV varði oft vel þrátt fyrir að fá á sig 4 mörk í þessum leik. Tvö af mörkunum voru víti og hin tvö voru frákast mörk. Hvað gekk illa? Allt hjá ÍBV eiginlega bara, komu sér nánast aldrei í færi. Eyjamenn áttu gríðarlega erfitt með að halda boltanum.Hvað gerist næst? KR-ingar fara í Hafnarfjörðinn og spila gríðarlega mikilvægan leik gegn FH í baráttunni um Evrópusæti. Eyjamenn fá Víking Reykjavík í heimsókn og geta í þeim leik tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu með 3 umferðir eftir. Rúnar Kristinssonvísir/ernirRúnar: Spiluðum góðan fótbolta „Ég er gríðarlega ánægður með leik liðsins, við spiluðum góðan fótbolta, við lögðum á okkur mikla vinnu því það þarf til til að vinna Eyjamennina. Þeir eru búnir að vera á mikilli siglingu, eru með gott lið. Það þarf alltaf að geta barist í gegnum fyrstu tæklingarnar og vinna boltann áður en þú getur farið að spila honum og við gerðum það vel,” sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leik liðsins hér í dag en KR var betra liðið allan leikinn. „Já já, það er erfitt fyrir þessa ungu stráka að koma inn, ég gaf þeim eins margar mínútur og ég gat í dag og það er gaman fyrir þá að fá mínútur og þeir verða að reyna að nýta þær vel og læra og þetta þarf bara að gerast oftar þannig að þeir svona vaxi aðeins inn í þetta. Þeir voru dálítið feimnir í byrjun og þorðu kannski ekki að spila fram á við eða sóla þeir voru hræddir og spila oft tilbaka, það er oft eðli ungra drengja þegar þeir fá sénsinn en það er markmiðið með þessu að venju þá við það að koma inná og venja þá við það að spila á meðal þeirra bestu í Pepsi,” sagði Rúnar um frammistöðu Hjalta Sigurðssonar og Stefáns Árna Geirssonar sem eru báðir fæddir árið 2000 og komu inná fyrir KR í dag. „Já ég sé það ekki héðan en þetta var innanfótarspyrna sem fór beint í markið og varla snúningur á boltanum þannig að þetta hefur verið illa uppstiltur veggur eða menn hafa verið að færa sig eitthvað til í veggnum, hlutur sem gerist og maður er ósáttur við það, ég hefði viljað halda hreinu. Úr því að við vorum búnir að skora fjögur þá var þetta svo sem ekki mikil hætta,” sagði Rúnar aðspurður hvort veggurinn hafi verið eitthvað rangt uppstilltur þegar Sindri Snær Magnússon skoraði eina mark Eyjamanna úr aukaspyrnu. „Nei það eru fjórir leikir eftir fyrir okkur og það eru fullt af stigum í pottinum þannig að þetta verður ekkert úrslitaleikur en auðvitað getur hann hjálpað okkur að nálgast okkar markmið að vera í topp fjórum og ná Evrópusæti. Við förum bara þangað með bjartsýni í huga og trú um að við getum tekið allavega stig af þeim og vonandi þrjú eins og við reynum alltaf, en FH er með gott lið líka og við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik,” sagði Rúnar aðspurður hvort næsti leikur sem er gegn FH sé úrslitaleikur um að komast í Evrópudeildina á næsta ári.Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV.vísir/báraKristján: Svolítið þreyttir á þessum skiptidílum „Við bara sýndum veikleikamerki í byrjun leiksins sem að KRingarnir gengu bara á lagið og tóku okkur bara í gegn,” hafði Kristján Guðmundsson þjálfari ÍBV að segja um hvað fór úrskeiðis hjá sínum mönnum í dag. „Já mun öðruvísi, við erum orðnir svolítið þreyttir á þessum skiptidílum það má alveg fara að sleppa þessu,” sagði Kristján aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir mun á dómaranum frá Wales og þeim íslensku. „Nei nei, það eru fjórir leikir eftir þannig að við höfum alveg markmið sem við förum alveg eftir og við þurfum bara fyrst og fremst að skoða okkur hver og einn hvernig við nálguðumst þennan leik í dag og sjá svona hvort við getum ekki unnið okkur tilbaka úr þessu,” sagði Kristján þegar hann var spurður hvort að honum næsti leikur gegn Víking væri lykilleikur til að tryggja sæti sitt í Pepsi-deildinni. „Erfiðar spurningar maður. Ekki eins og er, veðrið, það var fínt,” sagði Kristján um hvort það mætti taka eitthvað jákvætt úr leiknum í dag.Finnur Orri Margeirsson skoraði fyrsta deildarmark sitt í sínum 199. A-deildarleikvísir/báraFinnur Orri: Mjög ánægður með þennan leik „Já ég er mjög ánægður þennan leik, við héldum áfram, við vorum mjög aggresívir þótt að við hefðum verið komnir þrjú og fjögur núll yfir og börðum vel á þeim. Vorum þéttir og bara spiluðum þetta mjög þroskað eins og við höfum verið að gera undanfarið,” sagði Finnur Orri Margeirsson leikmaður KR aðspurður hvort hann væri ánægður leikinn hér í dag. „Það var bara helvíti fínt sko, alvöru slútt og gott að vera búinn að koma þessu frá,” sagði KR um hvernig það hefði verið að skora sitt fyrsta Pepsi-deildar mark í dag. „Kannski svona þegar maður pælir í því, en eins og ég sagði ekkert þannig kannski, hann bara svona hélt sinni línu, flautaði kannski aðeins öðruvísi en íslensku dómararnir en eins og ég sagði hélt sinni línu svona meira og minna held ég,” sagði Finnur um Rob Jenkins dómara leiksins en hann kemur frá Wales og var að dæma hérna sem hluti af samstarfsverkefni sem KSÍ tekur þátt í.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti