147 laxar á einum degi Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2018 11:49 Eystri Rangá er greinilega að fá sterkar göngur inn þessa dagana enda bera veiðitölurnar úr henni þess greinilega merki. "Það hafa verið afskaplega góðar göngur í ána og það hefur heldur betur skilað sér í betri veiði. Til að mynda veiddust hér fyrir stuttu 147 laxar á einum degi og hafa sumar stangirnar verið að fá þetta 15-20 laxa á dag nokkuð auðveldlega" sagði Einar Lúðvíksson í samtali við Veiðivísi. Siðasta miðvikudag var heildarveiðin komin í 1.367 laxa en þá voru vikulegar veiðitölur uppfærðar á vefnum. Síðan hefur veiðin verið með afbrigðum góð og hún verður líklega mjög nálægt 2.000 löxum þegar vikutölurnar verða uppfærðar næst. Nokkrir lausir dagar eru í boði í ágúst á vefnum hjá Lax-Á og líklega er eftirspurn eftir lausum dögum þar nokkuð mikil núna þegar veiðin er jafn góð og hún er. Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Mikið líf í Hítarvatni Veiði Hlaðvarp um veiði komið í loftið Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði 160 urriðar í opnunarhollinu í Laxá í Mývatnssveit Veiði
Eystri Rangá er greinilega að fá sterkar göngur inn þessa dagana enda bera veiðitölurnar úr henni þess greinilega merki. "Það hafa verið afskaplega góðar göngur í ána og það hefur heldur betur skilað sér í betri veiði. Til að mynda veiddust hér fyrir stuttu 147 laxar á einum degi og hafa sumar stangirnar verið að fá þetta 15-20 laxa á dag nokkuð auðveldlega" sagði Einar Lúðvíksson í samtali við Veiðivísi. Siðasta miðvikudag var heildarveiðin komin í 1.367 laxa en þá voru vikulegar veiðitölur uppfærðar á vefnum. Síðan hefur veiðin verið með afbrigðum góð og hún verður líklega mjög nálægt 2.000 löxum þegar vikutölurnar verða uppfærðar næst. Nokkrir lausir dagar eru í boði í ágúst á vefnum hjá Lax-Á og líklega er eftirspurn eftir lausum dögum þar nokkuð mikil núna þegar veiðin er jafn góð og hún er.
Mest lesið Þrír ættliðir í veiði taka þrjá laxa á sama klukkutímanum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Láttu vöðlurnar endast lengur Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Fínn gangur í Norðlingafljóti Veiði Mikið líf í Hítarvatni Veiði Hlaðvarp um veiði komið í loftið Veiði Fékk 20 laxa á einum degi þar af fjóra yfir 20 pund Veiði 160 urriðar í opnunarhollinu í Laxá í Mývatnssveit Veiði