Lífið

Fengu sér pylsu og kók eftir að hafa sótt 52 milljóna króna lottóvinninginn

Atli Ísleifsson skrifar
Miðinn var keyptur í Hagkkaup á Akureyri.
Miðinn var keyptur í Hagkkaup á Akureyri. vísir/vilhelm
Lottóvinningshafinn sem vann tæpar 52 milljónir króna í útdrættinum um síðustu helgi hefur gefið sig fram.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að um hafi verið að ræða hjón sem voru gestkomandi á Norðurlandi vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. Þau hafi ákveðið ásamt vinahjónum að skreppa til Akureyrar á föstudeginum til að versla mat til að grilla þá um kvöldið.

„Hagkaup varð fyrir valinu og þegar kvöldmatnum var reddað ákváðu vinahjónin að kaupa lottó og okkar kona ákvað í kjölfarið að smella sér á einn miða. Og það varð hinn eini sanni vinningsmiði sem færði þeim hjónum rúmlega 51,7 milljónir króna, skattfrjálst.  

Til hátíðabrigða ætla þau að skella sér á Bæjarins bestu og fá sér tvær pylsur með öllu og kók,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.