Michael Caine varpar ljósi á enda Inception Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 14:45 Michael Caine. Vísir/Getty Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu. Var snældan að hætta að snúast eða ekki? Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax. Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því. „Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“ Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður. Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Frá örófi alda, eða allavega aftur til 2010, hefur fólk velt endinum á myndinni Inception eftir Christopher Nolan fyrir sér. Hann hefur lengi verið á milli tannanna á fólki. Var Dom Cobb (Leonardo DiCaprio) enn sofandi? Var hann vaknaður og raunverulega kominn heim til barna sinna? Það hefur aldrei legið fyrir að fullu. Var snældan að hætta að snúast eða ekki? Christopher Nolan hefur sagt að það skipti í rauninni ekki máli. Hver megi hafa sína skoðun og það sem skipti máli sé að Cobb hafi verið sáttur hvort sem væri. Hann sá börnin sín og gleymdi snældunni strax. Leikarinn Michael Caine hefur þó varpað ljósi á málið. Það gerði hann á sérstakri sýningu myndarinnar í Bretlandi.Samkvæmt Independent áttaði Caine sig ekki á því hvað væri draumur og hvað ekki þegar hann var að lesa handritið og spurði hann því Nolan að því. „Hann sagði, „Sko ef þú ert í senunni er hún raunveruleg.“ Áttið þið ykkur á því að ef ég er í henni er hún raunveruleg. Ef ég er ekki í henni er hún draumur.“ Hananú. Það þýðir bara eitt. Cobb var vaknaður. Hann var laus við alla sína bagga og kominn heim til barna sinna og tengdaföður.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira