Upphitun: Nær Vettel að verja heimavöllinn? Bragi Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Vettel sigraði á heimavelli Hamilton í síðasta kappakstri. Hvað gerist á heimavelli Vettel um helgina? Vísir/Getty Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Svona var blaðamannafundur Víkings Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira