Var Simeone bara að bulla um að Atletico ætti ekki eins mikinn pening og Real? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 19:00 Diego Simeone var kátur eftir leik í gærkvöldi. Vísir/Getty Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Atletico Madrid vann í gærkvöldi langþráðan úrslitaleik á móti nágrönnum sínum í Real Madrid þegar liðið tryggði sér Ofurbikar Evrópu með 4-2 sigri á Real. Það hafði gengið illa í mikilvægum leikjum á móti Real Madrid undanfarin ár og úrslitin í gærkvöldi því mikið gleðiefni fyrir Atleti fólk. Þetta var líka sjöundi titill Diego Simeone sem þjálfari Atletico Madrid en hann var reyndar í banni í gær og þurfti því að horfa á leikinn úr stúkunni.7 - Diego Simeone has won seven trophies as Atletico manager, the most in the history of the club: UEFA Europa League UEFA Super Cup LaLiga Copa del Rey Supercopa Champion. pic.twitter.com/fki4LRdCou — OptaJose (@OptaJose) August 15, 2018Diego Simeone talaði niður sitt lið í aðdraganda leiksins og þá sérstaklega á þeim nótum að Atletico Madrid hefði ekki aðgang að nærri því eins miklum peningum í nýja leikmenn og lið Real Madrid. Fólkið á ESPN fékk þá hugmynd að bera það saman hvað þessi tvö Madridarfélög hafa eytt í leikmenn á síðustu árum og það verða örugglega margir hissa að sjá þann samanburð sem er hér fyrir neðan.pic.twitter.com/WNSzS93JmD — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Þarna kemur fram að Atletico Madrid hafa eytt miklu meiri pening í nýja leikmenn en Real Madrid á undanförnum fimm tímabilum. Liðin eyddu nánast jafnmiklu fyrir tímabilið sem er að hefjast en mjög mikill munur var á eyðslu þeirra tímabilin á undan. Þegar allt er tekið saman þá eyddi Atletico Madrid 510,45 milljónum punda í nýja leikmenn frá 2014-18 á móti „aðeins“ 365,63 milljónum hjá Real Madrid. Sú fullyrðing Diego Simeone að Atletico Madrid hafi ekki aðgang að eins miklum peningum og Real Madrid stenst því engan vegin samanburð.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira