Julen Lopetegui tók við liði Real Madrid af Zinedine Zidane sem vann níu titla með Real-liðinu á aðeins tveimur og hálfu tímabili.
Tvennt sem kom aldrei fyrir undir stjórn Zidane gerðist í fyrsta keppnisleik liðsins undir stjórn Julen Lopetegui.
Real Madrid tapaði þarna sínum fyrsta úrslitaleik í átján ár. Liðið spilaði átta úrslitaleiki undir stjórn Zinedine Zidane og vann þá alla þar af voru þrír úrslitaleikir í Meistaradeild Evrópu.
Real Madrid var einnig búið að vinna Ofurbikar Evrópu tvö undanfarin ár en í báðum tilfellum var Zinedine Zidane þjálfari liðsins.
Zinedine Zidane's record in finals as Real Madrid manager:
WWWWWWWW
Julen Lopetegui's record in finals as Real Madrid manager:
L
Tough act to follow. pic.twitter.com/agZSauSv4y
— Squawka Football (@Squawka) August 15, 2018
Það var ekki bara að Real Madrid tapaði þessum leik heldur hvernig liðið tapaði honum. Leikmönnum Atletico Madrid tókst nefnilega að skora fjórum sinnum hjá Real-liðinu í leiknum.
Zinedine Zidane stjórnaði Real Madrid frá 4. janúar 2016 til 31. maí 2018 og Real-liðið fékk aldrei á sig fjögur mörk í þeim 149 leikjum sem liðið spilaði undir stjórn Frakkans.
What never happened to Zidane's Real Madrid has happened to Lopetegui's Real Madrid in their first official game: to get four goals in a match.
— MisterChip (English) (@MisterChiping) August 15, 2018
4 - Julen Lopetegui is the first Real Madrid manager to concede four or more goals in his first competitive game in charge since Michael Keeping against Celta Vigo in February 1948. Stunned. pic.twitter.com/OYoLspZgO5
— OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2018
Svo má ekki gleyma að Real Madrid var þarna að missa tökin á nágrönnum sínum í Atletico Madrid en Real Madrid hafði unnið alla úrslitaleiki liðanna undanfarin ár.
Það er því ekkert skrýtið að spænska stórblaðið El Pais héldi því fram að Julen Lopetegui hafi ekki getað byrjað verr í sínum fyrsta opinbera keppnisleik sem þjálfari Real Madrid.