Einbeitir sér að sólóferli í framtíðinni Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Krummi Björgvinsson ætlar að gefa út kántríplötu, sem verður hans fyrsta sólóplata, og einbeita sér að sólóferlinum á næsta ári. Fréttablaðið/Þórsteinn Krummi Björgvinsson hefur átt viðburðaríkt ár. Hann og kærastan hans, Linnea Hellström, hafa byggt upp og opnað veitingastaðinn Veganæs í miðbæ Reykjavíkur og hann hefur verið á fullu að semja sína fyrstu sólóplötu, sem hann vonast til að gefa út snemma á næsta ári. Auk þess er hann í hljómsveitunum Legend og Döpur og það hefur komið til umræðu að hin goðsagnakennda þungarokkssveit Mínus komi aftur saman. Krummi býr á Barónsstíg í Reykjavík með kærustunni og tveimur köttum, sem hann segir að séu eins og börnin þeirra. „Við erum búin að búa í þessari íbúð í tæp tvö ár og okkur finnst alveg dásamlegt að búa í miðbænum. Við löbbum allt sem við förum og okkur finnst gaman að vera í kringum lífið,“ segir hann. „Síðan er stutt að fara til að finna fyrir náttúrunni, labba niður í fjöru og fá að horfa á hafið, sem mér finnst mjög gott að gera. Svo er Sundhöllin bara hérna við hliðina, þannig að þetta er upplagt.“Púsluspil og vínylplötur Krummi og Linnea hafa ekki mikinn frítíma um þessar mundir, því Veganæs kostar mikinn tíma. En þegar tími gefst finnst þeim gott að slaka á heima. „Við elskum að púsla. Okkur finnst voða gott og flýja þannig frá raunveruleikanum í smá tíma, stunda smá hugarleikfimi og hlusta á vínylplötur á meðan,“ segir Krummi. „Mér finnst mjög gott að hlusta á tónlist og þegar tími gefst spila ég á gítarinn og er mikið að semja og skrifa texta. Síðan bara liggjum við með kisunum og lesum mikið, sem er alger unaður. Linnea les mikið vísindaskáldsögur, en ég hef mest gaman af ævisögum, sögu tónlistar, almennri sögu eða einhverju sem er byggt á sönnum atburðum. Svo hef ég líka mjög gaman af hryllingsbókum,“ segir Krummi. „Við erum líka miklir kvikmyndanördar og reynum að vinna í garðinum. En garðurinn hefur setið á hakanum í langan tíma og er orðinn alveg villtur, þannig að ég þarf að finna tíma fyrir hann. Mér finnst mjög gott og gaman að elda mér mat heima og ég geri gjarnan vegan útgáfu af enskum morgunmat,“ segir Krummi. „Mér finnst indælt að gera það á morgnana og það er saðsamt.“ Opna hjörtu í gegnum bragðlauka „Ég er að reka veitingastaðinn Veganæs ásamt kærustunni minni, Linneu Hellström. Við eigum þetta saman, en ég er bara að hjálpa henni að koma þessu á koppinn. Þetta er maturinn hennar, hún er kokkurinn, hún er stjarnan. Ég er bara að vinna á bak við tjöldin,“ segir Krummi. „Ég er búinn að vera vegan í fjögur og hálft ár og Linnea í yfir 15 ár. Hugmyndin á bak við staðinn er að taka mat sem ég var vanur að borða áður en ég varð vegan og „veganæsa hann“, eða gera hann vegan, til þess að fólk sjái að þetta sé ekkert mál, þótt þú sért vegan geturðu haldið áfram að borða mjög djúsí vegan mat. Þannig að Veganæs er að „veganæsa“ matinn og hann er mega næs. Nafnið er smá leikur að orðum. Okkur langar aðallega bara til að gera besta mat sem hægt er og dreifa boðskap veganismans. Þannig að þetta er svona okkar aktívismi, að opna hjörtu fólks fyrir veganisma og reyna að sigra þau í gegnum bragðlaukana.“Krummi rekur veitingastaðinn Veganæs með kærustunni sinni, Linneu Hellström. Hann segir að staðurinn sé þeirra aktívismi og þau vilji opna hjörtu fólks fyrir veganisma. Fréttablaðið/þórsteinn„Við erum á vaktinni í 13-14 tíma á dag. Við komum heim dauðþreytt, förum beint í bólið og vöknum svo og förum beint á Veganæs að preppa. Þetta er mikið prepp, því við búum til næstum alveg allt á staðnum. Það eina sem við pöntum inn er hráefni, hamborgarabrauð og franskar,“ segir Krummi. „Þetta er mikil vinna og þetta þarf að vera gert rétt, með ást og kærleik. Standardinn hjá Linneu er mjög hár og mér líka, þannig að það er allt lagt í þetta og fólk finnur það bara þegar það tekur fyrsta bitann.“ Krummi segir að það sé ekki erfiðara að elda vegan mat en annan mat. „Þú eldar bara meira og verður betri kokkur fyrir vikið,“ segir hann. „Mér finnst að allir eigi að hafa undirstöðuatriðin á hreinu, því það er rosa gefandi og gott að geta eldað matinn sinn sjálfur og þegar maður verður vegan neyðist maður til að læra þessi grundvallaratriði. Það er gott fyrir sálina að elda. Það er hugleiðsla og listform. Ég mæli eindregið með því.“Fyrsta sólóplatan tilbúin „Þetta er búið að vera mjög afdrifaríkt ár hjá mér, því á meðan við byggðum og opnuðum Veganæs samdi ég sólóplötu,“ segir Krummi. „Vanalega þegar ég er upptekinn við eitthvað eitt þarf annað að sitja á hakanum, en ekki í þetta skiptið. Heilinn á mér fór alveg á fullt og ég samdi heila plötu. Ég er bara með allt tilbúið og er að fara að taka upp mína fyrstu sólóplötu í næsta mánuði. Ég vonast til að klára hana á þessu ári og gefa hana út snemma á næsta ári. Það má eiginlega kalla þetta útlagakántrítónlist,“ segir Krummi. „Þetta er blanda af kántrí, blús, rokki og smá „psychedeliu“. Þetta er svona 60s-70s kántrí „psychedelia“ en sækir mikið í rætur „outlaw“ kántrí, sem kom frá hópi af kántrítónlistarmönnum sem gáfu Nashville puttann og fóru til Texas og bjuggu til sína eigin senu. Þetta voru menn eins og Willie Nelson, Waylon Jennings, George Jones, Guy Clark, Blaze Foley, Johnny Paycheck og Johnny Cash. Ég hef hlustað á þessa gæja nærri því allt mitt líf og þetta er svona músíkin sem ég hef alltaf sótt reglulega í. Ég var í kántríhljómsveitinni Esju árið 2008 og kántríhljómsveit sem hét Moody Company á undan því, þannig að ég er búinn að vera að þessu óralengi, en hef lítið spilað svona tónlist undanfarinn áratug,“ segir Krummi. „Ég ætlaði að gefa út sólóplötu fyrir þó nokkuð mörgum árum, en mér fannst ég bara ekki vera tilbúinn. Mér fannst lögin ekki nógu góð og ég ákvað að ná mér í meiri reynslu. Nú er bara að koma að þessu.“ Sólóferill fram undan „Ég á eftir að spila mjög mikið til að fylgja þessu eftir. Ég er kominn með góða samstarfsaðila með mér, til dæmis hann Bjarna Sigurðarson, sem er gítarleikari í Mínus. Hann verður með mér á gítar og við höfum verið að klára forvinnsluna. Síðan verður hann Ryan félagi minn með mér í þessu, hann er frá San Francisco og spilar með hljómsveitinni Brian Jonestown Massacre. Hann verður hugsanlega upptökustjóri og svona almennur hljóðfæraleikari með mér í þessu. Það er svona kjarninn,“ segir Krummi. „Síðan set ég upp „live band“ og við munum spila og túra heilmikið. Ég verð mjög iðinn og einbeittur við þetta á næstu árum.“ Miklar líkur á Mínus-tónleikum Krummi segir að það séu miklar líkur á því að Mínus spili aftur saman. „Án þess að vera að segja of mikið þá erum við allir í góðu sambandi og höfum verið að gæla við alls konar hugmyndir,“ segir hann. „Það er ekkert ákveðið enn, en það er alls ekki útilokað að við höldum eina tónleika saman. Ég get ekki lofað neinu, en það er aldrei að vita hvað gerist.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Tónlist Vegan Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Krummi Björgvinsson hefur átt viðburðaríkt ár. Hann og kærastan hans, Linnea Hellström, hafa byggt upp og opnað veitingastaðinn Veganæs í miðbæ Reykjavíkur og hann hefur verið á fullu að semja sína fyrstu sólóplötu, sem hann vonast til að gefa út snemma á næsta ári. Auk þess er hann í hljómsveitunum Legend og Döpur og það hefur komið til umræðu að hin goðsagnakennda þungarokkssveit Mínus komi aftur saman. Krummi býr á Barónsstíg í Reykjavík með kærustunni og tveimur köttum, sem hann segir að séu eins og börnin þeirra. „Við erum búin að búa í þessari íbúð í tæp tvö ár og okkur finnst alveg dásamlegt að búa í miðbænum. Við löbbum allt sem við förum og okkur finnst gaman að vera í kringum lífið,“ segir hann. „Síðan er stutt að fara til að finna fyrir náttúrunni, labba niður í fjöru og fá að horfa á hafið, sem mér finnst mjög gott að gera. Svo er Sundhöllin bara hérna við hliðina, þannig að þetta er upplagt.“Púsluspil og vínylplötur Krummi og Linnea hafa ekki mikinn frítíma um þessar mundir, því Veganæs kostar mikinn tíma. En þegar tími gefst finnst þeim gott að slaka á heima. „Við elskum að púsla. Okkur finnst voða gott og flýja þannig frá raunveruleikanum í smá tíma, stunda smá hugarleikfimi og hlusta á vínylplötur á meðan,“ segir Krummi. „Mér finnst mjög gott að hlusta á tónlist og þegar tími gefst spila ég á gítarinn og er mikið að semja og skrifa texta. Síðan bara liggjum við með kisunum og lesum mikið, sem er alger unaður. Linnea les mikið vísindaskáldsögur, en ég hef mest gaman af ævisögum, sögu tónlistar, almennri sögu eða einhverju sem er byggt á sönnum atburðum. Svo hef ég líka mjög gaman af hryllingsbókum,“ segir Krummi. „Við erum líka miklir kvikmyndanördar og reynum að vinna í garðinum. En garðurinn hefur setið á hakanum í langan tíma og er orðinn alveg villtur, þannig að ég þarf að finna tíma fyrir hann. Mér finnst mjög gott og gaman að elda mér mat heima og ég geri gjarnan vegan útgáfu af enskum morgunmat,“ segir Krummi. „Mér finnst indælt að gera það á morgnana og það er saðsamt.“ Opna hjörtu í gegnum bragðlauka „Ég er að reka veitingastaðinn Veganæs ásamt kærustunni minni, Linneu Hellström. Við eigum þetta saman, en ég er bara að hjálpa henni að koma þessu á koppinn. Þetta er maturinn hennar, hún er kokkurinn, hún er stjarnan. Ég er bara að vinna á bak við tjöldin,“ segir Krummi. „Ég er búinn að vera vegan í fjögur og hálft ár og Linnea í yfir 15 ár. Hugmyndin á bak við staðinn er að taka mat sem ég var vanur að borða áður en ég varð vegan og „veganæsa hann“, eða gera hann vegan, til þess að fólk sjái að þetta sé ekkert mál, þótt þú sért vegan geturðu haldið áfram að borða mjög djúsí vegan mat. Þannig að Veganæs er að „veganæsa“ matinn og hann er mega næs. Nafnið er smá leikur að orðum. Okkur langar aðallega bara til að gera besta mat sem hægt er og dreifa boðskap veganismans. Þannig að þetta er svona okkar aktívismi, að opna hjörtu fólks fyrir veganisma og reyna að sigra þau í gegnum bragðlaukana.“Krummi rekur veitingastaðinn Veganæs með kærustunni sinni, Linneu Hellström. Hann segir að staðurinn sé þeirra aktívismi og þau vilji opna hjörtu fólks fyrir veganisma. Fréttablaðið/þórsteinn„Við erum á vaktinni í 13-14 tíma á dag. Við komum heim dauðþreytt, förum beint í bólið og vöknum svo og förum beint á Veganæs að preppa. Þetta er mikið prepp, því við búum til næstum alveg allt á staðnum. Það eina sem við pöntum inn er hráefni, hamborgarabrauð og franskar,“ segir Krummi. „Þetta er mikil vinna og þetta þarf að vera gert rétt, með ást og kærleik. Standardinn hjá Linneu er mjög hár og mér líka, þannig að það er allt lagt í þetta og fólk finnur það bara þegar það tekur fyrsta bitann.“ Krummi segir að það sé ekki erfiðara að elda vegan mat en annan mat. „Þú eldar bara meira og verður betri kokkur fyrir vikið,“ segir hann. „Mér finnst að allir eigi að hafa undirstöðuatriðin á hreinu, því það er rosa gefandi og gott að geta eldað matinn sinn sjálfur og þegar maður verður vegan neyðist maður til að læra þessi grundvallaratriði. Það er gott fyrir sálina að elda. Það er hugleiðsla og listform. Ég mæli eindregið með því.“Fyrsta sólóplatan tilbúin „Þetta er búið að vera mjög afdrifaríkt ár hjá mér, því á meðan við byggðum og opnuðum Veganæs samdi ég sólóplötu,“ segir Krummi. „Vanalega þegar ég er upptekinn við eitthvað eitt þarf annað að sitja á hakanum, en ekki í þetta skiptið. Heilinn á mér fór alveg á fullt og ég samdi heila plötu. Ég er bara með allt tilbúið og er að fara að taka upp mína fyrstu sólóplötu í næsta mánuði. Ég vonast til að klára hana á þessu ári og gefa hana út snemma á næsta ári. Það má eiginlega kalla þetta útlagakántrítónlist,“ segir Krummi. „Þetta er blanda af kántrí, blús, rokki og smá „psychedeliu“. Þetta er svona 60s-70s kántrí „psychedelia“ en sækir mikið í rætur „outlaw“ kántrí, sem kom frá hópi af kántrítónlistarmönnum sem gáfu Nashville puttann og fóru til Texas og bjuggu til sína eigin senu. Þetta voru menn eins og Willie Nelson, Waylon Jennings, George Jones, Guy Clark, Blaze Foley, Johnny Paycheck og Johnny Cash. Ég hef hlustað á þessa gæja nærri því allt mitt líf og þetta er svona músíkin sem ég hef alltaf sótt reglulega í. Ég var í kántríhljómsveitinni Esju árið 2008 og kántríhljómsveit sem hét Moody Company á undan því, þannig að ég er búinn að vera að þessu óralengi, en hef lítið spilað svona tónlist undanfarinn áratug,“ segir Krummi. „Ég ætlaði að gefa út sólóplötu fyrir þó nokkuð mörgum árum, en mér fannst ég bara ekki vera tilbúinn. Mér fannst lögin ekki nógu góð og ég ákvað að ná mér í meiri reynslu. Nú er bara að koma að þessu.“ Sólóferill fram undan „Ég á eftir að spila mjög mikið til að fylgja þessu eftir. Ég er kominn með góða samstarfsaðila með mér, til dæmis hann Bjarna Sigurðarson, sem er gítarleikari í Mínus. Hann verður með mér á gítar og við höfum verið að klára forvinnsluna. Síðan verður hann Ryan félagi minn með mér í þessu, hann er frá San Francisco og spilar með hljómsveitinni Brian Jonestown Massacre. Hann verður hugsanlega upptökustjóri og svona almennur hljóðfæraleikari með mér í þessu. Það er svona kjarninn,“ segir Krummi. „Síðan set ég upp „live band“ og við munum spila og túra heilmikið. Ég verð mjög iðinn og einbeittur við þetta á næstu árum.“ Miklar líkur á Mínus-tónleikum Krummi segir að það séu miklar líkur á því að Mínus spili aftur saman. „Án þess að vera að segja of mikið þá erum við allir í góðu sambandi og höfum verið að gæla við alls konar hugmyndir,“ segir hann. „Það er ekkert ákveðið enn, en það er alls ekki útilokað að við höldum eina tónleika saman. Ég get ekki lofað neinu, en það er aldrei að vita hvað gerist.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Tónlist Vegan Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira