Kátt á Klambra er barnahátíð og einstaklingar eldri en 16 ára komast ekki inn á hátíðina án þess að fylgja börnum yngri en 16 ára. Börn yngri en 12 ára fylgja aðeins fullorðnum inn og út af svæðinu.
Eitt barn getur komið með marga fullorðna með sér, engin takmörk á því. Öll börn eru á ábyrgð foreldra á svæðinu.

Glæsileg dagskrá
Glæsileg dagskrá verður á hátíðarsviðinu þar sem Tinna Sverrisdóttir mun setja hátíðina með söng og möntrum.Fram koma:
JóiPé og Króli
Ronja Ræningjadóttir
Friðrik Dór
Ævintýrasýningin Vera og Vatnið
Lalli töframaður
Húllasýning
Þorri og Þura
Emmsjé Gauti
Spaðabani
Dansverkið Hlustunarpartý
Það verður því karnival-stemmning á Klambratúni á sunnudaginn og er öll afþreying á svæðinu innifalin í miðaverði (1250-1500 krónur).
Pampers tjald verður á svæðinu fyrir yngstu krílin, bangsatjald, ritlistarsmiðja, RIE leiksvæði og Forlagið bókaútgáfa stendur fyrir sögukeppni ásamt rithöfundum sem lesa upp úr bókum sínum á svæðinu og margt fleira sem verður tilkynnt þegar nær dregur hátíðinni.
