Fínasta veðurspá fyrir stórtónleikana: Svona er best að komast á Guns N' Roses Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júlí 2018 10:30 Allt að verða klárt fyrir tónleikana annað kvöld. Stórtónleikar Guns N’ Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Búist er við yfir 25 þúsund manns á tónleikana og er spáð fínu veðri á höfuðborgarsvæðinu á meðan tónleiknum stendur. Spáð er um 11-12 stiga hita, 1-3 metrum á sekúndu og gæti sólin hitað upp tónleikagesti. Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir en í tilkynningu frá forsvarsmönnum tónleikanna segir að völlurinn verði opnaður 16:30. Íslenska rokksveitin Brain Police stígur á sviðið klukkan 17:15 og byrjar þá formleg dagskrá.Götulokanir: Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.Til að komast á völlinn:Tónleikahaldarar ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi.Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin en til þess að leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl. Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni). Tónleikarhaldarar mælast til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða. Búið er að reisa tuttugu og tveggja metra hátt svið á Laugardalsvelli og er það langstærsta sem komið hefur verið upp hér á landi. Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.Yfirlitsmynd af svæðinu. Tónlist Veður Tengdar fréttir Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47 Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41 Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Stórtónleikar Guns N’ Roses fara fram á Laugardalsvelli annað kvöld. Búist er við yfir 25 þúsund manns á tónleikana og er spáð fínu veðri á höfuðborgarsvæðinu á meðan tónleiknum stendur. Spáð er um 11-12 stiga hita, 1-3 metrum á sekúndu og gæti sólin hitað upp tónleikagesti. Skipuleggjendur tónleikanna hvetja fólk eindregið til að fara tímanlega niður á völl til að forðast raðir en í tilkynningu frá forsvarsmönnum tónleikanna segir að völlurinn verði opnaður 16:30. Íslenska rokksveitin Brain Police stígur á sviðið klukkan 17:15 og byrjar þá formleg dagskrá.Götulokanir: Reykjavegur verður lokaður fyrir og á meðan tónleikum stendur og þá verður Engjavegur lokaður frá klukkan 16 nema fyrir tónleikagesti. Suðurlandsbraut verður lokuð að hluta eftir að tónleikum lýkur.Til að komast á völlinn:Tónleikahaldarar ásamt lögreglu og Reykjavíkurborg mælast til þess að fólk fari tímanlega af stað og nýtist eins og frekast er kostur við almenningssamgöngur, virka ferðamáta (ganga eða hjóla) eða sameinist í bíla. Besti staðurinn til þess að hleypa fólki út úr leigu eða fólksbílum er við Glæsibæ eða á Sundlaugarvegi.Svona lítur veðurspáin út fyrir morgundaginn.Bílastæðin í kringum Laugardalshöllina eru opin en til þess að leggja þurfa að vera fjórir eða fleiri miðahafar í bíl. Boðið verður upp á sérstakar hraðferðir Strætó frá þremur stöðum í borginni og beint niður í Laugardal. Þessar hraðferðir munu fara frá Háskólanum í Reykjavik, Mjóddinni og strætóstoppitöðinni norðanmegin við Kringluna (hjá Orkunni). Tónleikarhaldarar mælast til þess að fólk leggi á bílastæðinu við Sjóvá og fyrir aftan Verslunarskólann. Sömu leiðir munu fara frá Laugardalshöll við Suðurlandsbraut og til baka eftir tónleika. Miðahafar á tónleikana fá frítt í þessar ferðir gegn framvísun miða. Búið er að reisa tuttugu og tveggja metra hátt svið á Laugardalsvelli og er það langstærsta sem komið hefur verið upp hér á landi. Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið.Yfirlitsmynd af svæðinu.
Tónlist Veður Tengdar fréttir Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47 Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41 Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18 Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Tuttugu og tveggja metra hátt svið risið á Laugardalsvelli Hundruð manna hafa unnið að uppsetningu tónleika Guns´N Roses á vellinum frá því á mánudag og verða þeir að störfum alveg fram á þriðjudag þegar hljómsveitin stígur á svið. 22. júlí 2018 12:47
Baksviðskröfur Guns N' Roses á Laugardalsvelli endurspegla nýjan lífsstíl Undirbúningur fyrir risastónleika rokkhljómsveitarinnar Guns N' Roses er nú í fullum gangi í Laugardalnum. 22 þúsund miðar hafa verið seldir á tónleikana að sögn upplýsingafulltrúa. 19. júlí 2018 15:41
Endanlegur miðafjöldi á tónleika Guns N' Roses verður 26.900 Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur gefið leyfi fyrir þessum áhorfendafjölda á tónleikunum sem eru einir af þeim stærstu sem haldnir hafa verið á Íslandi. 22. júlí 2018 19:18