Stórveldin mætast í hundrað manna risaborðspili Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. ágúst 2018 06:00 Tugir manna geta tekið þátt í Watch the Skies. Hópur spilaáhugamanna stefnir að því að spila risaspilið Watch the Skies á Íslandi á næstunni. Einn af stjórnendum spilsins segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á viðburðinum. „Ég held þetta sé eitthvað sem er að springa út. Ég heyrði af þessu í framhjáhlaupi síðustu helgi og varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn af forsprökkum hópsins. Til að spila Watch the Skies þarf minnst tugi leikmanna og geta þeir verið fleiri en hundrað þegar mest lætur. Hlynur Páll Pálsson. Í upphafi spilsins hafa geimverur birst á jörðinni og þurfa stórveldi heimsins að taka ákvörðun um hvernig best sé að taka á komu þeirra. Mögulegar útkomur leiksins eru gífurlega margar og veltur það allt á því hvaða ákvarðanir þjóðirnar taka. „Þjóðirnar geta unnið saman eða ekki. Þá vita leikmenn ekki hvort geimverurnar eru vinveittar eða óvinveittar og slíkt hefur áhrif á aðgerðir hvers og eins,“ segir Hlynur. Hver leikmaður hvers stórveldis hefur ákveðið hlutverk. Einn bregður sér í hlutverk forsætisráðherra, annar nokkurs konar utanríkisráðherra, enn annar er vísindamaður og þá er þar einnig að finna hernaðarmálaráðherra. Hvert og eitt hlutverk vinnur síðan með, eða á móti, starfsbræðrum sínum. Blaðamenn hafa síðan það hlutverk að fylgjast með öllu heila klabbinu og segja íbúum hins ímyndaða heims hvað er að gerast í veröldinni. „Þetta er í raun blanda af hinu gamla Diplomacy, „larpi“ og borðspili. Ekki er hægt að kaupa spilið í þar til gerðum kassa heldur kaupirðu teikningar sem síðan þarf að prenta út. Hlutirnir í spilinu eru fjölmargir, til að mynda er um þrjú þúsund spila stokkur sem fylgir með,“ segir Hlynur. Áhugasamir geta fylgst með framvindunni í Facebook-hópnum Borðspilaspjallið. Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Hópur spilaáhugamanna stefnir að því að spila risaspilið Watch the Skies á Íslandi á næstunni. Einn af stjórnendum spilsins segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á viðburðinum. „Ég held þetta sé eitthvað sem er að springa út. Ég heyrði af þessu í framhjáhlaupi síðustu helgi og varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn af forsprökkum hópsins. Til að spila Watch the Skies þarf minnst tugi leikmanna og geta þeir verið fleiri en hundrað þegar mest lætur. Hlynur Páll Pálsson. Í upphafi spilsins hafa geimverur birst á jörðinni og þurfa stórveldi heimsins að taka ákvörðun um hvernig best sé að taka á komu þeirra. Mögulegar útkomur leiksins eru gífurlega margar og veltur það allt á því hvaða ákvarðanir þjóðirnar taka. „Þjóðirnar geta unnið saman eða ekki. Þá vita leikmenn ekki hvort geimverurnar eru vinveittar eða óvinveittar og slíkt hefur áhrif á aðgerðir hvers og eins,“ segir Hlynur. Hver leikmaður hvers stórveldis hefur ákveðið hlutverk. Einn bregður sér í hlutverk forsætisráðherra, annar nokkurs konar utanríkisráðherra, enn annar er vísindamaður og þá er þar einnig að finna hernaðarmálaráðherra. Hvert og eitt hlutverk vinnur síðan með, eða á móti, starfsbræðrum sínum. Blaðamenn hafa síðan það hlutverk að fylgjast með öllu heila klabbinu og segja íbúum hins ímyndaða heims hvað er að gerast í veröldinni. „Þetta er í raun blanda af hinu gamla Diplomacy, „larpi“ og borðspili. Ekki er hægt að kaupa spilið í þar til gerðum kassa heldur kaupirðu teikningar sem síðan þarf að prenta út. Hlutirnir í spilinu eru fjölmargir, til að mynda er um þrjú þúsund spila stokkur sem fylgir með,“ segir Hlynur. Áhugasamir geta fylgst með framvindunni í Facebook-hópnum Borðspilaspjallið.
Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira