Radiohead krefst svara vegna dauða tæknimanns á sviði Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 11:04 Thom Yorke, söngvari Radiohead, á tónleikum sveitarinnar í New York 11. júlí síðastliðinn. Vísir/getty Breska hljómsveitin Radiohead krefst svara vegna slyss sem varð þegar svið, sem hljómsveitin átti að halda tónleika á skömmu síðar, féll saman í kanadísku borginni Toronto árið 2012. Tæknimaður sveitarinnar, Scott Johnson, lést í slysinu. Radiohead sneri aftur til Toronto í gær, í fyrsta sinn síðan slysið varð, og hélt þar tónleika. Söngvari sveitarinnar, Thom Yorke, ávarpaði áhorfendaskarann og lýsti yfir óánægju með rannsókn á slysinu, sem hvílt hefur eins og mara á meðlimum sveitarinnar í sex ár. „Fólkið sem á að taka ábyrgð á slysinu hefur enn ekki tekið ábyrgð. Þögnin er ærandi,“ sagði Yorke og efndi í kjölfarið til mínútuþagnar í minningu Johnson. Myndband af ávarpi Yorke má sjá í spilaranum hér að neðan.Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, varð slysið klukkutíma áður en áhorfendum var hleypt inn á tónleikastaðinn Downsview Park í Toronto árið 2012. Eins og áður sagði lést hinn 33 ára gamli Johnson nær samstundis er hann varð fyrir brakinu og þrír slösuðust að auki. Ári síðar voru þrír ákærðir fyrir aðild að slysinu: afþreyingarfyrirtækið Live Nation, verkfræðingurinn Domenic Cugliari og verktakinn Optex Staging and Service. Allir ákærðu neituðu sök. Dómsmálinu var hins vegar vísað frá vegna úrskurðar Hæstaréttar Kanada sem hafði úrskurðaði að öll mál ættu að fara fyrir dóm í héraðsdómstólum innan átján mánaða. Meðlimir Radiohead hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með lyktir málsins. Á miðvikudag sagðist trommari sveitarinnar, Phil Selway, „bálreiður“ yfir því að andlát Johnson hefði aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt. Hann bætti þó við að rannsókn á slysinu ætti að hefjast á næsta ári. Tónlist Tengdar fréttir Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead krefst svara vegna slyss sem varð þegar svið, sem hljómsveitin átti að halda tónleika á skömmu síðar, féll saman í kanadísku borginni Toronto árið 2012. Tæknimaður sveitarinnar, Scott Johnson, lést í slysinu. Radiohead sneri aftur til Toronto í gær, í fyrsta sinn síðan slysið varð, og hélt þar tónleika. Söngvari sveitarinnar, Thom Yorke, ávarpaði áhorfendaskarann og lýsti yfir óánægju með rannsókn á slysinu, sem hvílt hefur eins og mara á meðlimum sveitarinnar í sex ár. „Fólkið sem á að taka ábyrgð á slysinu hefur enn ekki tekið ábyrgð. Þögnin er ærandi,“ sagði Yorke og efndi í kjölfarið til mínútuþagnar í minningu Johnson. Myndband af ávarpi Yorke má sjá í spilaranum hér að neðan.Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, varð slysið klukkutíma áður en áhorfendum var hleypt inn á tónleikastaðinn Downsview Park í Toronto árið 2012. Eins og áður sagði lést hinn 33 ára gamli Johnson nær samstundis er hann varð fyrir brakinu og þrír slösuðust að auki. Ári síðar voru þrír ákærðir fyrir aðild að slysinu: afþreyingarfyrirtækið Live Nation, verkfræðingurinn Domenic Cugliari og verktakinn Optex Staging and Service. Allir ákærðu neituðu sök. Dómsmálinu var hins vegar vísað frá vegna úrskurðar Hæstaréttar Kanada sem hafði úrskurðaði að öll mál ættu að fara fyrir dóm í héraðsdómstólum innan átján mánaða. Meðlimir Radiohead hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með lyktir málsins. Á miðvikudag sagðist trommari sveitarinnar, Phil Selway, „bálreiður“ yfir því að andlát Johnson hefði aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt. Hann bætti þó við að rannsókn á slysinu ætti að hefjast á næsta ári.
Tónlist Tengdar fréttir Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30