Kórar Íslands fá ný andlit 16. ágúst 2018 06:00 Friðrik Dór Jónsson mun halda áfram um stjórnartaumana í Kórum Íslands eins og hann gerði svo vel á síðasta ári. „Þessi þáttur hefur gert það sama fyrir kóra á Íslandi og hrunið gerði fyrir lopapeysuna. Gert kórana enn meira spennandi og kynnt starf þeirra fyrir nýjum kynslóðum,“ segir Einar Bárðarson, þúsundþjalasmiður og margreyndur sjónvarpsdómari. Hann mun fá sér sæti í dómarasætinu við aðra þáttaröð af Kórum Íslands.Dómnefndina í ár skipa Kristjana Stefánsdóttir, Helga Margrét og Einar Bárðarson. „Ég hef framleiðendur þáttanna grunaða um að hafa lágmarkið 6 en ekki 5 til að koma í veg fyrir að ég plöggi inn Luxor kombakki. En hver veit, það er ekki öll nótt úti enn, skráningu er ekki lokið,“ segir Einar og hlær. Friðrik Dór mun halda áfram um stjórnartaumana.Hann og Helga Margrét Marzelíusardóttir munu setjast ný í dómarasætið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir hverfa á braut. Friðrik Dór Jónsson mun áfram kynna atriðin en hann þótti halda vel um stjórnartaumana á síðasta ári.Einar Bárðarson Kia gullhringurinn hjólreiðar„Það er spennandi að vera kominn aftur í dómarasætið eftir heilbrigða fjarveru,“ segir Einar. Hann dæmdi í Idol stjörnuleitinni sálugu og X-factor. „Er þetta ekki eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? Fara úr því að dæma vonarstjörnur poppsins yfir í kóra landsins,“ bætir hann glaðbeittur við. Lengi var óljóst hvort önnur þáttaröð af Kórum Íslands yrði framleidd en fyrri þáttaröð þótti ekki nógu menningarleg fyrir nefnd sem sér um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Eftir mikið japl og jaml og fuður og inngrip ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákvað nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar að taka málið upp að nýju og fékk þáttaröðin, samkvæmt vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, 19 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Kórar Íslands Tengdar fréttir Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00 Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30 Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Þessi þáttur hefur gert það sama fyrir kóra á Íslandi og hrunið gerði fyrir lopapeysuna. Gert kórana enn meira spennandi og kynnt starf þeirra fyrir nýjum kynslóðum,“ segir Einar Bárðarson, þúsundþjalasmiður og margreyndur sjónvarpsdómari. Hann mun fá sér sæti í dómarasætinu við aðra þáttaröð af Kórum Íslands.Dómnefndina í ár skipa Kristjana Stefánsdóttir, Helga Margrét og Einar Bárðarson. „Ég hef framleiðendur þáttanna grunaða um að hafa lágmarkið 6 en ekki 5 til að koma í veg fyrir að ég plöggi inn Luxor kombakki. En hver veit, það er ekki öll nótt úti enn, skráningu er ekki lokið,“ segir Einar og hlær. Friðrik Dór mun halda áfram um stjórnartaumana.Hann og Helga Margrét Marzelíusardóttir munu setjast ný í dómarasætið ásamt Kristjönu Stefánsdóttur en Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir hverfa á braut. Friðrik Dór Jónsson mun áfram kynna atriðin en hann þótti halda vel um stjórnartaumana á síðasta ári.Einar Bárðarson Kia gullhringurinn hjólreiðar„Það er spennandi að vera kominn aftur í dómarasætið eftir heilbrigða fjarveru,“ segir Einar. Hann dæmdi í Idol stjörnuleitinni sálugu og X-factor. „Er þetta ekki eðlileg þróun miðað við öll gráu hárin? Fara úr því að dæma vonarstjörnur poppsins yfir í kóra landsins,“ bætir hann glaðbeittur við. Lengi var óljóst hvort önnur þáttaröð af Kórum Íslands yrði framleidd en fyrri þáttaröð þótti ekki nógu menningarleg fyrir nefnd sem sér um endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Eftir mikið japl og jaml og fuður og inngrip ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ákvað nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar að taka málið upp að nýju og fékk þáttaröðin, samkvæmt vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, 19 milljónir endurgreiddar úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Kórar Íslands Tengdar fréttir Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00 Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30 Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Kórar Íslands hækkuðu eftir endurmat hjá ráðuneyti Nefnd um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar þarf að taka mál Kóra Íslands fyrir að nýju eftir að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra féllst á endurupptökubeiðni Sagafilm vegna málsins. 9. ágúst 2018 06:00
Sjáðu sigurlagið: Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kór Íslands var krýndur Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gærkvöldi. 13. nóvember 2017 13:30
Opnað fyrir skráningar í aðra þáttaröð af Kórum Íslands Önnur sería af þáttaröðinni Kórar Íslands, sem sýnd var við góðan orðstír í fyrra, verður frumsýnd á Stöð 2 í lok september. 13. júlí 2018 16:40