Með efni úr eigin smiðjum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 06:00 Valgeir og Vigdís Vala bregða á leik. Þau ætla að syngja saman í Strandarkirkju í Selvogi á sunnudaginn. Ásta „Ég man vel eftir því þegar pabbi samdi þetta lag. Ég var níu ára þá, og var á sólpalli við sumarhús í Grundarfirði, rétt utan við bæinn,“ segir Vigdís Vala Valgeirsdóttir um lagið Í góðu veðri á Grundarfirði sem hún og faðir hennar, Valgeir Guðjónsson, sungu nýlega saman í hljóðveri. Lagið er spilað oft í útvarpi Grundfirðinga þessa viku, á rásinni FM 103,5, því þar stendur yfir árleg bæjarhátíð. Vigdís Vala segir þau feðgin einmitt vera að syngja saman þegar ég hringi í hana en er ekkert fúl yfir að vera trufluð. „Þetta er allt í lagi, við erum bara heima í stofu hér á Bakkanum,“ segir hún og upplýsir að þau séu að æfa fyrir tónleika í Strandarkirkju á sunnudaginn sem hefjist klukkan 14 og nefnist Sunnan yfir sæinn breiða. Þar ætli þau að flytja saman þekkt lög og minna þekkt úr eigin smiðjum. Vigdís Vala er 25 ára og er á doktorsstigi í rannsóknasálfræði við HÍ. Hún kveðst ung hafa byrjað að semja lög og ljóð. „Ég er samt búin að vera í smá pásu frá músíkinni eftir að ég byrjaði í sálfræðinni, en nú er ég farin að blanda þessu tvennu svolítið saman. Það er mjög gaman,“ segir Vala sem var með sitt eigið band þegar hún var um tvítugt. „Við vorum bara á búllum bæjarins og ætluðum að taka eitthvað upp saman, en þá byrjaði ég í sálfræðinni, gítarleikarinn í verkfræði og trommarinn fór til útlanda svo ekkert varð af því. Síðan hef ég aðallega fókuserað á skólann en aðeins verið að troða upp á börum og aðstoða aðra, til dæmis í bakröddum á nýju Stuðmannaplötunni og í Grundarfjarðarlaginu hans pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Ég man vel eftir því þegar pabbi samdi þetta lag. Ég var níu ára þá, og var á sólpalli við sumarhús í Grundarfirði, rétt utan við bæinn,“ segir Vigdís Vala Valgeirsdóttir um lagið Í góðu veðri á Grundarfirði sem hún og faðir hennar, Valgeir Guðjónsson, sungu nýlega saman í hljóðveri. Lagið er spilað oft í útvarpi Grundfirðinga þessa viku, á rásinni FM 103,5, því þar stendur yfir árleg bæjarhátíð. Vigdís Vala segir þau feðgin einmitt vera að syngja saman þegar ég hringi í hana en er ekkert fúl yfir að vera trufluð. „Þetta er allt í lagi, við erum bara heima í stofu hér á Bakkanum,“ segir hún og upplýsir að þau séu að æfa fyrir tónleika í Strandarkirkju á sunnudaginn sem hefjist klukkan 14 og nefnist Sunnan yfir sæinn breiða. Þar ætli þau að flytja saman þekkt lög og minna þekkt úr eigin smiðjum. Vigdís Vala er 25 ára og er á doktorsstigi í rannsóknasálfræði við HÍ. Hún kveðst ung hafa byrjað að semja lög og ljóð. „Ég er samt búin að vera í smá pásu frá músíkinni eftir að ég byrjaði í sálfræðinni, en nú er ég farin að blanda þessu tvennu svolítið saman. Það er mjög gaman,“ segir Vala sem var með sitt eigið band þegar hún var um tvítugt. „Við vorum bara á búllum bæjarins og ætluðum að taka eitthvað upp saman, en þá byrjaði ég í sálfræðinni, gítarleikarinn í verkfræði og trommarinn fór til útlanda svo ekkert varð af því. Síðan hef ég aðallega fókuserað á skólann en aðeins verið að troða upp á börum og aðstoða aðra, til dæmis í bakröddum á nýju Stuðmannaplötunni og í Grundarfjarðarlaginu hans pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Grundarfjörður Tónlist Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira