Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 4-1 | Breiðablik niðurlægði FH Magnús Ellert Bjarnason á Kópavogsvelli skrifar 22. júlí 2018 22:30 Blikarnir gátu fagnað í kvöld. vísir/bára Breiðablik lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttu Pepsi-deildar karla, en fyrr í kvöld unnu þeir FH örugglega, 4-1, á Kópavogsvelli. Fyrsta mark leiksins skoraði daninn Thomas Mikkelsen á 32. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Náði hann þá góðum skalla á markið eftir aukaspyrnu Gísla Eyjólfssonar en Gunnar Nielsen, markmaður FH, hefði átt að gera betur. Ákaflega klaufalegir tilburðir hjá færeyingnum í markinu. Þrátt fyrir nokkrar ágætar sóknir beggja liða voru ekki fleiri mörk skoruð í fyrri hálfeik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim siðari. Robbie Crawford kom inn á í liði FH og var hann ekki lengi að setja sitt mark á leikinn. Skoraði hann á 53. mínútu með laglegu skoti úr teignum. Eftir jöfnunarmarkið leit allt út fyrir að FH myndi komast yfir og stjórnuðu þeir leiknum. Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, hélt sínum mönnum hins vegar á floti og varði tvívegis stórkostlega frá Steven Lennon. Á tveggja mínútna kafla breyttist síðan leikurinn. Leikmenn Breiðabliks áttu augljóslega mun meira eftir á tankinum og keyrðu þeir yfir þreytta leikmenn FH. Davíð Kristján kom þeim yfir, 2-1, á 77. mínútu þegar hann var mokaði boltanum inn fyrir línuna eftir laglega aukaspyrnu Gísla og snertingu Thomas Mikkelsen. Aðeins tveim mínútum síðar skoraði Gísli síðan þriðja mark Blika eftir vel útfærða skyndisókn þeirra. Willum stakk boltanum inn fyrir vörn FH á Andra Rafn Yeoman sem var óeigingjarn og renndi boltanum til hliðar á Gísla, sem gat ekki annað en skorað fyrir opnu marki. Á 86. mínútu gerði varamaðurinn Arnór Gauti síðan endanlega útum þetta. Skoraði hann eftir góðan undirbúning annars varamanns, Arons Bjarnasonar. Á þessum tímapunkti var allur vindur úr leikmönnum FH og þeir höfðu skiljanlega gefist upp. Sigur Breiðabliks var fyllilega verðskuldaður en spilamennska þeirra á köflum í síðari hálfleik var frábær. Með sigrinum sest Breiðablik að hlið Stjörnunnar í 2. sæti, með 25 stig, þrem stigum á eftir toppliði Vals. Titilvonir FH virðast hins vegar vera úr sögunni. Af hverju vann Breiðablik? Leikmenn Breiðabliks, sem voru í raun allir góðir í kvöld, einfaldlega hlupu yfir FH í síðari hálfleik. Mörk þeirra komu eftir vel útfærðar skyndisóknir og föst leikatriði en að sama skapi virkaði vörn FH óörugg. Eftir að Breiðablik var komið 3-1 yfir var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda, en leikmenn FH voru augljóslega þreyttir og virtust hafa litla trú á því að þeir gætu komið tilbaka. Hverjir stóðu upp úr? Líkt og kom fram að ofan voru í raun allir leikmenn Breiðabliks góðir í kvöld og því erfitt að tiltaka einhvern einn leikmann úr liði þeirra eftir þennan frábæra sigur. Gulli átti einn sinn besta leik í sumar og hélt þeim á floti í stöðunni 1-1 með nokkrum frábærum markvörslum. Gísli Eyjólfsson átti auk þess einn sinn besta leik í sumar; lagði upp tvö mörk og skoraði eitt, ekki amalegt kvöld það. Thomas Mikkelsen skoraði sitt annað mark í tveim leikjum og lagði eitt upp. Frábær byrjun hjá dananum í blikatreyjunni. Þá var Andri Rafn Yeoman einnig frábær í kvöld og tók yfir miðjuna í síðari hálfleik ásamt Oliver Sigurjónsyni. Að lokum var vörnin í heild sinni öflug sem fyrr en ekki er að sjá að það vanti þar einn besta varnarmann deildarinnar, Elfar Frey Helgason. Hvað gekk illa? FH gekk illa að svara áhlaupi Breiðabliks í síðari hálfleik. Þá var varnarleikur þeirra í föstum leikatriðum og skyndisóknum Blika einfaldlega lélegur. Auk þess gekk FH illa að skapa sér færi í síðari hálfleik en þegar þeir sköpuðu sér færi lokaði Gulli marki Blika. Hvað gerist næst? Næstkomandi mánudagskvöld heldur Breiðablik suður með sjó þar sem þeir heimsækja botnlið Keflavíkur. Sama kvöld tekur FH á móti Fjölni.Ágúst: Sigur liðsheildarinnar Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur í leikslok og feginn því að hafa fengið stigin þrjú. Með sigrinum og frábærri spilamennsku í síðari hálfleik sýndi lið hans að það mun ekki láta sitt eftir liggja í toppbaráttunni. „Þetta er bara geggjað og frábær karakter hjá mínum mönnum eftir að FH jafnaði í seinni hálfleik. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en eftir að þeir jafna gerist eitthvað hjá liðinu og við spilum alveg hreint út sagt glimrandi. Við refsum FH hægri og vinstri og þetta er frábær sigur,” sagði Ágúst. Var spilamennskan í síðari hálfleik það besta sem Ágúst hefur séð frá sínum mönnum í sumar? „Þetta voru frábærar skyndisóknir hjá okkur sem skapa þessi mörk þrjú mörk í síðari hálfleik. Ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið og gæðin í liðinu heilt yfir. Þetta var hrikalega flott frammistaða,” sagði Ágúst. Líkt og vallarþulur Breiðabliks tilkynnti í lok leiks var enginn einn leikmaður valinn maður leiksins. Liðsheildin fékk þá tilnefningu. Var Ágúst sammála því? „Það var liðsheildin sem skilaði þessum sigri, ég er alveg sammála því. Það voru allir frábærir í kvöld á móti frábæru FH liði. Ég get ekki beðið um meira, ” sagði Ágúst að lokum. Ólafur Kristjánsson: Þýðir ekkert að koma með afsakanir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt. Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið? „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum. Gulli: Ekki mínar bestu vörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. Gulli gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það er geggjað að vinna frábært lið eins og FH 4-1. Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu í kvöld, enda með gæðaleikmenn í öllum stöðum. En þetta var frábær frammistaða hjá grænklæddu strákunum og við verðskulduðum þennan sigur fyllilega. Við vissum að FH væru nýbúnir að spila erfiða evrópuleiki og að við gætum klárað þetta í seinni hálfleik,“ sagði Gulli. Tók Gulli eftir því að leikmenn FH væru þreyttir eftir leiki þeirra í Evrópukeppninni? „Já, mér fannst það. Mér fannst þeir ætla að reyna að knýja fram sigurmarkið og halda svo, en þeim tókst það sem betur fer ekki. FH vill að sjálfsögðu alltaf vinna, þeir sætta sig ekki við jafntefli, og þegar þeim tókst ekki að skora mark númer tvö fannst mér við ganga á lagið og hlaupa yfir þá, ” sagði Gulli. Gulli varði tvívegis stórkostlega í síðari hálfleik frá Steven Lennon og hélt sínum mönnum inní leiknum. Voru þetta hans bestu markvörslur í sumar? „Þótt þetta hafi kannski „lookað” vel hjá mér, þá voru þetta ekki mínar bestu markvörslur í sumar. Ég hef alveg átt nokkrar aðrar ágætar í sumar,” sagði Gulli að lokum og glotti. Pepsi Max-deild karla
Breiðablik lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttu Pepsi-deildar karla, en fyrr í kvöld unnu þeir FH örugglega, 4-1, á Kópavogsvelli. Fyrsta mark leiksins skoraði daninn Thomas Mikkelsen á 32. mínútu, þvert gegn gangi leiksins. Náði hann þá góðum skalla á markið eftir aukaspyrnu Gísla Eyjólfssonar en Gunnar Nielsen, markmaður FH, hefði átt að gera betur. Ákaflega klaufalegir tilburðir hjá færeyingnum í markinu. Þrátt fyrir nokkrar ágætar sóknir beggja liða voru ekki fleiri mörk skoruð í fyrri hálfeik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim siðari. Robbie Crawford kom inn á í liði FH og var hann ekki lengi að setja sitt mark á leikinn. Skoraði hann á 53. mínútu með laglegu skoti úr teignum. Eftir jöfnunarmarkið leit allt út fyrir að FH myndi komast yfir og stjórnuðu þeir leiknum. Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Blika, hélt sínum mönnum hins vegar á floti og varði tvívegis stórkostlega frá Steven Lennon. Á tveggja mínútna kafla breyttist síðan leikurinn. Leikmenn Breiðabliks áttu augljóslega mun meira eftir á tankinum og keyrðu þeir yfir þreytta leikmenn FH. Davíð Kristján kom þeim yfir, 2-1, á 77. mínútu þegar hann var mokaði boltanum inn fyrir línuna eftir laglega aukaspyrnu Gísla og snertingu Thomas Mikkelsen. Aðeins tveim mínútum síðar skoraði Gísli síðan þriðja mark Blika eftir vel útfærða skyndisókn þeirra. Willum stakk boltanum inn fyrir vörn FH á Andra Rafn Yeoman sem var óeigingjarn og renndi boltanum til hliðar á Gísla, sem gat ekki annað en skorað fyrir opnu marki. Á 86. mínútu gerði varamaðurinn Arnór Gauti síðan endanlega útum þetta. Skoraði hann eftir góðan undirbúning annars varamanns, Arons Bjarnasonar. Á þessum tímapunkti var allur vindur úr leikmönnum FH og þeir höfðu skiljanlega gefist upp. Sigur Breiðabliks var fyllilega verðskuldaður en spilamennska þeirra á köflum í síðari hálfleik var frábær. Með sigrinum sest Breiðablik að hlið Stjörnunnar í 2. sæti, með 25 stig, þrem stigum á eftir toppliði Vals. Titilvonir FH virðast hins vegar vera úr sögunni. Af hverju vann Breiðablik? Leikmenn Breiðabliks, sem voru í raun allir góðir í kvöld, einfaldlega hlupu yfir FH í síðari hálfleik. Mörk þeirra komu eftir vel útfærðar skyndisóknir og föst leikatriði en að sama skapi virkaði vörn FH óörugg. Eftir að Breiðablik var komið 3-1 yfir var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda, en leikmenn FH voru augljóslega þreyttir og virtust hafa litla trú á því að þeir gætu komið tilbaka. Hverjir stóðu upp úr? Líkt og kom fram að ofan voru í raun allir leikmenn Breiðabliks góðir í kvöld og því erfitt að tiltaka einhvern einn leikmann úr liði þeirra eftir þennan frábæra sigur. Gulli átti einn sinn besta leik í sumar og hélt þeim á floti í stöðunni 1-1 með nokkrum frábærum markvörslum. Gísli Eyjólfsson átti auk þess einn sinn besta leik í sumar; lagði upp tvö mörk og skoraði eitt, ekki amalegt kvöld það. Thomas Mikkelsen skoraði sitt annað mark í tveim leikjum og lagði eitt upp. Frábær byrjun hjá dananum í blikatreyjunni. Þá var Andri Rafn Yeoman einnig frábær í kvöld og tók yfir miðjuna í síðari hálfleik ásamt Oliver Sigurjónsyni. Að lokum var vörnin í heild sinni öflug sem fyrr en ekki er að sjá að það vanti þar einn besta varnarmann deildarinnar, Elfar Frey Helgason. Hvað gekk illa? FH gekk illa að svara áhlaupi Breiðabliks í síðari hálfleik. Þá var varnarleikur þeirra í föstum leikatriðum og skyndisóknum Blika einfaldlega lélegur. Auk þess gekk FH illa að skapa sér færi í síðari hálfleik en þegar þeir sköpuðu sér færi lokaði Gulli marki Blika. Hvað gerist næst? Næstkomandi mánudagskvöld heldur Breiðablik suður með sjó þar sem þeir heimsækja botnlið Keflavíkur. Sama kvöld tekur FH á móti Fjölni.Ágúst: Sigur liðsheildarinnar Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, var að vonum sáttur í leikslok og feginn því að hafa fengið stigin þrjú. Með sigrinum og frábærri spilamennsku í síðari hálfleik sýndi lið hans að það mun ekki láta sitt eftir liggja í toppbaráttunni. „Þetta er bara geggjað og frábær karakter hjá mínum mönnum eftir að FH jafnaði í seinni hálfleik. Við vorum fínir í fyrri hálfleik en eftir að þeir jafna gerist eitthvað hjá liðinu og við spilum alveg hreint út sagt glimrandi. Við refsum FH hægri og vinstri og þetta er frábær sigur,” sagði Ágúst. Var spilamennskan í síðari hálfleik það besta sem Ágúst hefur séð frá sínum mönnum í sumar? „Þetta voru frábærar skyndisóknir hjá okkur sem skapa þessi mörk þrjú mörk í síðari hálfleik. Ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið og gæðin í liðinu heilt yfir. Þetta var hrikalega flott frammistaða,” sagði Ágúst. Líkt og vallarþulur Breiðabliks tilkynnti í lok leiks var enginn einn leikmaður valinn maður leiksins. Liðsheildin fékk þá tilnefningu. Var Ágúst sammála því? „Það var liðsheildin sem skilaði þessum sigri, ég er alveg sammála því. Það voru allir frábærir í kvöld á móti frábæru FH liði. Ég get ekki beðið um meira, ” sagði Ágúst að lokum. Ólafur Kristjánsson: Þýðir ekkert að koma með afsakanir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í leikslok spurður hvað hefði gerst hjá sínu liði í síðari hálfleik. Eftir að Robbie Crawford jafnaði metin var ekki sjón að sjá lið FH. Breiðablik gekk á lagið; skoraði þrjú mörk á tiltölulega stuttum kafla og sigldi þægilegum sigri í höfn. „Það sem gerist er í raun það að við byrjum seinni hálfleikinn vel. Við erum að herja á þá og náum að jafna. Síðan eigum við skot sem Gulli ver frábærlega og hélt hann blikanum á floti þar. Eftir það fáum við á okkur annað mark úr föstu leikatriði, sem er mjög fúlt. Þá þurftum við að reyna að sækja og jafna leikin en þá hlaupa þeir einfaldlega yfir okkur. Við vissum það fyrir leikinn að leikmenn Breiðabliks eru gríðarlega fljótir fram á við og skeinuhættir í skyndisóknum og þeir refsuðu okkur grimmilega í kvöld,” var svar Óla við þeirri spurningu. Voru leikmenn FH þreyttir eftir leikina tvo í forkeppni Evrópudeildarinnar? „Það þýðir ekkert að nota svoleiðis afsökun. Það getur vel verið að það hafi verið einhver þreyta í mínum leikmönnum en það er bara asnalegt að nota það sem afsökun fyrir þessu tapi, “ sagði Ólafur. Geoffrey Castillon var ekki í leikmannahóp FH í kvöld. Hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir liðið? „Castillon er í Hollandi. Konan hans er að fara að eiga barn eftir helgina og fékk hann því að fara til Hollands til að vera viðstaddur fæðinguna. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður þegar hann kemur aftur,“ sagði Óli. Það hafa verið orðrómar á kreiki um að Víkingur og fleiri lið hafi lagt fram tilboð í Castillon. Verður Castillon seldur áður en að leikmannaglugginn lokar? „Ég er bara að fókusera á leikina sem við spilum og það sjá aðrir um leikmannamálin. Líkt og ég sagði er ástæðan fyrir því að hann er ekki með í dag að hann er í Hollandi til að vera viðstaddur fæðingu barnsins síns, það er bara eðlilegt að hann fái frí til þess.” Eru titilvonir FH úr sögunni eftir þetta tap? „Það er eitthvað sem við ættum ekki að hugsa um núna, sérstaklega eftir að hafa tapað svona stórt fyrir liði sem er að berjast um titilinn. Þetta var ljótt tap og það er á mína ábyrgð þegar að það gerist. Ég held við ættum að leggja til hliðar í bili allt hjal um titilinn og reyna frekar að reisa okkur fyrir næsta leik,” sagði Óli að lokum. Gulli: Ekki mínar bestu vörslur í sumar Það var ekki að sjá í kvöld að Gunnleifur Gunnleifsson (Gulli), markmaður Blika, sé elsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Varði hann nokkrum sinnum frábærlega í síðari hálfleik í stöðunni 1-1 og á hann því stóran þátt í mikilvægum 4-1 stórsigri Breiðabliks á FH í kvöld. Gulli gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það er geggjað að vinna frábært lið eins og FH 4-1. Þeir létu okkur heldur betur hafa fyrir þessu í kvöld, enda með gæðaleikmenn í öllum stöðum. En þetta var frábær frammistaða hjá grænklæddu strákunum og við verðskulduðum þennan sigur fyllilega. Við vissum að FH væru nýbúnir að spila erfiða evrópuleiki og að við gætum klárað þetta í seinni hálfleik,“ sagði Gulli. Tók Gulli eftir því að leikmenn FH væru þreyttir eftir leiki þeirra í Evrópukeppninni? „Já, mér fannst það. Mér fannst þeir ætla að reyna að knýja fram sigurmarkið og halda svo, en þeim tókst það sem betur fer ekki. FH vill að sjálfsögðu alltaf vinna, þeir sætta sig ekki við jafntefli, og þegar þeim tókst ekki að skora mark númer tvö fannst mér við ganga á lagið og hlaupa yfir þá, ” sagði Gulli. Gulli varði tvívegis stórkostlega í síðari hálfleik frá Steven Lennon og hélt sínum mönnum inní leiknum. Voru þetta hans bestu markvörslur í sumar? „Þótt þetta hafi kannski „lookað” vel hjá mér, þá voru þetta ekki mínar bestu markvörslur í sumar. Ég hef alveg átt nokkrar aðrar ágætar í sumar,” sagði Gulli að lokum og glotti.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti