Bíó og sjónvarp

Michael Caine varpar ljósi á enda Inception

Samúel Karl Ólason skrifar
Michael Caine.
Michael Caine. Vísir/Getty
Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu.

Var snældan að hætta að snúast eða ekki?

Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax.

Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.

Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því.

„Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“

Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.