Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Víkingur 2-1 │Góður fyrri hálfleikur skilaði Grindavík sigri Smári Jökull Jónsson á Grindavíkurvelli skrifar 8. ágúst 2018 22:30 Úr fyrri leik liðanna í Víkinni vísir/daníel Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar byrjuðu ögn betur án þess þó að skapa sér eitthvað að ráði. Þeir voru með nokkuð sterkan vind í bakið og það tók leikmenn ágætis tíma að átta sig á aðstæðum. Á 20.mínútu náðu Grindvíkingar hins vegar góðri sókn og hún endaði með því að Nemanja Latinovic skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Einhverjir leikmenn Víkinga mótmæltu og vildu meina að boltinn hefðu ekki farið allur yfir línuna en Egill Guðvarður Guðlaugsson aðstoðardómari var handviss og flaggaði mark. Eftir þetta ógnuðu Víkingar aðeins og björguðu heimamenn meðal annars í eitt sinn á marklínu. Grindvíkingar voru hins vegar betra liðið úti á vellinum og það var samkvæmt gangi leiksins þegar Sító kom þeim í 2-0 með góðu skoti fyrir utan teig eftir sendingu frá Sam Hewson. Víkingar náðu síðan að minnka muninn alveg undir lok fyrri hálfleiks þegar Arnþór Ingi Kristinsson skoraði gott skallamark eftir hornspyrnu Erlings Agnarssonar. Í seinni hálfleik lögðu heimamenn allt kapp á að halda fengnum hlut. Það var ekki mikið um færi og Víkingum tókst ekki að ógna að ráði. Mesta hættan kom líklega í uppbótartíma þegar Alex Freyr Hilmarsson tók aukaspyrnu rétt utan við vítateig en spyrnan fór yfir markið. Grindavík fagnaði því sætum sigri en Víkingar sátu svekktir eftir.Af hverju vann Grindavík?Þeir spiluðu mun betur í fyrri hálfleiknum en Víkingar sem ógnuðu einfaldlega ekki nægjanlega vel í sínum sóknaraðgerðum. Heimamenn náðu afar góðum spilköflum inn á milli og stjórnuðu miðjunni að mestu leyti í dag. Geoffrey Castillion fékk úr litlu að moða og komst lítið í takt við leikinn gegn sterkri vörn Grindavíkur. Víkingar eru væntanlega að treysta á að hann finni sitt gamla markaform sem er nauðsynlegt fyrir þá í fallslagnum sem framundan er.Þessir stóðu upp úr:Rodrigo Gomes Mateo var öflugur á miðjunni hjá Grindavík í dag og fær titilinn maður leiksins. Sító átti ágætan leik sömuleiðis og Sam Hewson var fínn á miðjunni. Björn Berg Bryde og Sigurjón Rúnarsson voru einnig traustir í vörninni með fyrirliðann Gunnar Þorsteinsson öruggan sér við hlið. Hjá Víkingum var það helst Erlingur Agnarsson sem ógnaði eitthvað að ráði með ágætis hornspyrnum en annars voru það ekki margir í þeirra liði sem spiluðu sérstaklega vel.Hvað gekk illa?Víkingar þurfa að skoða sóknarleikinn sinn. Markið kom úr föstu leikatriði þar sem þeir eru afar hættulegir en uppsettur sóknarleikur var ekki burðugur hjá þeim í dag og Geoffrey Castillion, sem væntanlega á að leiða sóknarlínu þeirra með góðu fordæmi, átti ekki góðan dag í dag. Alex Freyr Hilmarsson byrjaði á bekknum en hann á við einhver smávægileg meiðsli að stríða. Það munar um minna því hann er sá leikmaður sem á að skapa færin fyrir hina.Hvað gerist næst?Grindvíkingar halda næst á Origo-völlinn og mæta þar Íslandsmeisturum Vals í áhugaverðum leik. Grindvíkingar náðu að halda sig í námunda við Evrópubaráttuna með sigrinum í dag og mætta fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda. Víkingar fá síðan topplið Blika í heimsókn í Víkina en báðir þessir leikir fara fram á mánudaginn kemur. Óli Stefán: Reynum að gera betur en í fyrra Óli Stefán var ánægður með mikilvægan sigur Grindvíkinga.Vísir/Andri Marínó„Sigurinn var gríðarlega mikilvægur í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi náðum við okkar fyrsta markmiði sem eru 22 stigin og í öðru lagi náum við að hanga í efri hlutanum og þessum Evrópubardaga. Það var það sem við ætluðum okkur og ég kallaði eftir því að menn myndu sýna sigurhugarfar í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir góðan sigur á Víkingum í kvöld. „Menn svöruðu kallinu og ég var rosalega ánægður með margt í þessum leik. Þrátt fyrir vind og erfiðar aðstæður þá spiluðum við oft frábæran fótbolta,“ bætti Óli Stefán við. Víkingar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik og sagði Óli Stefán það hafa verið vondur tími að fá á sig markið. „Það var ekki gott ef ég á að vera heiðarlegur. Það setur leikinn, sem við vorum með í læstum klóm, í ójafnvægi. Seinni hálfleikurinn bar þess keim að við vorum farnir að verja forskotið og það kom smá stress. Þó við höfum staðið þetta vel af okkur þá leið okkur á bekknum ekki vel með þá stöðu.“ „Mér leið ekkert vel því þeir eru ofboðslega sterkir í föstum leikatriðum, eitt besta liðið í deildinni. Innköst, horn og aukaspyrnur varð allt hættulegt og þeim mun sáttari er ég að hafa klárað þá.“ Grindvíkingar eru því búnir að ná fyrsta markmiði sínu, að ná 22 stigum í deildinni og því er ekki úr vegi að spyrja Óla Stefán hvert sé næsta markmið. „Reyna að gera betur en við höfum gert áður. Metið okkar er 31 stig og nú er bara að reyna að ná því. Við eigum einhverja 7 leiki til þess og nú reynum við að gera betur en í fyrra og það væri frábært,“ sagði Óli Stefán að lokum.Logi var ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum.vísir/ernir„Mér fannst við gera betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Þá erum við að falla á því, enn á ný, að fá á okkur mörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Mér fannst við í seinni hálfleik gera betur og við áttum að skora mark í seinni hálfleik, að minnsta kosti eitt,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkinga eftir tapið í Grindavík í kvöld. Víkingar skoruðu á lokasekúndum fyrri hálfleiks og sagði Logi að það hefði gefið mönnum sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn. „Það er alltaf gott að skora mark og að ná því í lok fyrri hálfleiks gaf okkur von um að við þyrftum kannski ekki það mikið til að jafna. Við erum klaufar að halda boltanum og náum ekki að spila honum eins mikið aftur fyrir vörnina eins og við vildum.“ Þegar Grindvíkingar skoruðu fyrra mark sitt var boltanum hreinsað í burtu í þann mund sem hann fór yfir línuna. Einhverjir Víkingar mótmæltu og sagði boltann ekki hafa verið inni. „Ég hef ekki rætt við nokkurn einasta mann um það. Fyrst og síðast erum við ekki nógu öflugir í varnarleiknum þegar það gerist og hvort boltinn fór inn eða ekki get ég ekki dæmt um.“ Víkingar sitja nú í 8.sæti og eru fjórum stigum fyrir ofan Fjölni sem situr í fallsæti. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið. Við getum tekið það með okkur í dag að menn fóru út í seinni hálfleikinn og reyndu virkilega að jafna metin og voru nálægt því. Það er það sem við þurfum að taka með okkur,“ sagði Logi að endingu. Gunnar: Gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörðGunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur.vísir/daníelGunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur var afar ánægður eftir sigurinn á Víkingum í kvöld en Suðurnesjamenn jöfnuðu með honum bæði KR og FH að stigum. „Við erum ekkert smá sáttir. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn frábærlega, líklega einn besti hálfleikur okkar í sumar og það var því svolítið högg að fá á sig markið undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur fór svo meira í það að sigla þessu heim frekar en að gefa í sem við hefðum þurft varðandi markatölu og annað. Frábært hjá okkur að landa þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hópurinn hjá Grindavík hefur þynnst aðeins að undanförnu, Jóhann Helgi Hannesson fór aftur til Þórs á Akureyri og Jón Ingason út í nám. Þá á Marinó Axel Helgason við meiðsli að stríða og Brynjar Ásgeir Guðmundsson var ekki heldur í hóp í dag. „Við erum búnir að missa fimm leikmenn frá því mótið hófst en einhverjir myndu væntanlega segja að hann sé veikari fyrir vikið. En þegar við vorum að spila hvað best í fyrra vorum við með ellefu heila leikmenn og bættum svo við 2.flokks peyjum. Það er flott að yngri leikmenn fá tækifærið,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Mér finnst gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð. Þá er það alltaf sterkasta og stærsta ljónið sem vinnur og getur eðlað sig langmest með öðrum kvendýrum. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ættu ljón ekki að stækka því það er alltaf stærsta ljónið sem fá mest að eðla sig?" „En það gerist ekki því þá þurfa þeir að borða meira og þá minnkar hjörðin aftur. Þetta snýst um að finna jafnvægið og það er það sem hópurinn þurfti akkúrat á að halda,“ sagði Gunnar sposkur á svip. Að lokum spurði blaðamaður Gunnar út í regnbogaarmbandið sem hann var með á erminni. „Við erum fjölþjóðlegur hópur, með sjö þjóðerni held ég, og við fögnum að sjálfsögðu fjölbreytileikanum,“ sagði Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild karla
Grindavík vann góðan sigur á Víkingum úr Reykjavík suður með sjó í dag. Með sigrinum jafna þeir bæði KR og FH að stigum en liðin sitja í 4.-6.sæti Pepsi-deildarinnar eftir 15.umferðir. Víkingar sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingar byrjuðu ögn betur án þess þó að skapa sér eitthvað að ráði. Þeir voru með nokkuð sterkan vind í bakið og það tók leikmenn ágætis tíma að átta sig á aðstæðum. Á 20.mínútu náðu Grindvíkingar hins vegar góðri sókn og hún endaði með því að Nemanja Latinovic skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild. Einhverjir leikmenn Víkinga mótmæltu og vildu meina að boltinn hefðu ekki farið allur yfir línuna en Egill Guðvarður Guðlaugsson aðstoðardómari var handviss og flaggaði mark. Eftir þetta ógnuðu Víkingar aðeins og björguðu heimamenn meðal annars í eitt sinn á marklínu. Grindvíkingar voru hins vegar betra liðið úti á vellinum og það var samkvæmt gangi leiksins þegar Sító kom þeim í 2-0 með góðu skoti fyrir utan teig eftir sendingu frá Sam Hewson. Víkingar náðu síðan að minnka muninn alveg undir lok fyrri hálfleiks þegar Arnþór Ingi Kristinsson skoraði gott skallamark eftir hornspyrnu Erlings Agnarssonar. Í seinni hálfleik lögðu heimamenn allt kapp á að halda fengnum hlut. Það var ekki mikið um færi og Víkingum tókst ekki að ógna að ráði. Mesta hættan kom líklega í uppbótartíma þegar Alex Freyr Hilmarsson tók aukaspyrnu rétt utan við vítateig en spyrnan fór yfir markið. Grindavík fagnaði því sætum sigri en Víkingar sátu svekktir eftir.Af hverju vann Grindavík?Þeir spiluðu mun betur í fyrri hálfleiknum en Víkingar sem ógnuðu einfaldlega ekki nægjanlega vel í sínum sóknaraðgerðum. Heimamenn náðu afar góðum spilköflum inn á milli og stjórnuðu miðjunni að mestu leyti í dag. Geoffrey Castillion fékk úr litlu að moða og komst lítið í takt við leikinn gegn sterkri vörn Grindavíkur. Víkingar eru væntanlega að treysta á að hann finni sitt gamla markaform sem er nauðsynlegt fyrir þá í fallslagnum sem framundan er.Þessir stóðu upp úr:Rodrigo Gomes Mateo var öflugur á miðjunni hjá Grindavík í dag og fær titilinn maður leiksins. Sító átti ágætan leik sömuleiðis og Sam Hewson var fínn á miðjunni. Björn Berg Bryde og Sigurjón Rúnarsson voru einnig traustir í vörninni með fyrirliðann Gunnar Þorsteinsson öruggan sér við hlið. Hjá Víkingum var það helst Erlingur Agnarsson sem ógnaði eitthvað að ráði með ágætis hornspyrnum en annars voru það ekki margir í þeirra liði sem spiluðu sérstaklega vel.Hvað gekk illa?Víkingar þurfa að skoða sóknarleikinn sinn. Markið kom úr föstu leikatriði þar sem þeir eru afar hættulegir en uppsettur sóknarleikur var ekki burðugur hjá þeim í dag og Geoffrey Castillion, sem væntanlega á að leiða sóknarlínu þeirra með góðu fordæmi, átti ekki góðan dag í dag. Alex Freyr Hilmarsson byrjaði á bekknum en hann á við einhver smávægileg meiðsli að stríða. Það munar um minna því hann er sá leikmaður sem á að skapa færin fyrir hina.Hvað gerist næst?Grindvíkingar halda næst á Origo-völlinn og mæta þar Íslandsmeisturum Vals í áhugaverðum leik. Grindvíkingar náðu að halda sig í námunda við Evrópubaráttuna með sigrinum í dag og mætta fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda. Víkingar fá síðan topplið Blika í heimsókn í Víkina en báðir þessir leikir fara fram á mánudaginn kemur. Óli Stefán: Reynum að gera betur en í fyrra Óli Stefán var ánægður með mikilvægan sigur Grindvíkinga.Vísir/Andri Marínó„Sigurinn var gríðarlega mikilvægur í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi náðum við okkar fyrsta markmiði sem eru 22 stigin og í öðru lagi náum við að hanga í efri hlutanum og þessum Evrópubardaga. Það var það sem við ætluðum okkur og ég kallaði eftir því að menn myndu sýna sigurhugarfar í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir góðan sigur á Víkingum í kvöld. „Menn svöruðu kallinu og ég var rosalega ánægður með margt í þessum leik. Þrátt fyrir vind og erfiðar aðstæður þá spiluðum við oft frábæran fótbolta,“ bætti Óli Stefán við. Víkingar minnkuðu muninn rétt fyrir hálfleik og sagði Óli Stefán það hafa verið vondur tími að fá á sig markið. „Það var ekki gott ef ég á að vera heiðarlegur. Það setur leikinn, sem við vorum með í læstum klóm, í ójafnvægi. Seinni hálfleikurinn bar þess keim að við vorum farnir að verja forskotið og það kom smá stress. Þó við höfum staðið þetta vel af okkur þá leið okkur á bekknum ekki vel með þá stöðu.“ „Mér leið ekkert vel því þeir eru ofboðslega sterkir í föstum leikatriðum, eitt besta liðið í deildinni. Innköst, horn og aukaspyrnur varð allt hættulegt og þeim mun sáttari er ég að hafa klárað þá.“ Grindvíkingar eru því búnir að ná fyrsta markmiði sínu, að ná 22 stigum í deildinni og því er ekki úr vegi að spyrja Óla Stefán hvert sé næsta markmið. „Reyna að gera betur en við höfum gert áður. Metið okkar er 31 stig og nú er bara að reyna að ná því. Við eigum einhverja 7 leiki til þess og nú reynum við að gera betur en í fyrra og það væri frábært,“ sagði Óli Stefán að lokum.Logi var ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum.vísir/ernir„Mér fannst við gera betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Þá erum við að falla á því, enn á ný, að fá á okkur mörk sem við eigum að koma í veg fyrir. Mér fannst við í seinni hálfleik gera betur og við áttum að skora mark í seinni hálfleik, að minnsta kosti eitt,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkinga eftir tapið í Grindavík í kvöld. Víkingar skoruðu á lokasekúndum fyrri hálfleiks og sagði Logi að það hefði gefið mönnum sjálfstraust fyrir síðari hálfleikinn. „Það er alltaf gott að skora mark og að ná því í lok fyrri hálfleiks gaf okkur von um að við þyrftum kannski ekki það mikið til að jafna. Við erum klaufar að halda boltanum og náum ekki að spila honum eins mikið aftur fyrir vörnina eins og við vildum.“ Þegar Grindvíkingar skoruðu fyrra mark sitt var boltanum hreinsað í burtu í þann mund sem hann fór yfir línuna. Einhverjir Víkingar mótmæltu og sagði boltann ekki hafa verið inni. „Ég hef ekki rætt við nokkurn einasta mann um það. Fyrst og síðast erum við ekki nógu öflugir í varnarleiknum þegar það gerist og hvort boltinn fór inn eða ekki get ég ekki dæmt um.“ Víkingar sitja nú í 8.sæti og eru fjórum stigum fyrir ofan Fjölni sem situr í fallsæti. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framhaldið. Við getum tekið það með okkur í dag að menn fóru út í seinni hálfleikinn og reyndu virkilega að jafna metin og voru nálægt því. Það er það sem við þurfum að taka með okkur,“ sagði Logi að endingu. Gunnar: Gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörðGunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur.vísir/daníelGunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur var afar ánægður eftir sigurinn á Víkingum í kvöld en Suðurnesjamenn jöfnuðu með honum bæði KR og FH að stigum. „Við erum ekkert smá sáttir. Mér fannst við spila fyrri hálfleikinn frábærlega, líklega einn besti hálfleikur okkar í sumar og það var því svolítið högg að fá á sig markið undir lok hálfleiksins. Seinni hálfleikur fór svo meira í það að sigla þessu heim frekar en að gefa í sem við hefðum þurft varðandi markatölu og annað. Frábært hjá okkur að landa þessu,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hópurinn hjá Grindavík hefur þynnst aðeins að undanförnu, Jóhann Helgi Hannesson fór aftur til Þórs á Akureyri og Jón Ingason út í nám. Þá á Marinó Axel Helgason við meiðsli að stríða og Brynjar Ásgeir Guðmundsson var ekki heldur í hóp í dag. „Við erum búnir að missa fimm leikmenn frá því mótið hófst en einhverjir myndu væntanlega segja að hann sé veikari fyrir vikið. En þegar við vorum að spila hvað best í fyrra vorum við með ellefu heila leikmenn og bættum svo við 2.flokks peyjum. Það er flott að yngri leikmenn fá tækifærið,“ sagði Gunnar og hélt áfram. „Mér finnst gaman að líkja þessu við alfa-ljónið í ljónahjörð. Þá er það alltaf sterkasta og stærsta ljónið sem vinnur og getur eðlað sig langmest með öðrum kvendýrum. Þá hlýtur maður að spyrja sig: Ættu ljón ekki að stækka því það er alltaf stærsta ljónið sem fá mest að eðla sig?" „En það gerist ekki því þá þurfa þeir að borða meira og þá minnkar hjörðin aftur. Þetta snýst um að finna jafnvægið og það er það sem hópurinn þurfti akkúrat á að halda,“ sagði Gunnar sposkur á svip. Að lokum spurði blaðamaður Gunnar út í regnbogaarmbandið sem hann var með á erminni. „Við erum fjölþjóðlegur hópur, með sjö þjóðerni held ég, og við fögnum að sjálfsögðu fjölbreytileikanum,“ sagði Gunnar að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti