Utan vallar: Er „copy/paste“ rétta leiðin í þjálfaraleitinni fyrir íslenska fótboltalandsliðið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2018 09:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leitar sér að þjálfara þessa dagana og í gær fréttist að því að Knattspyrnusamband Íslands sé í viðræðum við Svíann Erik Hamrén. Viðræður við Erik Hamrén eiga að vera langt komnar en hann hefur ekki þjálfað síðan að hann ætti með sænska landsliðið fyrir tveimur árum. Annar Svíi, Lars Lagerbäck, gerði stórkostlega hluti með íslenska landsliðið frá 2012 til 2016 og breytti allri menningunni innan og í kringum landsliðið. Staðan á landsliðinu í dag er hinsvegar allt önnur en þegar Lars Lagerbäck tók við og Ísland var varla búið að vinna keppnisleik í mörg ár. Íslenska landsliðið í dag hefur brotið hvern múrinn á fætur öðrum og tekið þátt í HM og EM í fyrsta sinn. Gullkynslóðin hefur blómstrað og hún á enn eftir nokkur góð ár. Ísland er nú í hópi tólf útvaldra þjóða sem fær að taka þátt í A-deild hinnar nýju Þjóðardeildar í ár. Knattspyrnusamband Íslands hefur líklega aldrei verið í betri samningsstöðu þegar kemur að því að ráða landsliðsþjálfara. Íslensku strákarnir hafa vakið heimsathygli og hafa fengið mjög jákvæða umfjöllun út í hinum stóra heimi og árangurstengdir peningar hafa streymt inn á reikninga KSÍ á síðustu stórmótum. Það er ekki mikill tími í fyrsta leik en menn verða engu að síður að vanda til verka ætli ævintýri íslenska landsliðsins að halda áfram. Lars Lagerbäck hafði þjálfað upp eftirmann sinn í Heimi Hallgrímssyni en Heimir ákvað að hætta með liðið og snúa sér að öðru. KSÍ var því tilneytt að finna annan þjálfara og næsti leikur er strax í byrjun september (8. september á móti Belgíu). En er það rétt hjá KSÍ að elta „copy/paste“ leiðina þegar kemur að því að ráða næsta landsliðsþjálfara? Það lítur út fyrir að sambandið ætli sér að finna annan Lars Lagerbäck á þessum tímapunkti. Lagerbäck er upptekinn með norska landsliðið og hann er því ekki laus og þá var leitaður upp maður með mjög svipaða ferilskrá. Þegar Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu í árslok 2011 þá var hann sextugur Svíi (63 ára) sem hafði þjálfað sænska karlalandsliðið í langan tíma (2000-2009), hætti ári eftir að liðið sat eftir í riðlakeppni EM (EM 2008) og var allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Erik Hamrén er einmitt sextugur Svíi (verður 62 ára á næsta ári), hann þjálfari sænska karlalandsliðið í langan tíma (2009-2016), hætti eftir að hafa setið eftir í riðlakeppni EM (EM 2016) og var líka allt annað en vinsæll meðal sænskra fjölmiðla þegar hann hætti. Persónuleikarnir eru eflaust allt öðruvísi hjá þessum tveimur reynsluboltum en Erik Hamrén var líka eftirmaður Lars Lagerbäck hjá sænska landsliðinu. Hann myndi taka við af Heimi Hallgrímssyni núna en landsliðið í dag er enn undir sterkum áhrifum frá Lagerbäck. Er Erik Hamrén rétti maðurinn? Það lítur út fyrir að hann sé maðurinn hans Guðna Bergssonar. Hvort að ráðning Guðna á sextugum Svía gangi jafnvel upp og ráðning Geirs Þorsteinssonar á sextugum Svía verður hinsvegar að koma í ljós.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira