Hamrén segir starf landsliðsþjálfara Íslands vera sína mestu áskorun á 25 ára ferli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2018 14:40 Erik Hamrén á fundinum í dag. Vísir/Vilhelm Erik Hamrén hefur mikla reynslu sem þjálfari, þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og vann titla með félagsliðum í þremur löndum. Nú hefur hann hinsvegar tekið að sér erfiðasta starfið á ferlinum eftir að hann samþykkti að gerast landsliðsþjálfari Íslands. Erik Hamrén hitti íslenskt fjölmiðlafólk í fyrsta sinn í dag þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Laugardalnum. „Það er mjög gaman að vera hér. Ég hlakka til að vinna með samnbandinu, leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Ég hef starfað í meira en 25 ár sem þjálfari í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þetta starf er samt mín stærsta áskorun á ferlinum,“ sagði Erik Hamrén á fundinum í dag. „Ég fæ það verkefni að reyna að koma þessu liði á þriðja stórmótið í röð. Ég elska svona áskorun. Stærri lið en Ísland hafa ekki náð því en ég trúi því að við getum gert það,“ sagði Hamrén. „Eins og allur heimurinn þá er ég mjög hrifinn af því sem lars og Heimir hafa afrekað með þetta lið. Ég er að koma í nýtt land og taka við nýju liði. Það er því mikilvægt að ég breyti ekki öllu. Það er mikilvægt að ég haldi áfram með það sem hefur gengið vel,“ sagði Hamrén. „Sem þjálfari þá viltu samt bæta allt. Ef þú ert sáttur með hlutina þá er hætta á að falla aftur úr. Ísland hefur verið mjög gott í samvinnu, skipulagi og varnarleik. Ég held við getum fundið eitthvað spennandi í sóknarleiknum. Það er ekkert sem ég vil breyta einn, tveir og þrír,“ sagði Hamrén. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðni: Erum að fá frábæran þjálfara, sjáið bara sigurhlutfall hans með Svía Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti Erik Hamrén til leiks sem nýjan landsliðsþjálfara Íslands á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ og Guðni er ánægður með nýja þjálfarann. 8. ágúst 2018 13:30 Guðni vill ekki gefa upp við hverja KSÍ talaði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki gera það opinbert við hverja var talað í landsliðsþjálfaraleit sambandsins. 8. ágúst 2018 14:03 Arnar Þór Viðarsson nýr njósnari hjá íslenska landsliðinu Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari hjá Lokeren, verður nýr njósnari íslenska karlalandsliðsins í fóbolta. 8. ágúst 2018 13:40 Hamrén gerir tveggja ára samning við KSÍ með möguleika á framlengingu Erik Hamrén er orðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta en þessi 61 árs gamli Svíi var kynntur í höfðuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag. 8. ágúst 2018 13:37 Mun reyna að sannfæra Ragnar Sig um að halda áfram Erik Hamrén er ekki búinn að gefa upp vonina um að Ragnar Sigurðsson haldi áfram að spila með íslenska landsliðinu. 8. ágúst 2018 13:46 Vann Ísland tvisvar sinnum sem þjálfari Svía Erik Anders Hamrén var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann hefur reynslu af því að mæta íslenska landsliðinu á þjálfaraferli sínum. 8. ágúst 2018 14:15 Svona var Erik Hamrén kynntur til leiks Knattspyrnusamband Íslands hélt blaðamannafund þar sem kynntur var til leiks nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 8. ágúst 2018 14:00 Lars fékk fimm æfingaleiki fyrir fyrsta keppnisleik en Hamrén fær engan Í annað skiptið á tæpum sjö árum þá ræður KSÍ sextugan Svía til að taka við íslenska karlalandsliðinu. Á meðan Lars Lagerbäck fékk næstum því ár til að undirbúa liðið þá fær Erik Hamrén einn mánuð. 8. ágúst 2018 14:00 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Erik Hamrén hefur mikla reynslu sem þjálfari, þjálfaði sænska landsliðið í sjö ár og vann titla með félagsliðum í þremur löndum. Nú hefur hann hinsvegar tekið að sér erfiðasta starfið á ferlinum eftir að hann samþykkti að gerast landsliðsþjálfari Íslands. Erik Hamrén hitti íslenskt fjölmiðlafólk í fyrsta sinn í dag þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Laugardalnum. „Það er mjög gaman að vera hér. Ég hlakka til að vinna með samnbandinu, leikmönnunum og stuðningsmönnunum. Ég hef starfað í meira en 25 ár sem þjálfari í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Þetta starf er samt mín stærsta áskorun á ferlinum,“ sagði Erik Hamrén á fundinum í dag. „Ég fæ það verkefni að reyna að koma þessu liði á þriðja stórmótið í röð. Ég elska svona áskorun. Stærri lið en Ísland hafa ekki náð því en ég trúi því að við getum gert það,“ sagði Hamrén. „Eins og allur heimurinn þá er ég mjög hrifinn af því sem lars og Heimir hafa afrekað með þetta lið. Ég er að koma í nýtt land og taka við nýju liði. Það er því mikilvægt að ég breyti ekki öllu. Það er mikilvægt að ég haldi áfram með það sem hefur gengið vel,“ sagði Hamrén. „Sem þjálfari þá viltu samt bæta allt. Ef þú ert sáttur með hlutina þá er hætta á að falla aftur úr. Ísland hefur verið mjög gott í samvinnu, skipulagi og varnarleik. Ég held við getum fundið eitthvað spennandi í sóknarleiknum. Það er ekkert sem ég vil breyta einn, tveir og þrír,“ sagði Hamrén.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Guðni: Erum að fá frábæran þjálfara, sjáið bara sigurhlutfall hans með Svía Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti Erik Hamrén til leiks sem nýjan landsliðsþjálfara Íslands á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ og Guðni er ánægður með nýja þjálfarann. 8. ágúst 2018 13:30 Guðni vill ekki gefa upp við hverja KSÍ talaði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki gera það opinbert við hverja var talað í landsliðsþjálfaraleit sambandsins. 8. ágúst 2018 14:03 Arnar Þór Viðarsson nýr njósnari hjá íslenska landsliðinu Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari hjá Lokeren, verður nýr njósnari íslenska karlalandsliðsins í fóbolta. 8. ágúst 2018 13:40 Hamrén gerir tveggja ára samning við KSÍ með möguleika á framlengingu Erik Hamrén er orðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta en þessi 61 árs gamli Svíi var kynntur í höfðuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag. 8. ágúst 2018 13:37 Mun reyna að sannfæra Ragnar Sig um að halda áfram Erik Hamrén er ekki búinn að gefa upp vonina um að Ragnar Sigurðsson haldi áfram að spila með íslenska landsliðinu. 8. ágúst 2018 13:46 Vann Ísland tvisvar sinnum sem þjálfari Svía Erik Anders Hamrén var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann hefur reynslu af því að mæta íslenska landsliðinu á þjálfaraferli sínum. 8. ágúst 2018 14:15 Svona var Erik Hamrén kynntur til leiks Knattspyrnusamband Íslands hélt blaðamannafund þar sem kynntur var til leiks nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 8. ágúst 2018 14:00 Lars fékk fimm æfingaleiki fyrir fyrsta keppnisleik en Hamrén fær engan Í annað skiptið á tæpum sjö árum þá ræður KSÍ sextugan Svía til að taka við íslenska karlalandsliðinu. Á meðan Lars Lagerbäck fékk næstum því ár til að undirbúa liðið þá fær Erik Hamrén einn mánuð. 8. ágúst 2018 14:00 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjá meira
Guðni: Erum að fá frábæran þjálfara, sjáið bara sigurhlutfall hans með Svía Guðni Bergsson, formaður KSÍ, kynnti Erik Hamrén til leiks sem nýjan landsliðsþjálfara Íslands á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ og Guðni er ánægður með nýja þjálfarann. 8. ágúst 2018 13:30
Guðni vill ekki gefa upp við hverja KSÍ talaði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, vildi ekki gera það opinbert við hverja var talað í landsliðsþjálfaraleit sambandsins. 8. ágúst 2018 14:03
Arnar Þór Viðarsson nýr njósnari hjá íslenska landsliðinu Arnar Þór Viðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari hjá Lokeren, verður nýr njósnari íslenska karlalandsliðsins í fóbolta. 8. ágúst 2018 13:40
Hamrén gerir tveggja ára samning við KSÍ með möguleika á framlengingu Erik Hamrén er orðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta en þessi 61 árs gamli Svíi var kynntur í höfðuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í dag. 8. ágúst 2018 13:37
Mun reyna að sannfæra Ragnar Sig um að halda áfram Erik Hamrén er ekki búinn að gefa upp vonina um að Ragnar Sigurðsson haldi áfram að spila með íslenska landsliðinu. 8. ágúst 2018 13:46
Vann Ísland tvisvar sinnum sem þjálfari Svía Erik Anders Hamrén var í dag ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta en hann hefur reynslu af því að mæta íslenska landsliðinu á þjálfaraferli sínum. 8. ágúst 2018 14:15
Svona var Erik Hamrén kynntur til leiks Knattspyrnusamband Íslands hélt blaðamannafund þar sem kynntur var til leiks nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 8. ágúst 2018 14:00
Lars fékk fimm æfingaleiki fyrir fyrsta keppnisleik en Hamrén fær engan Í annað skiptið á tæpum sjö árum þá ræður KSÍ sextugan Svía til að taka við íslenska karlalandsliðinu. Á meðan Lars Lagerbäck fékk næstum því ár til að undirbúa liðið þá fær Erik Hamrén einn mánuð. 8. ágúst 2018 14:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti