Háleynilegt eftirpartý með Stellu, hamingjusamri Stjórninni og álfunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2018 09:00 Sexmenningarnir í Stjórninni ásamt Áskeli Heiðari og Magna eftir vel heppnaða Bræðslu. Magni mætti með Eitt lag enn plötu sveitarinnar og fékk áritanir allra fyrir safnið. Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir Klukkan er tvö aðfaranótt sunnudags. Ég er staddur á Borgarfirði eystra tveimur klukkustundum eftir vel heppnaða Bræðslu. Elísabet „Stella“ Sveinsdóttir er nýbúin að kasta kveðju á Grétar Örvarsson og Sigríði Beinteinsdóttur. Fjögurra manna eftirpartý er lokið. Epísku í mínum huga. Partý sem mér var svo sem ekkert boðið í en fékk að vera með í þökk sé gestgjafanum 89 ára. Við Stella sitjum þó áfram í einhverju fallegasta húsi landsins; litlu, rauðu og tyrftu. Svo álfalegt að ferðamenn liggja reglulega á gluggum og halda að það sé bara til skrauts. Stellu er slétt sama. Nú er hákarl í boði og brennivín. Borgfirðingar eru sannarlega gestrisnir og þar fer Stella fremst í flokki. Ég lofaði henni þó að skrifa ekkert um næturheimsókn Siggu og Grétars í fallega rauða húsið hennar. Það var í raun forsenda fyrir heimboði mínu. Við það verður staðið. Sem betur fer er um nóg annað að skrifa eftir geggjaða helgi sem kennd er við Bræðsluna. Tónleikarnir á Bræðslunni standa frá 19:30 til miðnættis á laugardeginum. Bræðslan, sem nú fór fram í fjórtánda skipti, er samt svo miklu meira. Dagskráin teygir sig frá miðvikudegi til sunnudags og hentar öllum. Ég hefði allt eins getað verið með mín sjö og átta ára með mér. Jói Pé og Króli, Daði Freyr, Emmsjé Gauti, lundaskoðun, fótboltavöllur, hoppa í sjóinn, fræðast um álfa og ég veit ekki hvað og hvað. Fautaskapur og fávitaháttur eiga ekki heima á Borgarfirði. Lögreglan virðist vera meira til sýnis þótt vafalítið komi upp einhver mál sem þarf að taka á. Í þetta skiptið er ég barnlaus og hinir foreldrarnir í hópnum líka. Skilnaðarkynslóðin. Börnin hjá hinu foreldrinu, og áhyggjur víðs fjarri. Bara „slagga, liffa og njódda“.Drottningarnar tvær. Sigríður Beinteinsdóttir og Elísabet „Stella“ Sveinsdóttir.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirÁ veðuryfirdrætti í tólf ár Tjaldstæðið á Borgarfirði stendur neðan við Álfaborgina þar sem álfarnir búa og hafa það gott, svo framarlega sem gestir og gangandi sýni þeim virðingu. Uppi varð fótur og fit við komuna á fimmtudagskvöldi þegar í ljós kom að ekki væri hægt að tengja fellihýsið við rafmagn. Þau fáu rafmagnstengi sem voru í boði voru komin í fulla notkun. Þremur dögum síðar, við brottför, hafði ekki gerst nein þörf fyrir rafmagn. Óþarfa fyrsta heims áhyggjur. Það er í raun ekki fyrr en á laugardeginum sem allt fyllist á tjaldsvæðinu. Þá flykkjast nærsveitungar að og bætast í hóp þeirra sem margir hverjir leggja á sig tíu tíma aksturinn úr höfuðborginni. Sumir missa varla úr Bræðslu. Flestir hefðu þó alveg verið til í að missa úr Bræðsluna í fyrra. Þá var horbjóðsveður í boði, rigning og rok. En þú tekur ekki út nema þú leggir inn. Segja má að Bræðslan hafi verið komin á feitan yfirdrátt eftir tólf ár af veðurblíðu. Miðað við veðrið þetta árið má eiga von á því að veðrið verði í góðu lagi næstu ellefu skiptin. Rigning og rok næst árið 2030. Bræðslunætur #bræðslanbestíheimi #bræðslan A post shared by Anna Margrét Jakobsd Hjarðar (@annamhjardar) on Jul 28, 2018 at 7:52am PDT Það var skýjað þegar við renndum í hlað á fimmtudagskvöldinu, hentum upp fellihýsinu og skáluðum fyrir lífinu. Eftir langt ferðalag í grenjandi rigningu birti til þegar komið var niður af Öxi. Pítsan með gráðosti og perum á Salt café á Egilsstöðum fór vel í magann. Hann er enn þurr þegar við leggjumst til hvílu, með krosslagða fingur um að vakna í sól og sumaryl. Eitthvað sem Reykvíkingar þrá heitar en ástina þetta sumarið. Og viti menn…Fjörðurinn er ekkert lítið fagur á sólríkum nóttum.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirOoooooog stökkva! Veðrið breytist hratt á Borgarfirði eystra. Svipað og á Fimmvörðuhálsi. Allur er varinn góður. En þegar við vöknum á föstudeginum er sólin mætt. Hlýrabolur, short-shorts og sólarvörn. Planið fyrir daginn? Svo sem ekkert en allt í einu erum við komin í kajak-galla og á leiðinni út á fjörð. Þangað eru andarnefjur búnar að bjóða sér í sjaldgæfa heimsókn í sumar líkt og víðar um landið. Það er Andri Björgvinsson, leikmunasérfræðingur í Borgarleikhúsinu sem á ættir að rekja til Borgarfjarðar, sem er í bransanum. Reyndar nýbyrjaður ásamt móðurbróður sínum sem sér um reksturinn en allur búnaður er til staðar fyrir áhugasama ræðara. Reyndar vantar skó í stærð 47 fyrir þann sem þetta ritar. Með fimi og vilja komast fæturnir í alltof litla skó. Það ætlar enginn að missa af þessari ferð sem reynist draumur í dós. Hápunkturinn er skrepp inn í litla vík þar sem tekin er skyldumynd fyrir samfélagsmiðlana. „Eina í viðbót,“ segir ein í hópnum sem hefur áhyggjur af því að sparibrosið hafi ekki verið klárt þegar Andri smellti af. Hann tekur eina í viðbót, ekkert stress. Fáklædd ungmenni eru við bryggjuna og allt í einu er komin áskorun. Að hoppa í sjóinn. Eftir vel heppnaða kajak-ferð erum við mætt í sundfötum á bryggjuna. Við fyrstu sýn virðist enginn stigi til að koma sér aftur upp á bryggjuna. Hin fullkomna afsökun nema allt í einu glittir í ryðgaðan stiga í kverkinni. Sjórinn er kaldur en líklega er engin betri leið fyrir fólk á fertugsaldri að fara ár eða áratugi aftur í tímann en að hoppa út í. Ryðgaður stiginn sem vantar á neðsta þrepið skilur eftir sig sár á höndum og fótum. Allt þess virði. 400 krónur fyrir sturtu á tjaldsvæðinu til að skola af sér stendur ekki í neinum. Þar bíður þó ágætis röð enda ætlar enginn að lykta í kvöldstuðinu.Dyrfjöllin gnæfa yfir Borgarfirði. Á bryggjunni er vinsælt að hoppa í sjóinn. Pottarnir hjá Björgu eru við endann á bryggjunni.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirFjölskyldufjör í Fjarðarborg Á föstudagskvöldinu er komið að föstudagsforleik í Fjarðarborg, félagsheimili heimamanna. Þar er hægt að fá sveitta borgara yfir daginn og í lúgunni langt fram á nótt. En á kvöldin, á Bræðsluhelginni, er hægt að ganga að því vísu að stemmningin sé í Fjarðarborg. Þetta kvöldið er sama dagskrá klukkan 20 og 23. Jói Pé og Króli, Amabadama og Mugison. Í fyrra hollinu sitja gestir í sætum og börnin eru velkomin. Í því seinna er staðið og dansað. Einhvern veginn verður það undir að vinahópurinn skellir sér á fyrri tónleikana. #fjarðarborg #jásæll #borgarfjörðureystri #bakkagerði #bræðslan #easticeland #roadtrip #keyrumyfirísland dagur 7 A post shared by Dagbjört Agnarsdóttir (@dagbjortagnars) on Jul 23, 2015 at 10:28am PDT Við rekumst á Magna Ásgeirsson, hinn Bræðslubróðurinn, fyrir utan Fjarðarborg. Gjörsamlega búinn á því eftir óskalagatónleika í Fjarðarborg kvöldið áður. Fimmtudagskvöldið fyrir Bræðslu eru spiluð óskalög, lög úr öllum áttum.Misstuð þið af gærkvöldinu? segir söngvarinn hneykslaður og hlustar ekki á neinar afsakanir. Fimmtudagskvöldin séu bestu kvöldin! Hann upplýsir að framundan sé hvíld fyrir aðaldaginn. Hann hafi farið aðeins of geyst kvöldið á undan. Fyrir utan B.O.B.A. þekki ég ekkert lag með Jóa Pé og Króla. Hef ekkert hlustað á þá en vinsældirnar hafa ekki farið fram hjá mér. Nú veit ég ástæðuna. Þvílíkir performerar. Króli hefur orð fyrir dúettnum og heillar gesti upp úr skónum með hnyttnum athugasemdum. Virðist ekkert hafa fyrir því. Jói Pé hefur einstaka rödd og þeirra samvinna er á pari við lakkrís og marsipan í fylltum lakkrísreimum. Hnossgæti. Ég er seldur. Vinkonur mínar sjá um að syngja með lögunum en ég nýt þeirra. Veit um leið að þeirra tónlist verður góður ferðafélagi í útilegu með krökkunum í næstu viku.B.O.B.A. hún er bomba Fýla ekki góða píu, fýla bara vonda Fyrsta deiti, púlla upp í i30 Hyundai Slæmar gellur gera mig svo rousey eins og Ronda Stutt pása er á milli atriða. Einn ungur tónleikagestur situr uppi á ofni og virðist sofnaður. Útkeyrður eða kannski spennufall eftir að hafa séð átrúnaðargoðin. Amabadama er smá stund að ná sér á flug enda ekki auðvelt verkefni að fylgja ungstirnunum eftir. Steinunn og Salka Sól komast þó fljótlega í gírinn og ekki skemmir fyrir að eiga „hossa-hossa-tungukossa“ slagarann sinn inni. Þau flytja nýtt lag sem fellur vel í kramið. Eftir stutt hlé og áfyllingu á barnum er komið að Mugison, tengdasyni landsins. Manninum sem konurnar elska, hvort sem er í Reykjavík eða Raufarhöfn. Maðurinn sem syngur um „innkíkingar“ og að stinga af mili þess sem hann spilar svo gróft á gítarinn að maður á von á því á hverri stundu að strengur slitni. Rúna kona hans syngur með honum nokkur lög. Áskorun berst endurtekið úr sal að þau fari í sleik. Niðurstaðan er tungulaus koss á munninn. Mugison stýrir sjálfur uppklappinu fyrir lokalagið. „Má ég heyra, MEIRA MEIRA!!!“ Viti menn eitt lag til og þar með er forleik á föstudegi lokið, þeim fyrri.Borgarfjörður eystri er umkringdur fallegum fjöllum og gönguleiðum.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirDansað með álfum Hann helst enn þurr og metnaðarfull plön um göngu upp í Stórurð heyrast á vörum fólks, komið á fimmta bjór eða þriðja í rauðvíni. Allt varlega áætlað. Við grillum miðnæturlærissneiðar og deilum um hápunkta tónleikanna. Ein í hópnum krossleggur fingur og vonar að Mugison eigi lítinn bróður, og að hann sé á svæðinu. Helst í næsta tjaldi. Draumórar en það er hlegið. Svakalega mikið. Það er nóg í boði fyrir gesti. Þeir sem hafa heyrt nóg í Jóa Pé og Króla þetta sumarið, já eða Amabadama og Mugison, geta skellt sér í Álfakaffi þar sem Sigga Thorlacius, Góskar og Sigurður Guðmunds syngja allt öðruvísi tónlist. Ekki síðri, bara öðruvísi. Og um nóttina er hægt að dansa í Álfakaffi, rölta um svæðið eða syngja með gítarspili á tjaldsvæðinu. Flestir velja það síðastnefnda þetta föstudagskvöld enda vissara að eiga einhver prósent eftir á rafhlöðunni fyrir aðalkvöldið. Við hin gefum Álfakaffi sénsinn og það er eins og tölvan lesi hugsanir þegar „Ég fer í fríið“ með Þorgeiri Ástvalds dettur í gang. Við búin að vera með það á heilanum eftir bílferðina austur. Græjurnar eru reyndar svo lágt stilltar að maður þarf að hafa sig allan við að heyra lagið sem maður er að syngja með. Hálftími er nóg af dansiballi. Sumir fara að sofa, einhverjir leita að rómans. Hann er í loftinu en það geta ekki allir verið í áskrift, allavega ekki í einu.Daði Freyr og Árný skemmtu sér og öðrum vel á Bræðslunni.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirSkömminni skilað Klukkstundum síðar er risið úr rekkju. Nýr dagur, ekki jafn fagur og föstudagurinn. Búið að rigna um morguninn og fólk í hverju einasta tjaldi og tjaldvagni að fresta uppvakningu og ferð á klósettið á meðan þess er beðið að guðirnir hætti gráti sínum. Svo gerist það auðvitað og við tekur þoka, og engin smá þoka. Fjöllin sem átti að ganga eru í feluleik. Það verður engin fjallganga í dag og líklega eru flestir sáttir við þá niðurstöðu þar sem þeir telja drykki gærkvöldsins í huganum. Veitingahúsið Blábjörg býður upp á frábæran mat á fínu verðlagi í hádeginu. Það sem er næstum jafn mikilvægt, þau bjóða upp á að hlaða símana. Hinir skipulögðu, sem bókuðu pláss, skella sér í heitu pottana en aðrir leggja annaðhvort upp í bíltúr á Egilsstaði eða sætta sig við að eiga ekkert betra skilið en sturturnar á tjaldsvæðinu annan daginn í röð. Fólk fjölmennir í druslugöngu og klappar vel fyrir hugrakkri ræðukonu sem deilir erfiðri lífsreynslu og skilar skömminni. Between Mountains spila fyrir gesti sem hugsa allir eitthvað á þá leið hvað heimurinn væri betri án nauðgana og kynferðisofbeldis. 2-0 í hálfleik #umfb #bræðslan A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeters) on Jul 28, 2018 at 7:59am PDT Hamingjujóga sem átti að vera á dagskrá féll niður vegna veikinda en á fótboltavellinum er árlegur leikur heimamanna við gestalið framundan. Ungmannafélag Borgarfjarðar gegn fótboltafélaginu Skúmhetti. Undirritaður var búinn að láta sig dreyma um að taka þátt í leiknum og fengið boð þess efnis. Fótboltadraslið gleymdist hins vegar í borginni og ekkert offramboð á takkaskóm í stærð 47 í plássinu. Jæja, verð með næst. Ungur strákur sem minnir svakalega á Hörð Björgvin Magnússon landsliðsmann í útliti skorar fyrsta markið í sigri heimamanna. Það kann enginn við að sigra Borgfirðinga á þeirra 17. júní.Bræðslustjórabörn kynna Daða Frey til leiks.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirLundaveisla Við endann á veginum er höfn þeirra heimamanna og lundahólmi, þar sem mávar og lundar lifa í misjafnri sátt við fýla og fleiri fugla. Ég fæ strax samviskubit yfir reykta lundanum sem ég skóflaði í mig í óvæntri veislu á Seltjarnarnesinu í fyrra. En vá hvað kjötið var gott. Takk Rósa. Það er annað sem fær okkur til að gleyma samviskubitum sem öðrum bitum. Sólin er komin og ekkert lítið velkomin. Kona á besta aldri er með krakkana í dorgi við höfnina og viti menn, það bítur á í fyrsta kasti! #puffin #borgarfjörður #lundar A post shared by tuck@singapore (@tuckwchoo) on Jun 1, 2018 at 9:33pm PDT Móðirin útskýrir að nú þurfi að henda fisknum aftur út í, treystir barninu ekki í verkið og býr sig undir kast sem minnir á gullaldarár Hreins Halldórssonar í kúluvarpinu. Fiskurinn flýgur hins vegar um borð í næsta bát þar sem engin leið er að ná til hans. Úps! Hann hefði betur endað á grillinu. Ég berst við hláturinn. Hundur konunnar sleikir eina vinkonu í framan. „Fyrsti sleikur ferðarinnar!“ segir önnur og við grenjum úr hlátri. Sama rútínan. Sólbað, sturta, grill og grillvökvinn settur í skugga og ís úr Fiskverkun Kalla Sveins þar sem skemmtilegustu konur landsins standa vaktina. Það byrjar aðeins að blása svo kvöldverðurinn færist inn í fortjald sem eykur bara á stemmninguna. Miðinn á Bræðsluna kostar tæpan tíu þúsund kall en það er enginn að stressa sig á því að mæta á mínútunni. Við missum af fyrstu atriðum og náum í skottið á Daða Frey, einn fárra Íslendinga sem láta mig líta út eins og strump. Ég heyri úr fjarlægð að hann tekur ábreiðu af „Shape of my heart“. Ábreiðukóngur Íslands í banastuði. Ég bý svo vel að vera með baksviðspassa en þangað hef ég aldrei komið á Bræðslunni. Planið er einfalt. Hanga með gestum fyrir utan, listamönnum baksviðs og ná Stjórninni í lokin.Emmsjé Gauti tryllti lýðinn á Bræðslunni.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirEmmsjé Gauti elskar Stjórnina Það er eins og Arnór Dan hafi verið að ljúka við að synda yfir Ermasundið þegar hann kemur af sviðinu eftir tónleika Agent Fresco. „Ég er rennandi blautur,“ segir hann og við tökum passívt faðmlag. Emmsjé Gauti er mættur og er næstur á svið. Það er eins og hann sé að fara að spila í fyrsta skipti.Ég er stressaður fyrir öll gigg segir Gauti og gengur hratt fram og til baka í glansandi leðurjakka. Hann útskýrir að þegar stressið hverfi þá sé komið gott. Ég spyr hikandi hvernig honum finnist að hita upp fyrir Stjórnina. Í ljós kemur að Gauti er mikill aðdándi og sannur heiður að hita upp fyrir hamingjusamasta fólk í heimi. Troðningurinn á Bræðslunni #AgentFresco #Bræðslan2018 #stæðið #sumar #2018 A post shared by Ingi Hauksson (@ingihauks) on Jul 31, 2018 at 11:26am PDT Daði Freyr og Árný fá beiðni um myndatöku frá tveimur spenntum aðdáendum af kvenkyninu. Keli trommari er búinn á því. „Segðu Gauta að hann verði að finna annan trommara,“ segir Keli í gríni. Búinn að spila með tveimur böndum og Gauta-show handan við hornið. Hann minnir á að hann spilaði einu sinni 26 gigg á fjórum dögum á Iceland Airwaves. Brosir út að eyrum. Hvers manns hugljúfi. Þekki hann ekki neitt en hann væri allan daginn á gestalistanum fyrir hresst matarboð. Magni-ficent stýrir gangi mála bak við tjöldin. Þar er boðið upp á guðaveigar og reykt hangikjöt frá Ásgeiri pabba. Bindur herbergið saman eins og teppið í Big Lebowski. Allir verða að prófa, og allir njóta. Gauti grínast með að allir verði úti í sígó á meðan hann spili, allir vilji Stjórnina. Fólk hlær og Magni er sendur í beina útsendingu á RÚV til að láta vita að Gauti sé að byrja. „Gauti er á leiðinni á svið,“ kallar Magni í hljóðnemann hjá RÚV-urunum. Gauti hendist á svið. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af Gauta. Hann elskar sviðið og sviðið elskar hann. Fólkið líka. Hann segir mér að það hafi verið afar auðveld ákvörðun að koma að spila á Bræðslunni í ár, í fyrsta skipti. Sigga átti sviðið og virtist sem allir kynnu lögin hjá Stjórninni sem fagnar 30 ára afmæli sínu á árinu.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirSex manna Stjórnin Stjórnin er mætt baksviðs og Sigga hjálpar Grétari að lauma snúrunni fyrir eyrað undir skyrtuna. Hvíta skyrtu sem verður rennandi blaut klukkutíma síðar. Þau snúa sig ágætlega út úr spurningunni um hvort þau séu hamingjusöm, eins og segir í laginu Rangur maður. Línan lýsir þeim og þeirra viðhorfi ágætlega að sögn Siggu sem viðurkennir að hún sé þó ekkert alltaf skælbrosandi í eldhúsinu heima. Hafa fengið þessa spurningu svona þúsund sinnum áður. Blaðamaður hefði getað verið frumlegri. Grétar segist ekkert stressaður en vissulega spenntur. Hann hafi verið gestur á Bræðslunni fyrir tveimur árum, rætt við Magna í tengslum við 30 ára afmæli Stjórnarinnar og þar með hafi þetta verið ákveðið. Sigga gengur fram og til baka, tekur öndunaræfingar og virkar stressuð. „Nei,“ segir hún aðspurð. Hún vilji þó alls ekki að fólk verði fyrir vonbrigðum með Stjórnina. Ætli það hafi einhvern tímann gerst? „Nei, sem betur fer ekki ennþá,“ segir Sigga létt en kokhraust. Ég rifja upp fyrir Grétari ferð mína til Akureyrar um Verslunarmannahelgi fyrir rúmum áratug. Þá var auglýst að Stjórnin væri að spila sem reyndist ekki alveg rétt. Sigga, Grétar og Kristján sonur Grétars tróðu upp en spiluðu nánast eingöngu coverlög. Örfá Stjórnarlög. „Nei, þetta er ekki Stjórnin. Stjórnin er sjö manna band,“ sagði Grétar við mig þegar ég spurði hann umrætt kvöld, eilítið hneykslaður á lagavalinu, hvort þetta ætti að heita Stjórnin. Grétar virðist ekki muna eftir þessu, skilur ekki alveg í þessu sjö-manna tali en Sigga kemur honum til bjargar og rifjar upp árabil, fyrir löngu síðan, þegar sjö voru í bandinu. Í kvöld eru þau þó sex manna band og á leiðinni á svið.Ég verð ósátt ef þú syngur ekki með öllum lögunum segir Sigga. Hún þekkir mig ekki. Auðvitað syng ég með öllum lögunum. Goes without saying!Boðið í eftirpartý Svo er tónleikunum lokið. Stjórnin spilaði í rúman klukkutíma, fólk söng með hverju einasta lagi og lokalagið, „Ég lifi í voninni“, sendir tónleikagesti út í nóttina með bros á vör. Harðasti aðdáandi Stjórnarinnar, Seyðfirðingur í húð og hár, saknaði „Hamingjumynda“ á lagalistanum en það hefur ekki verið hægt að koma öllum lögunum fyrir. Hún reynir að komast baksviðs því hún VERÐUR að fá mynd af sér með Siggu. Henni verður að ósk sinni nokkrum mínútum síðar. Einar og Eiður í Stjórninni upplýsa að þau hafi aðeins þurft tvær tveggja klukkustunda æfingar til að gera allt klárt fyrir tónleikana. Sigga, Grétar og félagar eru í skýjunum með viðtökurnar, enn betri en þau vonuðust eftir. Þau hafa verið á ferðinni um landið undanfarið og Sigga segir að unga fólkið kunni textana alveg jafnvel og það eldra. Hún reyni að tengja við tónleikagesti, ná augnsambandi og syngja með þeim. Afmælisbarnið Elísabet „Stella“ Sveinsdóttir er mætt og Bræðslubræður hóa í Siggu. Það er lykilatriði að ná mynd af aldursforsetanum með aðalnúmerunum. Tvær flottar og Stella býður Siggu í heimsókn. Sigga er efins þar til Stella útskýrir að hún búi nú bara í rauða húsinu hinum megin við götuna. „Jæja, þá hljótum við að mæta,“ segir Sigga en þau Grétar ætla að gista á Egilsstöðum um nóttina. Voru mögulega farin að sjá beddann í hyllingum. Fjögurra manna eftirpartý aldarinnar hjá Stellu í rauða húsinu. Grétar, Sigga og Tumi. Brennivín, hákarl og sögustund fram á nótt hjá flottustu 89 ára konu landsins. A post shared by Kolbeinn Tumi Dadason (@kolbeinntumi82) on Jul 29, 2018 at 6:36am PDT Tiltekt er hafin úti í sal. „Eftir tvo tíma verður allt horfið úr Bræðslunni. Það verður eins og það hafi aldrei verið tónleikar,“ segir Magni. Allir hjálpast að. Þau fjögur systkinin, björgunarsveitin, vinir, frændur og frænkur. Það var einhver sem sagði að það væri einhver hamingjusprengja í síðasta laginu. Ég verð að taka undir það. Það voru allir brosandi! Áskell Heiðar bróðir tekur í sama streng. „Já, þetta var æðislegt. Ég ætla ekkert að draga úr þessu en manni finnst alltaf síðasta Bræðslan best,“ segir Áskell Heiðar. Hann lofar ellefu Bræðslum í bongóblíðu í framhaldinu. Svo verði að koma í ljós með þessa árið 2030. Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Klámvísa Mugison og besti vinur barnanna í sólsetrinu við Drangey Upplifun föður með tvö ung börn á kvöldstund í Skagafirði þar sem vegurinn endar. 19. júlí 2017 10:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Klukkan er tvö aðfaranótt sunnudags. Ég er staddur á Borgarfirði eystra tveimur klukkustundum eftir vel heppnaða Bræðslu. Elísabet „Stella“ Sveinsdóttir er nýbúin að kasta kveðju á Grétar Örvarsson og Sigríði Beinteinsdóttur. Fjögurra manna eftirpartý er lokið. Epísku í mínum huga. Partý sem mér var svo sem ekkert boðið í en fékk að vera með í þökk sé gestgjafanum 89 ára. Við Stella sitjum þó áfram í einhverju fallegasta húsi landsins; litlu, rauðu og tyrftu. Svo álfalegt að ferðamenn liggja reglulega á gluggum og halda að það sé bara til skrauts. Stellu er slétt sama. Nú er hákarl í boði og brennivín. Borgfirðingar eru sannarlega gestrisnir og þar fer Stella fremst í flokki. Ég lofaði henni þó að skrifa ekkert um næturheimsókn Siggu og Grétars í fallega rauða húsið hennar. Það var í raun forsenda fyrir heimboði mínu. Við það verður staðið. Sem betur fer er um nóg annað að skrifa eftir geggjaða helgi sem kennd er við Bræðsluna. Tónleikarnir á Bræðslunni standa frá 19:30 til miðnættis á laugardeginum. Bræðslan, sem nú fór fram í fjórtánda skipti, er samt svo miklu meira. Dagskráin teygir sig frá miðvikudegi til sunnudags og hentar öllum. Ég hefði allt eins getað verið með mín sjö og átta ára með mér. Jói Pé og Króli, Daði Freyr, Emmsjé Gauti, lundaskoðun, fótboltavöllur, hoppa í sjóinn, fræðast um álfa og ég veit ekki hvað og hvað. Fautaskapur og fávitaháttur eiga ekki heima á Borgarfirði. Lögreglan virðist vera meira til sýnis þótt vafalítið komi upp einhver mál sem þarf að taka á. Í þetta skiptið er ég barnlaus og hinir foreldrarnir í hópnum líka. Skilnaðarkynslóðin. Börnin hjá hinu foreldrinu, og áhyggjur víðs fjarri. Bara „slagga, liffa og njódda“.Drottningarnar tvær. Sigríður Beinteinsdóttir og Elísabet „Stella“ Sveinsdóttir.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirÁ veðuryfirdrætti í tólf ár Tjaldstæðið á Borgarfirði stendur neðan við Álfaborgina þar sem álfarnir búa og hafa það gott, svo framarlega sem gestir og gangandi sýni þeim virðingu. Uppi varð fótur og fit við komuna á fimmtudagskvöldi þegar í ljós kom að ekki væri hægt að tengja fellihýsið við rafmagn. Þau fáu rafmagnstengi sem voru í boði voru komin í fulla notkun. Þremur dögum síðar, við brottför, hafði ekki gerst nein þörf fyrir rafmagn. Óþarfa fyrsta heims áhyggjur. Það er í raun ekki fyrr en á laugardeginum sem allt fyllist á tjaldsvæðinu. Þá flykkjast nærsveitungar að og bætast í hóp þeirra sem margir hverjir leggja á sig tíu tíma aksturinn úr höfuðborginni. Sumir missa varla úr Bræðslu. Flestir hefðu þó alveg verið til í að missa úr Bræðsluna í fyrra. Þá var horbjóðsveður í boði, rigning og rok. En þú tekur ekki út nema þú leggir inn. Segja má að Bræðslan hafi verið komin á feitan yfirdrátt eftir tólf ár af veðurblíðu. Miðað við veðrið þetta árið má eiga von á því að veðrið verði í góðu lagi næstu ellefu skiptin. Rigning og rok næst árið 2030. Bræðslunætur #bræðslanbestíheimi #bræðslan A post shared by Anna Margrét Jakobsd Hjarðar (@annamhjardar) on Jul 28, 2018 at 7:52am PDT Það var skýjað þegar við renndum í hlað á fimmtudagskvöldinu, hentum upp fellihýsinu og skáluðum fyrir lífinu. Eftir langt ferðalag í grenjandi rigningu birti til þegar komið var niður af Öxi. Pítsan með gráðosti og perum á Salt café á Egilsstöðum fór vel í magann. Hann er enn þurr þegar við leggjumst til hvílu, með krosslagða fingur um að vakna í sól og sumaryl. Eitthvað sem Reykvíkingar þrá heitar en ástina þetta sumarið. Og viti menn…Fjörðurinn er ekkert lítið fagur á sólríkum nóttum.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirOoooooog stökkva! Veðrið breytist hratt á Borgarfirði eystra. Svipað og á Fimmvörðuhálsi. Allur er varinn góður. En þegar við vöknum á föstudeginum er sólin mætt. Hlýrabolur, short-shorts og sólarvörn. Planið fyrir daginn? Svo sem ekkert en allt í einu erum við komin í kajak-galla og á leiðinni út á fjörð. Þangað eru andarnefjur búnar að bjóða sér í sjaldgæfa heimsókn í sumar líkt og víðar um landið. Það er Andri Björgvinsson, leikmunasérfræðingur í Borgarleikhúsinu sem á ættir að rekja til Borgarfjarðar, sem er í bransanum. Reyndar nýbyrjaður ásamt móðurbróður sínum sem sér um reksturinn en allur búnaður er til staðar fyrir áhugasama ræðara. Reyndar vantar skó í stærð 47 fyrir þann sem þetta ritar. Með fimi og vilja komast fæturnir í alltof litla skó. Það ætlar enginn að missa af þessari ferð sem reynist draumur í dós. Hápunkturinn er skrepp inn í litla vík þar sem tekin er skyldumynd fyrir samfélagsmiðlana. „Eina í viðbót,“ segir ein í hópnum sem hefur áhyggjur af því að sparibrosið hafi ekki verið klárt þegar Andri smellti af. Hann tekur eina í viðbót, ekkert stress. Fáklædd ungmenni eru við bryggjuna og allt í einu er komin áskorun. Að hoppa í sjóinn. Eftir vel heppnaða kajak-ferð erum við mætt í sundfötum á bryggjuna. Við fyrstu sýn virðist enginn stigi til að koma sér aftur upp á bryggjuna. Hin fullkomna afsökun nema allt í einu glittir í ryðgaðan stiga í kverkinni. Sjórinn er kaldur en líklega er engin betri leið fyrir fólk á fertugsaldri að fara ár eða áratugi aftur í tímann en að hoppa út í. Ryðgaður stiginn sem vantar á neðsta þrepið skilur eftir sig sár á höndum og fótum. Allt þess virði. 400 krónur fyrir sturtu á tjaldsvæðinu til að skola af sér stendur ekki í neinum. Þar bíður þó ágætis röð enda ætlar enginn að lykta í kvöldstuðinu.Dyrfjöllin gnæfa yfir Borgarfirði. Á bryggjunni er vinsælt að hoppa í sjóinn. Pottarnir hjá Björgu eru við endann á bryggjunni.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirFjölskyldufjör í Fjarðarborg Á föstudagskvöldinu er komið að föstudagsforleik í Fjarðarborg, félagsheimili heimamanna. Þar er hægt að fá sveitta borgara yfir daginn og í lúgunni langt fram á nótt. En á kvöldin, á Bræðsluhelginni, er hægt að ganga að því vísu að stemmningin sé í Fjarðarborg. Þetta kvöldið er sama dagskrá klukkan 20 og 23. Jói Pé og Króli, Amabadama og Mugison. Í fyrra hollinu sitja gestir í sætum og börnin eru velkomin. Í því seinna er staðið og dansað. Einhvern veginn verður það undir að vinahópurinn skellir sér á fyrri tónleikana. #fjarðarborg #jásæll #borgarfjörðureystri #bakkagerði #bræðslan #easticeland #roadtrip #keyrumyfirísland dagur 7 A post shared by Dagbjört Agnarsdóttir (@dagbjortagnars) on Jul 23, 2015 at 10:28am PDT Við rekumst á Magna Ásgeirsson, hinn Bræðslubróðurinn, fyrir utan Fjarðarborg. Gjörsamlega búinn á því eftir óskalagatónleika í Fjarðarborg kvöldið áður. Fimmtudagskvöldið fyrir Bræðslu eru spiluð óskalög, lög úr öllum áttum.Misstuð þið af gærkvöldinu? segir söngvarinn hneykslaður og hlustar ekki á neinar afsakanir. Fimmtudagskvöldin séu bestu kvöldin! Hann upplýsir að framundan sé hvíld fyrir aðaldaginn. Hann hafi farið aðeins of geyst kvöldið á undan. Fyrir utan B.O.B.A. þekki ég ekkert lag með Jóa Pé og Króla. Hef ekkert hlustað á þá en vinsældirnar hafa ekki farið fram hjá mér. Nú veit ég ástæðuna. Þvílíkir performerar. Króli hefur orð fyrir dúettnum og heillar gesti upp úr skónum með hnyttnum athugasemdum. Virðist ekkert hafa fyrir því. Jói Pé hefur einstaka rödd og þeirra samvinna er á pari við lakkrís og marsipan í fylltum lakkrísreimum. Hnossgæti. Ég er seldur. Vinkonur mínar sjá um að syngja með lögunum en ég nýt þeirra. Veit um leið að þeirra tónlist verður góður ferðafélagi í útilegu með krökkunum í næstu viku.B.O.B.A. hún er bomba Fýla ekki góða píu, fýla bara vonda Fyrsta deiti, púlla upp í i30 Hyundai Slæmar gellur gera mig svo rousey eins og Ronda Stutt pása er á milli atriða. Einn ungur tónleikagestur situr uppi á ofni og virðist sofnaður. Útkeyrður eða kannski spennufall eftir að hafa séð átrúnaðargoðin. Amabadama er smá stund að ná sér á flug enda ekki auðvelt verkefni að fylgja ungstirnunum eftir. Steinunn og Salka Sól komast þó fljótlega í gírinn og ekki skemmir fyrir að eiga „hossa-hossa-tungukossa“ slagarann sinn inni. Þau flytja nýtt lag sem fellur vel í kramið. Eftir stutt hlé og áfyllingu á barnum er komið að Mugison, tengdasyni landsins. Manninum sem konurnar elska, hvort sem er í Reykjavík eða Raufarhöfn. Maðurinn sem syngur um „innkíkingar“ og að stinga af mili þess sem hann spilar svo gróft á gítarinn að maður á von á því á hverri stundu að strengur slitni. Rúna kona hans syngur með honum nokkur lög. Áskorun berst endurtekið úr sal að þau fari í sleik. Niðurstaðan er tungulaus koss á munninn. Mugison stýrir sjálfur uppklappinu fyrir lokalagið. „Má ég heyra, MEIRA MEIRA!!!“ Viti menn eitt lag til og þar með er forleik á föstudegi lokið, þeim fyrri.Borgarfjörður eystri er umkringdur fallegum fjöllum og gönguleiðum.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirDansað með álfum Hann helst enn þurr og metnaðarfull plön um göngu upp í Stórurð heyrast á vörum fólks, komið á fimmta bjór eða þriðja í rauðvíni. Allt varlega áætlað. Við grillum miðnæturlærissneiðar og deilum um hápunkta tónleikanna. Ein í hópnum krossleggur fingur og vonar að Mugison eigi lítinn bróður, og að hann sé á svæðinu. Helst í næsta tjaldi. Draumórar en það er hlegið. Svakalega mikið. Það er nóg í boði fyrir gesti. Þeir sem hafa heyrt nóg í Jóa Pé og Króla þetta sumarið, já eða Amabadama og Mugison, geta skellt sér í Álfakaffi þar sem Sigga Thorlacius, Góskar og Sigurður Guðmunds syngja allt öðruvísi tónlist. Ekki síðri, bara öðruvísi. Og um nóttina er hægt að dansa í Álfakaffi, rölta um svæðið eða syngja með gítarspili á tjaldsvæðinu. Flestir velja það síðastnefnda þetta föstudagskvöld enda vissara að eiga einhver prósent eftir á rafhlöðunni fyrir aðalkvöldið. Við hin gefum Álfakaffi sénsinn og það er eins og tölvan lesi hugsanir þegar „Ég fer í fríið“ með Þorgeiri Ástvalds dettur í gang. Við búin að vera með það á heilanum eftir bílferðina austur. Græjurnar eru reyndar svo lágt stilltar að maður þarf að hafa sig allan við að heyra lagið sem maður er að syngja með. Hálftími er nóg af dansiballi. Sumir fara að sofa, einhverjir leita að rómans. Hann er í loftinu en það geta ekki allir verið í áskrift, allavega ekki í einu.Daði Freyr og Árný skemmtu sér og öðrum vel á Bræðslunni.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirSkömminni skilað Klukkstundum síðar er risið úr rekkju. Nýr dagur, ekki jafn fagur og föstudagurinn. Búið að rigna um morguninn og fólk í hverju einasta tjaldi og tjaldvagni að fresta uppvakningu og ferð á klósettið á meðan þess er beðið að guðirnir hætti gráti sínum. Svo gerist það auðvitað og við tekur þoka, og engin smá þoka. Fjöllin sem átti að ganga eru í feluleik. Það verður engin fjallganga í dag og líklega eru flestir sáttir við þá niðurstöðu þar sem þeir telja drykki gærkvöldsins í huganum. Veitingahúsið Blábjörg býður upp á frábæran mat á fínu verðlagi í hádeginu. Það sem er næstum jafn mikilvægt, þau bjóða upp á að hlaða símana. Hinir skipulögðu, sem bókuðu pláss, skella sér í heitu pottana en aðrir leggja annaðhvort upp í bíltúr á Egilsstaði eða sætta sig við að eiga ekkert betra skilið en sturturnar á tjaldsvæðinu annan daginn í röð. Fólk fjölmennir í druslugöngu og klappar vel fyrir hugrakkri ræðukonu sem deilir erfiðri lífsreynslu og skilar skömminni. Between Mountains spila fyrir gesti sem hugsa allir eitthvað á þá leið hvað heimurinn væri betri án nauðgana og kynferðisofbeldis. 2-0 í hálfleik #umfb #bræðslan A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeters) on Jul 28, 2018 at 7:59am PDT Hamingjujóga sem átti að vera á dagskrá féll niður vegna veikinda en á fótboltavellinum er árlegur leikur heimamanna við gestalið framundan. Ungmannafélag Borgarfjarðar gegn fótboltafélaginu Skúmhetti. Undirritaður var búinn að láta sig dreyma um að taka þátt í leiknum og fengið boð þess efnis. Fótboltadraslið gleymdist hins vegar í borginni og ekkert offramboð á takkaskóm í stærð 47 í plássinu. Jæja, verð með næst. Ungur strákur sem minnir svakalega á Hörð Björgvin Magnússon landsliðsmann í útliti skorar fyrsta markið í sigri heimamanna. Það kann enginn við að sigra Borgfirðinga á þeirra 17. júní.Bræðslustjórabörn kynna Daða Frey til leiks.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirLundaveisla Við endann á veginum er höfn þeirra heimamanna og lundahólmi, þar sem mávar og lundar lifa í misjafnri sátt við fýla og fleiri fugla. Ég fæ strax samviskubit yfir reykta lundanum sem ég skóflaði í mig í óvæntri veislu á Seltjarnarnesinu í fyrra. En vá hvað kjötið var gott. Takk Rósa. Það er annað sem fær okkur til að gleyma samviskubitum sem öðrum bitum. Sólin er komin og ekkert lítið velkomin. Kona á besta aldri er með krakkana í dorgi við höfnina og viti menn, það bítur á í fyrsta kasti! #puffin #borgarfjörður #lundar A post shared by tuck@singapore (@tuckwchoo) on Jun 1, 2018 at 9:33pm PDT Móðirin útskýrir að nú þurfi að henda fisknum aftur út í, treystir barninu ekki í verkið og býr sig undir kast sem minnir á gullaldarár Hreins Halldórssonar í kúluvarpinu. Fiskurinn flýgur hins vegar um borð í næsta bát þar sem engin leið er að ná til hans. Úps! Hann hefði betur endað á grillinu. Ég berst við hláturinn. Hundur konunnar sleikir eina vinkonu í framan. „Fyrsti sleikur ferðarinnar!“ segir önnur og við grenjum úr hlátri. Sama rútínan. Sólbað, sturta, grill og grillvökvinn settur í skugga og ís úr Fiskverkun Kalla Sveins þar sem skemmtilegustu konur landsins standa vaktina. Það byrjar aðeins að blása svo kvöldverðurinn færist inn í fortjald sem eykur bara á stemmninguna. Miðinn á Bræðsluna kostar tæpan tíu þúsund kall en það er enginn að stressa sig á því að mæta á mínútunni. Við missum af fyrstu atriðum og náum í skottið á Daða Frey, einn fárra Íslendinga sem láta mig líta út eins og strump. Ég heyri úr fjarlægð að hann tekur ábreiðu af „Shape of my heart“. Ábreiðukóngur Íslands í banastuði. Ég bý svo vel að vera með baksviðspassa en þangað hef ég aldrei komið á Bræðslunni. Planið er einfalt. Hanga með gestum fyrir utan, listamönnum baksviðs og ná Stjórninni í lokin.Emmsjé Gauti tryllti lýðinn á Bræðslunni.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirEmmsjé Gauti elskar Stjórnina Það er eins og Arnór Dan hafi verið að ljúka við að synda yfir Ermasundið þegar hann kemur af sviðinu eftir tónleika Agent Fresco. „Ég er rennandi blautur,“ segir hann og við tökum passívt faðmlag. Emmsjé Gauti er mættur og er næstur á svið. Það er eins og hann sé að fara að spila í fyrsta skipti.Ég er stressaður fyrir öll gigg segir Gauti og gengur hratt fram og til baka í glansandi leðurjakka. Hann útskýrir að þegar stressið hverfi þá sé komið gott. Ég spyr hikandi hvernig honum finnist að hita upp fyrir Stjórnina. Í ljós kemur að Gauti er mikill aðdándi og sannur heiður að hita upp fyrir hamingjusamasta fólk í heimi. Troðningurinn á Bræðslunni #AgentFresco #Bræðslan2018 #stæðið #sumar #2018 A post shared by Ingi Hauksson (@ingihauks) on Jul 31, 2018 at 11:26am PDT Daði Freyr og Árný fá beiðni um myndatöku frá tveimur spenntum aðdáendum af kvenkyninu. Keli trommari er búinn á því. „Segðu Gauta að hann verði að finna annan trommara,“ segir Keli í gríni. Búinn að spila með tveimur böndum og Gauta-show handan við hornið. Hann minnir á að hann spilaði einu sinni 26 gigg á fjórum dögum á Iceland Airwaves. Brosir út að eyrum. Hvers manns hugljúfi. Þekki hann ekki neitt en hann væri allan daginn á gestalistanum fyrir hresst matarboð. Magni-ficent stýrir gangi mála bak við tjöldin. Þar er boðið upp á guðaveigar og reykt hangikjöt frá Ásgeiri pabba. Bindur herbergið saman eins og teppið í Big Lebowski. Allir verða að prófa, og allir njóta. Gauti grínast með að allir verði úti í sígó á meðan hann spili, allir vilji Stjórnina. Fólk hlær og Magni er sendur í beina útsendingu á RÚV til að láta vita að Gauti sé að byrja. „Gauti er á leiðinni á svið,“ kallar Magni í hljóðnemann hjá RÚV-urunum. Gauti hendist á svið. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af Gauta. Hann elskar sviðið og sviðið elskar hann. Fólkið líka. Hann segir mér að það hafi verið afar auðveld ákvörðun að koma að spila á Bræðslunni í ár, í fyrsta skipti. Sigga átti sviðið og virtist sem allir kynnu lögin hjá Stjórninni sem fagnar 30 ára afmæli sínu á árinu.Aldís Fjóla Borgfjörð ÁsgeirsdóttirSex manna Stjórnin Stjórnin er mætt baksviðs og Sigga hjálpar Grétari að lauma snúrunni fyrir eyrað undir skyrtuna. Hvíta skyrtu sem verður rennandi blaut klukkutíma síðar. Þau snúa sig ágætlega út úr spurningunni um hvort þau séu hamingjusöm, eins og segir í laginu Rangur maður. Línan lýsir þeim og þeirra viðhorfi ágætlega að sögn Siggu sem viðurkennir að hún sé þó ekkert alltaf skælbrosandi í eldhúsinu heima. Hafa fengið þessa spurningu svona þúsund sinnum áður. Blaðamaður hefði getað verið frumlegri. Grétar segist ekkert stressaður en vissulega spenntur. Hann hafi verið gestur á Bræðslunni fyrir tveimur árum, rætt við Magna í tengslum við 30 ára afmæli Stjórnarinnar og þar með hafi þetta verið ákveðið. Sigga gengur fram og til baka, tekur öndunaræfingar og virkar stressuð. „Nei,“ segir hún aðspurð. Hún vilji þó alls ekki að fólk verði fyrir vonbrigðum með Stjórnina. Ætli það hafi einhvern tímann gerst? „Nei, sem betur fer ekki ennþá,“ segir Sigga létt en kokhraust. Ég rifja upp fyrir Grétari ferð mína til Akureyrar um Verslunarmannahelgi fyrir rúmum áratug. Þá var auglýst að Stjórnin væri að spila sem reyndist ekki alveg rétt. Sigga, Grétar og Kristján sonur Grétars tróðu upp en spiluðu nánast eingöngu coverlög. Örfá Stjórnarlög. „Nei, þetta er ekki Stjórnin. Stjórnin er sjö manna band,“ sagði Grétar við mig þegar ég spurði hann umrætt kvöld, eilítið hneykslaður á lagavalinu, hvort þetta ætti að heita Stjórnin. Grétar virðist ekki muna eftir þessu, skilur ekki alveg í þessu sjö-manna tali en Sigga kemur honum til bjargar og rifjar upp árabil, fyrir löngu síðan, þegar sjö voru í bandinu. Í kvöld eru þau þó sex manna band og á leiðinni á svið.Ég verð ósátt ef þú syngur ekki með öllum lögunum segir Sigga. Hún þekkir mig ekki. Auðvitað syng ég með öllum lögunum. Goes without saying!Boðið í eftirpartý Svo er tónleikunum lokið. Stjórnin spilaði í rúman klukkutíma, fólk söng með hverju einasta lagi og lokalagið, „Ég lifi í voninni“, sendir tónleikagesti út í nóttina með bros á vör. Harðasti aðdáandi Stjórnarinnar, Seyðfirðingur í húð og hár, saknaði „Hamingjumynda“ á lagalistanum en það hefur ekki verið hægt að koma öllum lögunum fyrir. Hún reynir að komast baksviðs því hún VERÐUR að fá mynd af sér með Siggu. Henni verður að ósk sinni nokkrum mínútum síðar. Einar og Eiður í Stjórninni upplýsa að þau hafi aðeins þurft tvær tveggja klukkustunda æfingar til að gera allt klárt fyrir tónleikana. Sigga, Grétar og félagar eru í skýjunum með viðtökurnar, enn betri en þau vonuðust eftir. Þau hafa verið á ferðinni um landið undanfarið og Sigga segir að unga fólkið kunni textana alveg jafnvel og það eldra. Hún reyni að tengja við tónleikagesti, ná augnsambandi og syngja með þeim. Afmælisbarnið Elísabet „Stella“ Sveinsdóttir er mætt og Bræðslubræður hóa í Siggu. Það er lykilatriði að ná mynd af aldursforsetanum með aðalnúmerunum. Tvær flottar og Stella býður Siggu í heimsókn. Sigga er efins þar til Stella útskýrir að hún búi nú bara í rauða húsinu hinum megin við götuna. „Jæja, þá hljótum við að mæta,“ segir Sigga en þau Grétar ætla að gista á Egilsstöðum um nóttina. Voru mögulega farin að sjá beddann í hyllingum. Fjögurra manna eftirpartý aldarinnar hjá Stellu í rauða húsinu. Grétar, Sigga og Tumi. Brennivín, hákarl og sögustund fram á nótt hjá flottustu 89 ára konu landsins. A post shared by Kolbeinn Tumi Dadason (@kolbeinntumi82) on Jul 29, 2018 at 6:36am PDT Tiltekt er hafin úti í sal. „Eftir tvo tíma verður allt horfið úr Bræðslunni. Það verður eins og það hafi aldrei verið tónleikar,“ segir Magni. Allir hjálpast að. Þau fjögur systkinin, björgunarsveitin, vinir, frændur og frænkur. Það var einhver sem sagði að það væri einhver hamingjusprengja í síðasta laginu. Ég verð að taka undir það. Það voru allir brosandi! Áskell Heiðar bróðir tekur í sama streng. „Já, þetta var æðislegt. Ég ætla ekkert að draga úr þessu en manni finnst alltaf síðasta Bræðslan best,“ segir Áskell Heiðar. Hann lofar ellefu Bræðslum í bongóblíðu í framhaldinu. Svo verði að koma í ljós með þessa árið 2030.
Borgarfjörður eystri Tónlist Tengdar fréttir Klámvísa Mugison og besti vinur barnanna í sólsetrinu við Drangey Upplifun föður með tvö ung börn á kvöldstund í Skagafirði þar sem vegurinn endar. 19. júlí 2017 10:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Klámvísa Mugison og besti vinur barnanna í sólsetrinu við Drangey Upplifun föður með tvö ung börn á kvöldstund í Skagafirði þar sem vegurinn endar. 19. júlí 2017 10:30