Hellir víni í glös í stað þess að hella víni í sig Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Dóri segist ekki hafa brugðið sér í hlutverk barþjónsins síðan í fimmtugsafmæli móður sinnar FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN „Núna hafa nátúruvínsguðirnir kallað – og ég svara því kalli. Ég hef ekki „workað“ bar síðan í fimmtugsafmæli móður minnar og er nokkuð spenntur. Þetta vín sko – Action Bronson gerði myndband þar sem hann drekkur það og hann segir að honum hafi liðið eins og mamma hans hafi keypt handa honum NBA Jam Tournament Edition þegar hann fékk vínið í hendurnar. Ef einhver er að pæla í náttúruvínum og langar einhvern veginn að koma sér inn í þetta, þá er þetta svo góður staður til að byrja á, þetta er alveg bilaðslega skemmtilegt dæmi. Þetta er sumar í flösku og við erum stödd í sumrinu sem aldrei kom – þannig að við erum að flytja inn sumar í flösku beint frá hlíðum eldfjallsins Etnu,“ segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en hann verður í eldlínunni í Mathöllinni Granda á sunnudaginn þar sem hann mun standa bak við barinn á Micro Roast og hella náttúruvíni í glös. Þar verður kynning á nýjum árgangi vínsins Susucaru, 2017, auk þess sem hinir fágætu kjúklingavængir frá KORE verða á tilboði – en þessa vængi má venjulega einungis kaupa á miðvikudögum. Dóri er, eins og blaðamaður segir strax við hann í upphafi viðtals, kannski þekktari fyrir að hella í sig náttúruvíni frekar en í glös annara, en það ættu fylgjendur hans á Twitter að kannast við, þar á bæ er hann duglegur við að tjá sig um þessi sérkennilegu vín. „Náttúruvín eru ekki verslun eins og við þekkjum hana – þú kannski gúglar eitthvað, finnur eitthvað á netinu … ég var að koma frá Valencia þar sem ég fann einhvern framleiðanda þannig, las að hann væri að selja vínið sitt á einhverjum markaði. Svo kem ég á markaðinn og spyr um „Mariano“ og fæ bara „því miður það er allt löngu búið“ – ég gref upp eftir einhverjum samböndum pínulítinn ítalskan stað þar sem þeir eru með náttúruvín, ég spyr þá um Mariano og þeir segja bara: „Mariano var hérna í bænum á miðvikudaginn – þú færð þetta í þessari hundrað ára gömlu vínbúð.“ Ég kem þangað og finn nokkrar flöskur. Svo lendi ég bara í því að ein Mariano er tekin af mér í tollinum – ég í alvörunni hugsaði með mér „þetta verður milliríkjadeila“.“ Halldór segist þó vera búinn að jafna sig á þessu og vera farinn að hlakka til sunnudagsins í staðinn. „Aðgengið að náttúruvíni er meira hérna heima en í Valencia, þriðju stærstu borg Spánar. Þetta er ekki síst tengdasyni Íslands að þakka, Christopher Melin, sem á fyrirtækið Berjamó. Hann er náttúruvínsdúddi í Danmörku og Berjamór flytur inn mikið af uppáhalds náttúruvíninu mínu. Hann rekur náttúruvínsverslun í Danmörku og er giftur íslenskri konu. Þetta er nú stundum þannig að Danir kynna okkur Íslendinga fyrir einhverju.“ Viðburðurinn fer fram á milli 18 og 22 á sunnudaginn næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Núna hafa nátúruvínsguðirnir kallað – og ég svara því kalli. Ég hef ekki „workað“ bar síðan í fimmtugsafmæli móður minnar og er nokkuð spenntur. Þetta vín sko – Action Bronson gerði myndband þar sem hann drekkur það og hann segir að honum hafi liðið eins og mamma hans hafi keypt handa honum NBA Jam Tournament Edition þegar hann fékk vínið í hendurnar. Ef einhver er að pæla í náttúruvínum og langar einhvern veginn að koma sér inn í þetta, þá er þetta svo góður staður til að byrja á, þetta er alveg bilaðslega skemmtilegt dæmi. Þetta er sumar í flösku og við erum stödd í sumrinu sem aldrei kom – þannig að við erum að flytja inn sumar í flösku beint frá hlíðum eldfjallsins Etnu,“ segir Halldór Halldórsson, Dóri DNA, en hann verður í eldlínunni í Mathöllinni Granda á sunnudaginn þar sem hann mun standa bak við barinn á Micro Roast og hella náttúruvíni í glös. Þar verður kynning á nýjum árgangi vínsins Susucaru, 2017, auk þess sem hinir fágætu kjúklingavængir frá KORE verða á tilboði – en þessa vængi má venjulega einungis kaupa á miðvikudögum. Dóri er, eins og blaðamaður segir strax við hann í upphafi viðtals, kannski þekktari fyrir að hella í sig náttúruvíni frekar en í glös annara, en það ættu fylgjendur hans á Twitter að kannast við, þar á bæ er hann duglegur við að tjá sig um þessi sérkennilegu vín. „Náttúruvín eru ekki verslun eins og við þekkjum hana – þú kannski gúglar eitthvað, finnur eitthvað á netinu … ég var að koma frá Valencia þar sem ég fann einhvern framleiðanda þannig, las að hann væri að selja vínið sitt á einhverjum markaði. Svo kem ég á markaðinn og spyr um „Mariano“ og fæ bara „því miður það er allt löngu búið“ – ég gref upp eftir einhverjum samböndum pínulítinn ítalskan stað þar sem þeir eru með náttúruvín, ég spyr þá um Mariano og þeir segja bara: „Mariano var hérna í bænum á miðvikudaginn – þú færð þetta í þessari hundrað ára gömlu vínbúð.“ Ég kem þangað og finn nokkrar flöskur. Svo lendi ég bara í því að ein Mariano er tekin af mér í tollinum – ég í alvörunni hugsaði með mér „þetta verður milliríkjadeila“.“ Halldór segist þó vera búinn að jafna sig á þessu og vera farinn að hlakka til sunnudagsins í staðinn. „Aðgengið að náttúruvíni er meira hérna heima en í Valencia, þriðju stærstu borg Spánar. Þetta er ekki síst tengdasyni Íslands að þakka, Christopher Melin, sem á fyrirtækið Berjamó. Hann er náttúruvínsdúddi í Danmörku og Berjamór flytur inn mikið af uppáhalds náttúruvíninu mínu. Hann rekur náttúruvínsverslun í Danmörku og er giftur íslenskri konu. Þetta er nú stundum þannig að Danir kynna okkur Íslendinga fyrir einhverju.“ Viðburðurinn fer fram á milli 18 og 22 á sunnudaginn næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“