Lífið

FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þriðja Þjóðhátíðarlagið komið út frá strákunum í FM95BLÖ.
Þriðja Þjóðhátíðarlagið komið út frá strákunum í FM95BLÖ.
„Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðarlag sem Vísir frumsýnir í dag. Lagið er gefið út af FM957 og sameina drengirnir í útvarpsþættinum FM95BLÖ krafta sína með stórsöngkonunni Jóhönnu Guðrúnu.

„Ég heyrði svo frábært lag þegar ég var að taka upp Suður-ameríska drauminn og hugmyndin kemur í raun frá því lagi. Við Steindi vorum að skemmta í Eyjum í vetur og þá kom þetta aftur í hausinn á mér og við ákváðum að nota svipað undirspil fyrir þetta Þjóðhátíðarlag,“ segir Auddi. Um er að ræða þriðja Þjóðhátíðarlag drengjanna í FM95BLÖ.

„Jóhanna Guðrún var bara til í slaginn með okkur en hún kemur sjálf fram á sunnudagskvöldinu í Herjólfsdal. Við stígum á svið rétt fyrir flugeldasýninguna á laugardagskvöldinu,“ segir Auðunn og bætir við að það sé ekkert eins og að koma fram fyrir framan sautján þúsund manns í Herjólfsdal. Það má segja að myndbandið sé í raun af gamla skólanum.

„Það var pælingin hað hafa þetta myndband mjög retro og því er útkoman eins og hún er.“

Hér að neðan má sjá myndbandið en það er framleiðslufyrirtækið Kukl og Arró Stefánsson sáu um upptökuna og var öll eftirvinnsla í höndunum á Fannari Scheving Edwardssyni. Það eru þau Jóhanna Guðrún, Steinþór Hróar, Egill Einarsson og Auðunn Blöndal sem fara með aðalhlutverkin.


Tengdar fréttir

Baksviðs með FM95BLÖ: Þegar allt trylltist á Þjóðhátíð

"Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.