Ólafur Darri í tökum með Jennifer Aniston og Adam Sandler: „Þetta er erfitt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2018 10:30 Kvikmyndin Murder Mystery er tekin upp í Kanada og á Ítalíu. „Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Nú er ég hér á ítölsku ríveríunni. Þetta er erfitt líf,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann er í tökum á gamanmyndinni Murder Mystery á Ítalíu. Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara þau Jennifer Aniston, Adam Sandler, Gemma Arterton og Luke Evans. Murder Mystery var tekin upp í Kanada og nú á Ítalíu. „Ég held að ég þurfi í raun lítið að segja frá því um hvað þessi mynd fjallar, því það liggur í raun og veru í titli myndarinnar, hún heitir nú Murder Mystery. Þetta verður ansi skemmtilegt.“ Ólafur leikur stórt hlutverk í auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþoninu. „Þetta er í raun og veru í fyrsta skipti sem ég tek á sprett. Ég er meiri labbkall heldur en hlaupkall. Ég var einmitt að taka upp atriði í gær við ströndina og þá var ég að hugsa hvernig ég ætti að undirbúa mig fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Maður heyrir svo oft hvað andlegi hlutinn sé stór og mikilvægur. Það tala margir um að hlaupa á vegg og svona. Því er ég rosalega mikið að hugsa um þetta og undirbúa mig andlega,“ segir leikarinn léttur á því. Ólafur segist hafa tekið þátt í maraþoninu einu sinni áður. „Þá hljóp ég tíu kílómetra og það var alveg ótrúlega gaman. Ég hlakka til að fara aftur og þetta var alveg einstök stemning. Fólkið í götunum er í svo mikilli stemningu og svona. Þetta var ótrúlega gaman og mikill fílingur á svæðinu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira