Þjóðverjarnir sakna þriggja úr íslenska kvennalandsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 16:00 Dagný Brynjarsdóttir tæklar hér þýsku landsliðskonuna Önnu Blaesse í fyrri leik þjóðanna. Vísir/Getty Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Þýska knattspyrnusambandið segir frá landsliðshóp kvennalandsliðs Íslands á heimasíðu sinni en Ísland og Þýskalandi eru að fara spila úrslitaleik um sigur í riðlinum á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Íslensku stelpurnar tryggja sér sæti á HM með sigri en jafntefli og sigur á Tékkum þremur dögum síðar gætu líka komið íslenska kvennalandsliðinu inn á HM í fyrsta sinn. Í fréttinni á heimasíðu þýska sambandsins er talað um nýliðana tvo, hina 18 ára Alexöndru Jóhannsdóttur og hina 23 ára gömlu Telmu Hjaltalín Þrastardóttur, auk þess að segja frá endurkomu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í íslenska landsliðið eftir hásinarmeiðsli. Í fréttinni er ennfremur sagt frá því að inn í liðið séu komnar aftur þær Guðrún Arnardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir frá því í fyrri leiknum. Þá er bent á það að elsti leikmaður íslenska hópsins að þessu sinni sé Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvaldssonar sem á sínum tíma gerði garðinn frægann í þýsku deildinni. Þjóðverjarnir sakna aftur á móti þriggja leikmanna í þessum hóp. Ein af þeim er Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Íslands á Þýskalandi í fyrri leiknum út í Þýskalandi. Þjóðverjarnir þakka fyrir það enda ætti þeir að þekkja vel til Dagnýjar sem varð á sínum tíma þýskur meistari með Bayern München. Hinar tvær sem er fjallað um í greininni á heimasíðu þýska sambandsins og eiga að vera fjarverandi eru þær Katrín Ásbjörnsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir. Þeir þýsku eru samt ekki alveg að fylgjast nógu vel með því Freyr Alexandersson valdi Önnu Björk í hópinn sinn. Katrín er hins vegar ekki með. Leikur Íslands og Þýskalands fer fram á Laugardalsvellinum á laugardaginn og hefst klukkan 15.00. Ísland er á toppi riðilsins, en Þýskaland er aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Það má finna alla fréttina með því að smella hér. Íslenski hópurinn er annars hér fyrir neðan:Markverðir Guðbjörg Gunnarsdóttir Sandra Sigurðardóttir Sonný Lára ÞráinsdóttirVarnarmenn Rakel Hönnudóttir Guðrún Arnardóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Sif Atladóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir Anna Rakel PétursdóttirMiðjumenn Svava Rós Guðmundsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir Selma Sól Magnúsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Sandra María JessenSóknarmenn Agla María Albertsdóttir Elín Metta Jensen Berglind Björg Þorvaldsdóttir Fanndís Friðriksdóttir Telma Hjaltalín Þrastardóttir
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira