Rikki G hleypur tíu kílómetra í kleinuhringjabúningi og landsliðsmenn dæla peningum í málefnið Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2018 10:30 Aron Pálmarsson og Aron Einar hafa gefið 250.000 krónur í söfnun Rikka. Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 og íþróttalýsari hjá Stöð 2 Sport, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og mun hann hlaupa klæddur í kleinuhringjabúning. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, byrjaði á sínum tíma að kalla Rikka G kleinuhringinn og hefur stundum gengið svo langt að kalla hann kleinuhringjadraslið. Gælunafnið hefur náð ágætis fótfestu og er til að mynda komin sjeik á veitingastaðnum Shake & Pizza sem ber einfaldlega nafnið Kleinuhringurinn, en þar má sjá mynd af Rikka sjálfum. Til að byrja með ætlaði Ríkharð að taka skemmtiskokkið og hlaupa þrjá kílómetra í búningnum, en þá fóru margir að skora á hann að taka tíu kílómetra. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lofaði til að mynda 150.000 krónum til stuðnings Rikka ef hann færi tíu kílómetra og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur lofað 100.000 krónum. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra. Hann setti sér það markmið að safna 500.000 krónum og þá myndi hann hlaupa í kleinuhringjabúningi.En er Ríkharð stressaður fyrir verkefninu?„Stressaður og ekki stressaður. Þessa vegalengd hef ég ekki hlaupið í háa herrans tíð. Skrokkurinn er ekki upp á sitt besta svo það er spennu- og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G sem hefur undanfarin ár einbeitt sér mest að golfinu og þykir hann mjög góður á því sviði. „Helsta ástæðan að ég tók þessa ákvörðun um að lengja hlaupið eru vinir mínir og þjálfarinn minn Auðunn Blöndal sem hafa lesið yfir mér fyrir að hafa ætlað að hlaupa svona stutt. Svo stækkaði þessi snjóbolti þegar besti handboltamaður Íslands og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, þeir Aron Pálmarsson og Aron Einar Gunnarsson settu extra pressu á mig. Þeir ætluðu að styrkja mig og þetta málefni ef ég myndi hunskast 10 kílómetra. Þá var í raun ekki aftur snúið og er sú vegalengd hér með staðfest.“ Rikki er mjög þakklátur atvinnumönnunum tveimur. „Ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa trú á því að ég rúlli upp 10 kílómetrum og þeirra framlag í þessa söfnun. Einnig þakka ég Table vinum mínum sérstaklega fyrir að koma mér af stað og þeirra framlag í söfnunina. Hins vegar skipta upphæðir litlu máli. Þetta telur allt og er ég öllu því góða fólki mjög þakklátur fyrir stuðninginn og ætla mér að ná þessu á góðum tíma,“ segir Rikki að lokum en hann er partur af Facebook-vinahópi sem kallar sig The Table og kom hugmyndin upphaflega frá þeim. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason, dagskrárstjóri FM957 og íþróttalýsari hjá Stöð 2 Sport, ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og mun hann hlaupa klæddur í kleinuhringjabúning. Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, byrjaði á sínum tíma að kalla Rikka G kleinuhringinn og hefur stundum gengið svo langt að kalla hann kleinuhringjadraslið. Gælunafnið hefur náð ágætis fótfestu og er til að mynda komin sjeik á veitingastaðnum Shake & Pizza sem ber einfaldlega nafnið Kleinuhringurinn, en þar má sjá mynd af Rikka sjálfum. Til að byrja með ætlaði Ríkharð að taka skemmtiskokkið og hlaupa þrjá kílómetra í búningnum, en þá fóru margir að skora á hann að taka tíu kílómetra. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lofaði til að mynda 150.000 krónum til stuðnings Rikka ef hann færi tíu kílómetra og handboltamaðurinn Aron Pálmarsson hefur lofað 100.000 krónum. Rikki ætlar að hlaupa fyrir Ljónshjarta sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur misst maka og börn þeirra. Hann setti sér það markmið að safna 500.000 krónum og þá myndi hann hlaupa í kleinuhringjabúningi.En er Ríkharð stressaður fyrir verkefninu?„Stressaður og ekki stressaður. Þessa vegalengd hef ég ekki hlaupið í háa herrans tíð. Skrokkurinn er ekki upp á sitt besta svo það er spennu- og kvíðahnútur í maganum að hlaupa þessa vegalengd í þessum kleinuhring,“ segir Rikki G sem hefur undanfarin ár einbeitt sér mest að golfinu og þykir hann mjög góður á því sviði. „Helsta ástæðan að ég tók þessa ákvörðun um að lengja hlaupið eru vinir mínir og þjálfarinn minn Auðunn Blöndal sem hafa lesið yfir mér fyrir að hafa ætlað að hlaupa svona stutt. Svo stækkaði þessi snjóbolti þegar besti handboltamaður Íslands og landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, þeir Aron Pálmarsson og Aron Einar Gunnarsson settu extra pressu á mig. Þeir ætluðu að styrkja mig og þetta málefni ef ég myndi hunskast 10 kílómetra. Þá var í raun ekki aftur snúið og er sú vegalengd hér með staðfest.“ Rikki er mjög þakklátur atvinnumönnunum tveimur. „Ég þakka þeim kærlega fyrir að hafa trú á því að ég rúlli upp 10 kílómetrum og þeirra framlag í þessa söfnun. Einnig þakka ég Table vinum mínum sérstaklega fyrir að koma mér af stað og þeirra framlag í söfnunina. Hins vegar skipta upphæðir litlu máli. Þetta telur allt og er ég öllu því góða fólki mjög þakklátur fyrir stuðninginn og ætla mér að ná þessu á góðum tíma,“ segir Rikki að lokum en hann er partur af Facebook-vinahópi sem kallar sig The Table og kom hugmyndin upphaflega frá þeim.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið