Vil leyfa öðrum komast að Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 08:45 Margrét kveðst stefna að því að verða ögn rólegri en hún hefur verið. Fréttablaðið/Eyþór Margrét Pálmadóttir söngstjóri hefur ákveðið að sleppa hendi af kórnum Vox feminae og einbeita sér að Söngskólanum Domus vox, Stúlknakór Reykjavíkur og nýjum drengjakór. Ég hef stjórnað þessum konum í aldarfjórðung og starfinu fylgir rosa mikill kraftur. En ég er ekki að hætta að vinna, heldur afhenda þetta hljóðfæri vonandi yngri manneskju. Fyrirsögnin má ekki vera „Magga að gefast upp!““ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri þegar stungið er upp á tímamótaviðtali í tilefni þess að hún ætlar að hætta með kvennakórinn Vox feminae. „Ég vil bara leyfa öðrum komast að, fara í allar heimsins keppnir og halda áfram með kyndilinn,“ tekur hún fram og bendir á að Listaháskólinn sé að unga út frábæru listafólki sem hafi áhuga á söng og kórstjórn.Margrét segir árin með kvennakórunum hafa verið fljót að líða.Sjálf kveðst hún stefna að því að verða ögn rólegri en hún hafi verið. „Ég er með fallegar hugmyndir fyrir konur sem eru 50+. Þar legg ég flauelsmjúkan tón. Er með elstu deildirnar og yngstu deildirnar í Söngskólanum Vox, er að verða ömmuleg og langar að iðka jóga, ganga Jakobsveginn og syngja gömlu lögin!“ Margrét kveðst kvíða því að hætta með Vox feminae en lofar sjálfri sér því að verða dugleg að sækja tónleika kórsins. „Ég hef farið út um allan heim með Vox feminae, og hann hefur hvarvetna vakið athygli,“ segir hún. Rifjar upp að fyrst hafi Kvennakór Reykjavíkur orðið til sem lítil hugmynd í Kramhúsinu en síðan orðið að risabatteríi margra kóra. „Ég held við höfum verið um 600 þegar við skiptum honum upp í nokkra kóra, þar á meðal Vox Feminae. Nú eru fimmtíu konur í honum. Ég fékk líka Stúlknakór Reykjavíkur í mínar hendur og er nú að byrja með drengjakór, hann kemur vonandi fram með stúlkunum á jólatónleikum Sinfóníunnar. Hápunktarnir mínir eru þátttaka kóranna með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Margrét segir árin 25 með kvennakórunum hafa verið fljót að líða. „Áður þekktust hér bara blandaðir kórar, karlakórar og barnakórar og ég er svo þakklát fyrir breytinguna. Ég segi því – áfram konur, alla leið!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
Margrét Pálmadóttir söngstjóri hefur ákveðið að sleppa hendi af kórnum Vox feminae og einbeita sér að Söngskólanum Domus vox, Stúlknakór Reykjavíkur og nýjum drengjakór. Ég hef stjórnað þessum konum í aldarfjórðung og starfinu fylgir rosa mikill kraftur. En ég er ekki að hætta að vinna, heldur afhenda þetta hljóðfæri vonandi yngri manneskju. Fyrirsögnin má ekki vera „Magga að gefast upp!““ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri þegar stungið er upp á tímamótaviðtali í tilefni þess að hún ætlar að hætta með kvennakórinn Vox feminae. „Ég vil bara leyfa öðrum komast að, fara í allar heimsins keppnir og halda áfram með kyndilinn,“ tekur hún fram og bendir á að Listaháskólinn sé að unga út frábæru listafólki sem hafi áhuga á söng og kórstjórn.Margrét segir árin með kvennakórunum hafa verið fljót að líða.Sjálf kveðst hún stefna að því að verða ögn rólegri en hún hafi verið. „Ég er með fallegar hugmyndir fyrir konur sem eru 50+. Þar legg ég flauelsmjúkan tón. Er með elstu deildirnar og yngstu deildirnar í Söngskólanum Vox, er að verða ömmuleg og langar að iðka jóga, ganga Jakobsveginn og syngja gömlu lögin!“ Margrét kveðst kvíða því að hætta með Vox feminae en lofar sjálfri sér því að verða dugleg að sækja tónleika kórsins. „Ég hef farið út um allan heim með Vox feminae, og hann hefur hvarvetna vakið athygli,“ segir hún. Rifjar upp að fyrst hafi Kvennakór Reykjavíkur orðið til sem lítil hugmynd í Kramhúsinu en síðan orðið að risabatteríi margra kóra. „Ég held við höfum verið um 600 þegar við skiptum honum upp í nokkra kóra, þar á meðal Vox Feminae. Nú eru fimmtíu konur í honum. Ég fékk líka Stúlknakór Reykjavíkur í mínar hendur og er nú að byrja með drengjakór, hann kemur vonandi fram með stúlkunum á jólatónleikum Sinfóníunnar. Hápunktarnir mínir eru þátttaka kóranna með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Margrét segir árin 25 með kvennakórunum hafa verið fljót að líða. „Áður þekktust hér bara blandaðir kórar, karlakórar og barnakórar og ég er svo þakklát fyrir breytinguna. Ég segi því – áfram konur, alla leið!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira