Bergþór hefur aldrei verið í betra formi Elín Albertsdóttir skrifar 31. júlí 2018 08:01 Bergþór hefur tekið sig í gegn með góðum árangri. Hér er hann í æfingum á Stöðvarfirði. BALTASTAR BREKI SAMPER Bergþór Pálsson söngvari fékk ákveðna uppljómun þegar hann tók þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. Hann missti 13 kíló sem varð til þess að hann ákvað að taka sig í gegn, bæði andlega og líkamlega. Bergþór lætur sér ekki nægja að stunda líkamsrækt undir styrkri stjórn Arnars Grant en þeir kynntust í dansþáttunum. Hann ákvað að styrkja hugann með jákvæðni að leiðarljósi sem hefur gjörbreytt andlegri líðan hans. Bergþór gaf út myndband á Youtube fyrir stuttu þar sem hann sýnir hversu einfalt það er að breyta huganum og gefast ekki upp. „Ég hef aldrei verið fyrir líkamsrækt. Fannst hún ekki áhugaverð,“ segir Bergþór sem var staddur á Þorgrímsstöðum í Breiðdal þegar við náðum í hann. Þar starfar eiginmaður hans, Albert Eiríksson, á glæsilegu hóteli. Bergþór var hins vegar að syngja í brúðkaupi á laugardag og á leið á Seyðisfjörð þar sem hann verður með tónleika með Diddú á morgun.Í sigurstöðu á hverjum morgni Þegar við náðum tali af Bergþóri snemma morguns var hann búinn að fara út í náttúruna og gera morgunæfingar. „Nýi lífsstíllinn minn gengur út á að halda sömu rútínu dag hvern. Ég held að rútínan sé vanmetinn. Fólk er auðvitað misjafnt en ég hef alltaf verið frekar sveigjanlegur í öllu. Hugsa með mér að ég geti alveg gert hlutina seinna ef ég get ekki gert þá strax. Núna fer ég í svokallaða sigurstöðu klukkan átta á hverjum morgni. Við þetta stend ég og það er engin undantekning leyfð. Morgunrútínan mín er einföld en gerir mér ótrúlega gott. Ég hugsa til dæmis um hvað það er sem ég get verið þakklátur fyrir og hverju ég geti verið stoltur af. Hormónaflæðið brýst fram og framkallar sjálfstraust. Það er makalaus galdur hvernig þetta virkar. Maður kemur inn brosandi út að eyrum og smitar aðra viðstadda. Þetta er ótrúlega orkugefandi,“ útskýrir hann.Bergþór, sem er sextugur, hefur ákveðið að eldast vel og hefur breytt mataræði og lífsstílsvenjum.BALTASAR BREKI SAMPERÞegar Bergþór er í borginni fer hann á Arnarhól og setur sig í sigurstöðu þar. Fólk hefur komið og hugleitt með honum. „Það er vel hægt að gera þetta inni í stofu eða hvar sem er. Þetta tekur bara tvær mínútur. Svo er ágætt að dansa í framhaldinu í tvær mínútur með músik í eyrunum. Ég lærði þetta á mjög merkilegu námskeiði hjá Bjarti Guðmundssyni sem nefnist Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi. Bjartur er sérfræðingur en hann fer yfir margar aðferðir á námskeiðinu. Fyrst fannst mér þetta hálf hallærislegt, jafnvel bjánalegt en svo breyttist sú hugsun, þegar ég sá að þetta svínvirkaði, þótt það væri einfalt og tæki enga stund.“ „Ef maður stýrir hugsuninni og virkjar hana tilfinningalega þá líður manni dásamlega vel. Jákvæðnin brýst fram og maður verður ósjálfrátt hamingjusamur,“ segir Bergþór. „Maður lærir að örva taugakerfið með líkamanum til að komast í sama topp tilfinningalegt ástand, eins og þegar maður hefur borið sigur úr býtum í einhverju, eða eins og þegar maður er ástfanginn. Þessa orku tekur maður inn í daginn og veröldin byrjar hreinlega að brosa á móti manni. Ég held að þjóðin ætti öll að fara á námskeið hjá Bjarti. Þjóðlífið myndi dafna og blómstra ef við nýttum okkur jákvæða hugarorku. Ég nýti jákvæðnina í líkamsræktinni sem mér hefur alltaf þótt svo leiðinleg, en þessi virkjun hugans hefur áhrif á öllum sviðum lífsins á jákvæðan hátt.“Það er ekkert verið að slóra þótt menn bregði sér af bæ. Bergþór var á Stöðvarfirði um helgina að syngja í brúðkaupi og tók nokkrar æfingar í leiðinni.Sjálfsagi og styrking Bergþór er eiginlega þekktur fyrir að vera jákvæður og brosmildur. Hann var því spurður hvers vegna hann hefði þurft á svona námskeiði að halda? „Maður kemur sér auðvitað í ákveðinn gír á sviði og það er auðvelt að grípa orku fyrir framan fullt af fólki. En til að hafa aga á sjálfum sér þarf maður pressu. Það er enginn að skipa mér að fara í líkamsrækt og því þarf ég sjálfur að pressa á mig. Ég grenntist mikið í dansinum en þegar það gerist svona hratt vill húðin verða slöpp. Mér fannst ég þurfa að styrkja húðina og Arnar Grant bauðst til að hjálpa mér. Fyrst ætlaði ég að styrkja bakið eftir slæmt þursabit en síðan vatt þetta upp á sig. Ég hef aldrei á ævinni verið í betra formi en núna,“ segir Bergþór sem er sextugur. „Það er aldrei of seint að byrja. Hreyfing er besta leiðin til að vinna gegn öldrun og sjúkdómum tengda ellinni. Lífið er núna og maður á að njóta þess.“ Bergþór segist hreyfa sig á hverjum degi og virkjar hugann að auki hvern morgun. „Almenn líðan verður svo miklu betri. Maður gengur inn í daginn með bros á vör og fær það margfalt til baka frá öllum í kringum sig. Ég hef líka tekið mataræðið í gegn. Arnar bannar mér að borða unnar matvörur, hveiti og sykur. Mér hefur ekki fundist það erfitt þótt ég hafi verið brauð- og súkkulaðifíkill,“ segir hann. „Ég má þó stundum hafa einn nammidag.“Það má vel fagna þegar maður hefur sett sér markmið og staðið við þau.Faðir Bergþórs, Páll Bergþórsson veðurfræðingur, er 95 ára. Hann hefur sömuleiðis tamið sér hollt mataræði og hreyfingu. „Pabbi byrjaði í líkamsrækt þegar hann var níræður og fer í göngur á hverjum degi. „Vonandi eldist ég eins og hann.“Flott myndband Bergþór gaf út myndbandið vegna þess að hann langaði til að sýna fólki hvað einfaldar æfingar geta gert fyrir mann. „Með því að virkja hugann á jákvæðan hátt getur maður allt í einu gert hluti sem áður þóttu ómögulegir. Maður fær aukna trú á sjálfan sig. Ég fór meira að segja í sjósund í sumar þegar frænka mín skoraði á mig. Ég er lofthræddasti maður landsins en er farinn að velta fyrir mér fallhlífarstökki,“ segir Bergþór og bætir við. „Meira að segja veðrið hefur verið ferskt og dásamlegt í sumar. Lífið verður svo miklu skemmtilegra með jákvæðnina að leiðarljósi.“ Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Bergþór Pálsson söngvari fékk ákveðna uppljómun þegar hann tók þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. Hann missti 13 kíló sem varð til þess að hann ákvað að taka sig í gegn, bæði andlega og líkamlega. Bergþór lætur sér ekki nægja að stunda líkamsrækt undir styrkri stjórn Arnars Grant en þeir kynntust í dansþáttunum. Hann ákvað að styrkja hugann með jákvæðni að leiðarljósi sem hefur gjörbreytt andlegri líðan hans. Bergþór gaf út myndband á Youtube fyrir stuttu þar sem hann sýnir hversu einfalt það er að breyta huganum og gefast ekki upp. „Ég hef aldrei verið fyrir líkamsrækt. Fannst hún ekki áhugaverð,“ segir Bergþór sem var staddur á Þorgrímsstöðum í Breiðdal þegar við náðum í hann. Þar starfar eiginmaður hans, Albert Eiríksson, á glæsilegu hóteli. Bergþór var hins vegar að syngja í brúðkaupi á laugardag og á leið á Seyðisfjörð þar sem hann verður með tónleika með Diddú á morgun.Í sigurstöðu á hverjum morgni Þegar við náðum tali af Bergþóri snemma morguns var hann búinn að fara út í náttúruna og gera morgunæfingar. „Nýi lífsstíllinn minn gengur út á að halda sömu rútínu dag hvern. Ég held að rútínan sé vanmetinn. Fólk er auðvitað misjafnt en ég hef alltaf verið frekar sveigjanlegur í öllu. Hugsa með mér að ég geti alveg gert hlutina seinna ef ég get ekki gert þá strax. Núna fer ég í svokallaða sigurstöðu klukkan átta á hverjum morgni. Við þetta stend ég og það er engin undantekning leyfð. Morgunrútínan mín er einföld en gerir mér ótrúlega gott. Ég hugsa til dæmis um hvað það er sem ég get verið þakklátur fyrir og hverju ég geti verið stoltur af. Hormónaflæðið brýst fram og framkallar sjálfstraust. Það er makalaus galdur hvernig þetta virkar. Maður kemur inn brosandi út að eyrum og smitar aðra viðstadda. Þetta er ótrúlega orkugefandi,“ útskýrir hann.Bergþór, sem er sextugur, hefur ákveðið að eldast vel og hefur breytt mataræði og lífsstílsvenjum.BALTASAR BREKI SAMPERÞegar Bergþór er í borginni fer hann á Arnarhól og setur sig í sigurstöðu þar. Fólk hefur komið og hugleitt með honum. „Það er vel hægt að gera þetta inni í stofu eða hvar sem er. Þetta tekur bara tvær mínútur. Svo er ágætt að dansa í framhaldinu í tvær mínútur með músik í eyrunum. Ég lærði þetta á mjög merkilegu námskeiði hjá Bjarti Guðmundssyni sem nefnist Óstöðvandi í topp tilfinningalegu ástandi. Bjartur er sérfræðingur en hann fer yfir margar aðferðir á námskeiðinu. Fyrst fannst mér þetta hálf hallærislegt, jafnvel bjánalegt en svo breyttist sú hugsun, þegar ég sá að þetta svínvirkaði, þótt það væri einfalt og tæki enga stund.“ „Ef maður stýrir hugsuninni og virkjar hana tilfinningalega þá líður manni dásamlega vel. Jákvæðnin brýst fram og maður verður ósjálfrátt hamingjusamur,“ segir Bergþór. „Maður lærir að örva taugakerfið með líkamanum til að komast í sama topp tilfinningalegt ástand, eins og þegar maður hefur borið sigur úr býtum í einhverju, eða eins og þegar maður er ástfanginn. Þessa orku tekur maður inn í daginn og veröldin byrjar hreinlega að brosa á móti manni. Ég held að þjóðin ætti öll að fara á námskeið hjá Bjarti. Þjóðlífið myndi dafna og blómstra ef við nýttum okkur jákvæða hugarorku. Ég nýti jákvæðnina í líkamsræktinni sem mér hefur alltaf þótt svo leiðinleg, en þessi virkjun hugans hefur áhrif á öllum sviðum lífsins á jákvæðan hátt.“Það er ekkert verið að slóra þótt menn bregði sér af bæ. Bergþór var á Stöðvarfirði um helgina að syngja í brúðkaupi og tók nokkrar æfingar í leiðinni.Sjálfsagi og styrking Bergþór er eiginlega þekktur fyrir að vera jákvæður og brosmildur. Hann var því spurður hvers vegna hann hefði þurft á svona námskeiði að halda? „Maður kemur sér auðvitað í ákveðinn gír á sviði og það er auðvelt að grípa orku fyrir framan fullt af fólki. En til að hafa aga á sjálfum sér þarf maður pressu. Það er enginn að skipa mér að fara í líkamsrækt og því þarf ég sjálfur að pressa á mig. Ég grenntist mikið í dansinum en þegar það gerist svona hratt vill húðin verða slöpp. Mér fannst ég þurfa að styrkja húðina og Arnar Grant bauðst til að hjálpa mér. Fyrst ætlaði ég að styrkja bakið eftir slæmt þursabit en síðan vatt þetta upp á sig. Ég hef aldrei á ævinni verið í betra formi en núna,“ segir Bergþór sem er sextugur. „Það er aldrei of seint að byrja. Hreyfing er besta leiðin til að vinna gegn öldrun og sjúkdómum tengda ellinni. Lífið er núna og maður á að njóta þess.“ Bergþór segist hreyfa sig á hverjum degi og virkjar hugann að auki hvern morgun. „Almenn líðan verður svo miklu betri. Maður gengur inn í daginn með bros á vör og fær það margfalt til baka frá öllum í kringum sig. Ég hef líka tekið mataræðið í gegn. Arnar bannar mér að borða unnar matvörur, hveiti og sykur. Mér hefur ekki fundist það erfitt þótt ég hafi verið brauð- og súkkulaðifíkill,“ segir hann. „Ég má þó stundum hafa einn nammidag.“Það má vel fagna þegar maður hefur sett sér markmið og staðið við þau.Faðir Bergþórs, Páll Bergþórsson veðurfræðingur, er 95 ára. Hann hefur sömuleiðis tamið sér hollt mataræði og hreyfingu. „Pabbi byrjaði í líkamsrækt þegar hann var níræður og fer í göngur á hverjum degi. „Vonandi eldist ég eins og hann.“Flott myndband Bergþór gaf út myndbandið vegna þess að hann langaði til að sýna fólki hvað einfaldar æfingar geta gert fyrir mann. „Með því að virkja hugann á jákvæðan hátt getur maður allt í einu gert hluti sem áður þóttu ómögulegir. Maður fær aukna trú á sjálfan sig. Ég fór meira að segja í sjósund í sumar þegar frænka mín skoraði á mig. Ég er lofthræddasti maður landsins en er farinn að velta fyrir mér fallhlífarstökki,“ segir Bergþór og bætir við. „Meira að segja veðrið hefur verið ferskt og dásamlegt í sumar. Lífið verður svo miklu skemmtilegra með jákvæðnina að leiðarljósi.“
Allir geta dansað Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira