Upphitun fyrir Ungverjaland: Hvað gerist fyrir sumarfrí? Bragi Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Hamilton í Ungverjalandi í gær að kvitta undir áritanir. vísir/getty Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira