Upphitun: Eldheitir Ítalir á Monza Bragi Þórðarson skrifar 30. ágúst 2018 21:30 Fagnar Ferrari loks sigri fyrir framan stuðningsmenn sína? Vísir/Getty Formúlan heldur áfram um helgina og nú er komið að 14. umferðinni þar sem keppt verður á hinni sögufrægu Monza braut á Ítalíu. Ferrari er á heimavelli og vell stutt af ástríðufullum stuðningsmönnum. Eftir sigur Sebastian Vettel í belgíska kappakstrinum um síðustu helgi er ítalska liðið sem stendur 15 stigum á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. Ferrari hefur sýnt það í undanförnum keppnum að liðið er með hraðasta bílinn, það kom sérstaklega í ljós í Belgíu. Á Monza brautinni, rétt eins og Spa, er aðalatriðið að vera með góða og aflmikla vél. Mercedes hefur verið með aflmestu vélarnar undanfarin ár en nú er orðin breyting á, eins og Ferrari sýndi fyrir viku.Vettel var þriðji á Monza í fyrravísir/gettyLíkurnar eru því meiri heldur en minni á að rauðu bílarnir munu standa sig um helgina og trylla ítölsku áhorfendurnar, sem kallaðir eru tifosi. Fyrst var keppt á Monza árið 1921 og er það að sjálfsögðu Ferrari sem á flesta sigra á brautinni, 19 talsins. Liðið hefur þó ekki unnið á heimavelli síðan að Fernando Alonso vann á brautinni árið 2010. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og byrjar kappaksturinn klukkan 12:50 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlan heldur áfram um helgina og nú er komið að 14. umferðinni þar sem keppt verður á hinni sögufrægu Monza braut á Ítalíu. Ferrari er á heimavelli og vell stutt af ástríðufullum stuðningsmönnum. Eftir sigur Sebastian Vettel í belgíska kappakstrinum um síðustu helgi er ítalska liðið sem stendur 15 stigum á eftir Mercedes í keppni bílasmiða. Ferrari hefur sýnt það í undanförnum keppnum að liðið er með hraðasta bílinn, það kom sérstaklega í ljós í Belgíu. Á Monza brautinni, rétt eins og Spa, er aðalatriðið að vera með góða og aflmikla vél. Mercedes hefur verið með aflmestu vélarnar undanfarin ár en nú er orðin breyting á, eins og Ferrari sýndi fyrir viku.Vettel var þriðji á Monza í fyrravísir/gettyLíkurnar eru því meiri heldur en minni á að rauðu bílarnir munu standa sig um helgina og trylla ítölsku áhorfendurnar, sem kallaðir eru tifosi. Fyrst var keppt á Monza árið 1921 og er það að sjálfsögðu Ferrari sem á flesta sigra á brautinni, 19 talsins. Liðið hefur þó ekki unnið á heimavelli síðan að Fernando Alonso vann á brautinni árið 2010. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina og byrjar kappaksturinn klukkan 12:50 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira