Herraföt orðin meira spennandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Ási hefur á síðustu árum verið að færa sig meira yfir í herratískuna. Aðsend Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira