Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Bergþór Másson skrifar 22. júlí 2018 15:09 Herra Hnetusmjör og Joe Frazier saman á góðri stund. Vísir Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira
Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. Uppsögnin kom mörgum aðdáendum á óvart og vakti mikla athygli í rappheiminum. Aðdragandi málsins er sá að erlendu rapplagi var deilt á Facebook hópinn „Nýtt íslenskt hip hop“ þar sem undirspil lagsins er óneitanlega líkt hinu vinsæla lagi Herra Hnetusmjörs og Friðrik Dórs, „Labbilabb“, sem Joe Frazier átti að hafa útsett. Seinna sama kvöld tilkynnti forsprakki KBE, Herra Hnetusmjör, að Joe Frazier væri ekki lengur meðlimur rapphópsins KBE.Sjá einnig: Joe Frazier hættur í rapphópnum KBE Joe Frazier og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um það bil fjögur ár og saman hafa þeir gefið út tvær plötur í fullri lengd ásamt einni smáskífu. Joe Frazier gekk til liðs við KBE stuttu eftir að þeir félagar kynntust árið 2014. KBE er að sögn Herra Hnetusmjörs: „útgáfufyrirtæki, fjöllistahópur, vinahópur og gengi.“ Núverandi meðlimir KBE eru: Herra Hnetusmjör, Huginn, Birnir, Egill Spegill, taktsmiðurinn Þormóður og Arnór Gíslason sem er umboðsmaður þeirra. Í samtali við Vísi segist Herra Hnetusmjör ekki hafa vitað að að Joe Frazier væri ekki upprunalegur höfundur taktsins. „Þetta lítur náttúrulega ógeðslega illa út fyrir okkur alla og hann ákvað að stíga sjálfur niður, þetta er á honum, þetta er ekki eitthvað House of Cards dæmi þar sem við erum að reyna að komast upp með eitthvað. Joe ákvað að stíga niður og taka fallið á sig.“ Herra Hnetusmjör segir að það sé ekkert illt á milli hans og Joe Frazier.Fréttablaðið/ErnirJoe Frazier segir það hafa verið mistök að nota þennan takt og útskýrir mál sitt á þennan hátt: „Labbilabb takturinn varð til haustið 2015. Ég rakst á eitthvað YouTube “type” beat sem mér fannst mjög nett í grunninn, en fannst vanta herslumuninn upp á það. Ég endurgerði það upp á fjörið með sama sampli en betri trommum, þéttari bassa og nýjum “B-kafla” með nýju bassahljóði, fleiri trommum osfrv. Sá taktur sat síðan bara gleymdur og grafinn með milljón öðrum töktum í möppu þangað til að kom að því að við vorum að vinna í KÓPBOI plötunni. Þá var ég að taka upp, útsetja og hljóðblanda plötuna á sama tíma og ég bara spáði ekkert í þessu. Þessir “Bring it down pick it up” gaurar hafa greinilega keypt upprunalega youtube beatið einhverntíman í millitíðinni. Árni Hnetusmjör og Frikki vissu auðvitað ekkert af þessu og mistökin eru 100% mín megin. Hvernig þetta beat varð til tekur ekkert frá GOAT-statusnum þeirra né því sem þeir komu með á lagið. Mér finnst Labbilabb tjúllað lag og er mjög ánægður að það hafi orðið til.“ Herra Hnetusmjör segir að þetta mál hafi komið honum og öllum í KBE í mjög opna skjöldu en hann og Joe Frazier séu ennþá vinir og að þeir séu alls ekki ósáttir þrátt fyrir þetta. Hér að neðan má heyra umrætt lag ásamt Labbilabb sem sló rækilega í gegn eftir útgáfu plötunnar KÓPBOI.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Sjá meira