50 laxa dagar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 24. júlí 2018 10:00 Það hefur komið heldur betur kippur í Eystri Rangá síðustu daga og undanfarið hafa verið að veiðast um og yfir 50 laxar á dag. Ástundun hefur líklega ekki verið mikil en eins og kom fram í miðlum var stórt holl afbókað og því leit út fyrir að áin myndi bara renna í einhverja daga. Það hafa þó einhverjir verið við veiðar enda má sjá á mörgum Facebooksíðum nokkurra góðra vina Veiðivísis að það er feykna veiði í ánni. Það er greinilega mikill kraftur í göngunum og eftir þeim heimildum sem við höfum þá eru stangirnar auðveldlega að taka 10-12 laxa á dag og þá sýnist okkur að það séu kannski 5-6 að veiða ánna sem annars er veidd á 18 stangir sé hún fullmönnuð. Þegar göngurnar í Eystri eru jafn sterkar og raun virðist vera er bara spurning um tíma hvenær fyrstu 100 laxa dagarnir detta inn. Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði
Það hefur komið heldur betur kippur í Eystri Rangá síðustu daga og undanfarið hafa verið að veiðast um og yfir 50 laxar á dag. Ástundun hefur líklega ekki verið mikil en eins og kom fram í miðlum var stórt holl afbókað og því leit út fyrir að áin myndi bara renna í einhverja daga. Það hafa þó einhverjir verið við veiðar enda má sjá á mörgum Facebooksíðum nokkurra góðra vina Veiðivísis að það er feykna veiði í ánni. Það er greinilega mikill kraftur í göngunum og eftir þeim heimildum sem við höfum þá eru stangirnar auðveldlega að taka 10-12 laxa á dag og þá sýnist okkur að það séu kannski 5-6 að veiða ánna sem annars er veidd á 18 stangir sé hún fullmönnuð. Þegar göngurnar í Eystri eru jafn sterkar og raun virðist vera er bara spurning um tíma hvenær fyrstu 100 laxa dagarnir detta inn.
Mest lesið Hugleiðingar veiðimanns um breyttar veiðireglur Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Veiðimaðurinn kominn út Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Veiði Helgin var góð í Ytri Rangá Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði