Öruggur sigur Hamilton í Ungverjalandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 29. júlí 2018 14:51 Lewis Hamilton. vísir/getty Lewis Hamilton vann öruggan sigur í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann er nú kominn með 24 stiga forskot á Sebastian Vettel í stigakeppni ökuþóra. Hamilton var á ráspól í dag og var í forystunni nær allan tímann. Undir lokin var hann kominn með yfir 20 sekúndna forskot á næstu menn og var sigur hans aldrei í hættu. Vettel byrjaði fjórði en náði að vinna sig upp í annað sætið. Hann fór fram úr Valtteri Bottas þegar örfáir hringir voru eftir og skaddaðist bíll Bottas aðeins í átökunum en hann gat þó haldið áfram keppni. Kimi Raikkonen endaði í þriðja sætinu og Daniel Ricciardo á Red Bull í fjórða. Bottas þurfti að sætta sig við fimmta sætið. Kappaksturinn í Ungverjalandi var sá síðasti fyrir sumarfrí í Formúlunni og virðist Hamilton stefna á að verja titil sinn þegar keppni hefst aftur. Þó er hann með þá tölfræði gegn sér að þau ár sem hann hefur sigrað í Ungverjalandi hefur hann ekki náð að sigra stigakeppnina. Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton vann öruggan sigur í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann er nú kominn með 24 stiga forskot á Sebastian Vettel í stigakeppni ökuþóra. Hamilton var á ráspól í dag og var í forystunni nær allan tímann. Undir lokin var hann kominn með yfir 20 sekúndna forskot á næstu menn og var sigur hans aldrei í hættu. Vettel byrjaði fjórði en náði að vinna sig upp í annað sætið. Hann fór fram úr Valtteri Bottas þegar örfáir hringir voru eftir og skaddaðist bíll Bottas aðeins í átökunum en hann gat þó haldið áfram keppni. Kimi Raikkonen endaði í þriðja sætinu og Daniel Ricciardo á Red Bull í fjórða. Bottas þurfti að sætta sig við fimmta sætið. Kappaksturinn í Ungverjalandi var sá síðasti fyrir sumarfrí í Formúlunni og virðist Hamilton stefna á að verja titil sinn þegar keppni hefst aftur. Þó er hann með þá tölfræði gegn sér að þau ár sem hann hefur sigrað í Ungverjalandi hefur hann ekki náð að sigra stigakeppnina.
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira